Áttatíu milljónir króna í sanngirnisbætur vegna Kópavogshælis Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. febrúar 2017 11:40 Sláandi skýrsla um aðbúnað og daglegt líf á Kópavogshæli var kynnt í gær. vísir/gva Alls eru 80 milljónir króna á fjárlögum þessa árs eyrnamerktar til þess að greiða út sanngirnisbætur til þeirra sem vistaðir voru á Kópavogshæli en sláandi skýrsla um aðbúnað og daglegt líf á hælinu, sem starfrækt var frá árinu 1952 til 1993, var kynnt í gær. Skýrslan var unnin af vistheimilanefnd en hún starfar samkvæmt lögum frá árinu 2007 þar sem kveðið var á um að rannsaka skyldi aðbúnað og daglegt líf á vist-og meðferðarheimilum fyrir börn sem starfrækt voru hér á landi á síðustu öld. Auk Kópavogshælis var um að ræða Breiðavík, Vistheimilið Kumbaravog, Heyrnleysingjaskólann, Stúlknaheimilið Bjarg, Vistheimilið Reykjahlíð, Heimavistarskólann Jaðar, Upptökuheimili ríkisins, Unglingaheimili ríkisins og Vistheimilið Silungapoll. Í dag eru alls um 100 manns á lífi sem vistuð voru á Kópavogshæli sem gætu átt rétt á bótum á grundvelli laga um sanngirnisbætur sem sett voru árið 2010. Þau tóku til heimilanna níu sem nefnd eru hér að ofan og þá var þeim síðar breytt þannig að þau fyrrverandi nemendur Landakotsskóla eigi líka rétt á bótum. Ríkið hefur alls greitt út rúma tvo milljarða í sanngirnisbætur til einstaklinga sem vistaðir voru sem börn á þessum heimilum og sættu þar illri meðferð og ofbeldi. Hámarksbótagreiðsla til einstaklings er í dag rúmar sjö milljónir króna en bæturnar eru skattfrjálsar og skerða ekki aðrar greiðslur, til að mynda úr lífeyrissjóðum eða almannatryggingum. Eins og áður segir er gert ráð fyrir að 80 milljónir fari á þessu ári til þeirra sem vistaðir voru á Kópavogshæli. Þá eru 50 milljónir eyrnamerktar þeim sem voru í Heyrnleysingjaskólanum. Tengdar fréttir Sláandi lýsingar á daglegu lífi á Kópavogshæli: „Þarna kynntist ég meiri mannlegri niðurlægingu en mig hafði órað fyrir“ Vistmenn voru í spennitreyju undir fötunum og tennur voru dregnar úr fólki í stað þess að gera við þær. 7. febrúar 2017 19:30 Börn sættu ofbeldi og illri meðferð á Kópavogshæli: „Þegar X dó var sagt að þetta hefði verið slys“ Börn vistuð á Efra-Seli og Kópavogshæli á árunum 1952-1993 máttu sæta andlegu og líkamlegu ofbeldi í einhverjum mæli á meðan á vist stóð. Vanrækslu stjórnvalda um að kenna. 8. febrúar 2017 06:00 Vissu að hælið væri vondur staður: Settu blindan dreng í bað, skrúfuðu aðeins frá heita vatninu og brugðu sér frá Kópavogshælið átti að vera von fyrir bróður Hauks Más Haraldssonar en reyndist tálsýn. 8. febrúar 2017 11:15 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira
Alls eru 80 milljónir króna á fjárlögum þessa árs eyrnamerktar til þess að greiða út sanngirnisbætur til þeirra sem vistaðir voru á Kópavogshæli en sláandi skýrsla um aðbúnað og daglegt líf á hælinu, sem starfrækt var frá árinu 1952 til 1993, var kynnt í gær. Skýrslan var unnin af vistheimilanefnd en hún starfar samkvæmt lögum frá árinu 2007 þar sem kveðið var á um að rannsaka skyldi aðbúnað og daglegt líf á vist-og meðferðarheimilum fyrir börn sem starfrækt voru hér á landi á síðustu öld. Auk Kópavogshælis var um að ræða Breiðavík, Vistheimilið Kumbaravog, Heyrnleysingjaskólann, Stúlknaheimilið Bjarg, Vistheimilið Reykjahlíð, Heimavistarskólann Jaðar, Upptökuheimili ríkisins, Unglingaheimili ríkisins og Vistheimilið Silungapoll. Í dag eru alls um 100 manns á lífi sem vistuð voru á Kópavogshæli sem gætu átt rétt á bótum á grundvelli laga um sanngirnisbætur sem sett voru árið 2010. Þau tóku til heimilanna níu sem nefnd eru hér að ofan og þá var þeim síðar breytt þannig að þau fyrrverandi nemendur Landakotsskóla eigi líka rétt á bótum. Ríkið hefur alls greitt út rúma tvo milljarða í sanngirnisbætur til einstaklinga sem vistaðir voru sem börn á þessum heimilum og sættu þar illri meðferð og ofbeldi. Hámarksbótagreiðsla til einstaklings er í dag rúmar sjö milljónir króna en bæturnar eru skattfrjálsar og skerða ekki aðrar greiðslur, til að mynda úr lífeyrissjóðum eða almannatryggingum. Eins og áður segir er gert ráð fyrir að 80 milljónir fari á þessu ári til þeirra sem vistaðir voru á Kópavogshæli. Þá eru 50 milljónir eyrnamerktar þeim sem voru í Heyrnleysingjaskólanum.
Tengdar fréttir Sláandi lýsingar á daglegu lífi á Kópavogshæli: „Þarna kynntist ég meiri mannlegri niðurlægingu en mig hafði órað fyrir“ Vistmenn voru í spennitreyju undir fötunum og tennur voru dregnar úr fólki í stað þess að gera við þær. 7. febrúar 2017 19:30 Börn sættu ofbeldi og illri meðferð á Kópavogshæli: „Þegar X dó var sagt að þetta hefði verið slys“ Börn vistuð á Efra-Seli og Kópavogshæli á árunum 1952-1993 máttu sæta andlegu og líkamlegu ofbeldi í einhverjum mæli á meðan á vist stóð. Vanrækslu stjórnvalda um að kenna. 8. febrúar 2017 06:00 Vissu að hælið væri vondur staður: Settu blindan dreng í bað, skrúfuðu aðeins frá heita vatninu og brugðu sér frá Kópavogshælið átti að vera von fyrir bróður Hauks Más Haraldssonar en reyndist tálsýn. 8. febrúar 2017 11:15 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira
Sláandi lýsingar á daglegu lífi á Kópavogshæli: „Þarna kynntist ég meiri mannlegri niðurlægingu en mig hafði órað fyrir“ Vistmenn voru í spennitreyju undir fötunum og tennur voru dregnar úr fólki í stað þess að gera við þær. 7. febrúar 2017 19:30
Börn sættu ofbeldi og illri meðferð á Kópavogshæli: „Þegar X dó var sagt að þetta hefði verið slys“ Börn vistuð á Efra-Seli og Kópavogshæli á árunum 1952-1993 máttu sæta andlegu og líkamlegu ofbeldi í einhverjum mæli á meðan á vist stóð. Vanrækslu stjórnvalda um að kenna. 8. febrúar 2017 06:00
Vissu að hælið væri vondur staður: Settu blindan dreng í bað, skrúfuðu aðeins frá heita vatninu og brugðu sér frá Kópavogshælið átti að vera von fyrir bróður Hauks Más Haraldssonar en reyndist tálsýn. 8. febrúar 2017 11:15