Áttatíu milljónir króna í sanngirnisbætur vegna Kópavogshælis Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. febrúar 2017 11:40 Sláandi skýrsla um aðbúnað og daglegt líf á Kópavogshæli var kynnt í gær. vísir/gva Alls eru 80 milljónir króna á fjárlögum þessa árs eyrnamerktar til þess að greiða út sanngirnisbætur til þeirra sem vistaðir voru á Kópavogshæli en sláandi skýrsla um aðbúnað og daglegt líf á hælinu, sem starfrækt var frá árinu 1952 til 1993, var kynnt í gær. Skýrslan var unnin af vistheimilanefnd en hún starfar samkvæmt lögum frá árinu 2007 þar sem kveðið var á um að rannsaka skyldi aðbúnað og daglegt líf á vist-og meðferðarheimilum fyrir börn sem starfrækt voru hér á landi á síðustu öld. Auk Kópavogshælis var um að ræða Breiðavík, Vistheimilið Kumbaravog, Heyrnleysingjaskólann, Stúlknaheimilið Bjarg, Vistheimilið Reykjahlíð, Heimavistarskólann Jaðar, Upptökuheimili ríkisins, Unglingaheimili ríkisins og Vistheimilið Silungapoll. Í dag eru alls um 100 manns á lífi sem vistuð voru á Kópavogshæli sem gætu átt rétt á bótum á grundvelli laga um sanngirnisbætur sem sett voru árið 2010. Þau tóku til heimilanna níu sem nefnd eru hér að ofan og þá var þeim síðar breytt þannig að þau fyrrverandi nemendur Landakotsskóla eigi líka rétt á bótum. Ríkið hefur alls greitt út rúma tvo milljarða í sanngirnisbætur til einstaklinga sem vistaðir voru sem börn á þessum heimilum og sættu þar illri meðferð og ofbeldi. Hámarksbótagreiðsla til einstaklings er í dag rúmar sjö milljónir króna en bæturnar eru skattfrjálsar og skerða ekki aðrar greiðslur, til að mynda úr lífeyrissjóðum eða almannatryggingum. Eins og áður segir er gert ráð fyrir að 80 milljónir fari á þessu ári til þeirra sem vistaðir voru á Kópavogshæli. Þá eru 50 milljónir eyrnamerktar þeim sem voru í Heyrnleysingjaskólanum. Tengdar fréttir Sláandi lýsingar á daglegu lífi á Kópavogshæli: „Þarna kynntist ég meiri mannlegri niðurlægingu en mig hafði órað fyrir“ Vistmenn voru í spennitreyju undir fötunum og tennur voru dregnar úr fólki í stað þess að gera við þær. 7. febrúar 2017 19:30 Börn sættu ofbeldi og illri meðferð á Kópavogshæli: „Þegar X dó var sagt að þetta hefði verið slys“ Börn vistuð á Efra-Seli og Kópavogshæli á árunum 1952-1993 máttu sæta andlegu og líkamlegu ofbeldi í einhverjum mæli á meðan á vist stóð. Vanrækslu stjórnvalda um að kenna. 8. febrúar 2017 06:00 Vissu að hælið væri vondur staður: Settu blindan dreng í bað, skrúfuðu aðeins frá heita vatninu og brugðu sér frá Kópavogshælið átti að vera von fyrir bróður Hauks Más Haraldssonar en reyndist tálsýn. 8. febrúar 2017 11:15 Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Alls eru 80 milljónir króna á fjárlögum þessa árs eyrnamerktar til þess að greiða út sanngirnisbætur til þeirra sem vistaðir voru á Kópavogshæli en sláandi skýrsla um aðbúnað og daglegt líf á hælinu, sem starfrækt var frá árinu 1952 til 1993, var kynnt í gær. Skýrslan var unnin af vistheimilanefnd en hún starfar samkvæmt lögum frá árinu 2007 þar sem kveðið var á um að rannsaka skyldi aðbúnað og daglegt líf á vist-og meðferðarheimilum fyrir börn sem starfrækt voru hér á landi á síðustu öld. Auk Kópavogshælis var um að ræða Breiðavík, Vistheimilið Kumbaravog, Heyrnleysingjaskólann, Stúlknaheimilið Bjarg, Vistheimilið Reykjahlíð, Heimavistarskólann Jaðar, Upptökuheimili ríkisins, Unglingaheimili ríkisins og Vistheimilið Silungapoll. Í dag eru alls um 100 manns á lífi sem vistuð voru á Kópavogshæli sem gætu átt rétt á bótum á grundvelli laga um sanngirnisbætur sem sett voru árið 2010. Þau tóku til heimilanna níu sem nefnd eru hér að ofan og þá var þeim síðar breytt þannig að þau fyrrverandi nemendur Landakotsskóla eigi líka rétt á bótum. Ríkið hefur alls greitt út rúma tvo milljarða í sanngirnisbætur til einstaklinga sem vistaðir voru sem börn á þessum heimilum og sættu þar illri meðferð og ofbeldi. Hámarksbótagreiðsla til einstaklings er í dag rúmar sjö milljónir króna en bæturnar eru skattfrjálsar og skerða ekki aðrar greiðslur, til að mynda úr lífeyrissjóðum eða almannatryggingum. Eins og áður segir er gert ráð fyrir að 80 milljónir fari á þessu ári til þeirra sem vistaðir voru á Kópavogshæli. Þá eru 50 milljónir eyrnamerktar þeim sem voru í Heyrnleysingjaskólanum.
Tengdar fréttir Sláandi lýsingar á daglegu lífi á Kópavogshæli: „Þarna kynntist ég meiri mannlegri niðurlægingu en mig hafði órað fyrir“ Vistmenn voru í spennitreyju undir fötunum og tennur voru dregnar úr fólki í stað þess að gera við þær. 7. febrúar 2017 19:30 Börn sættu ofbeldi og illri meðferð á Kópavogshæli: „Þegar X dó var sagt að þetta hefði verið slys“ Börn vistuð á Efra-Seli og Kópavogshæli á árunum 1952-1993 máttu sæta andlegu og líkamlegu ofbeldi í einhverjum mæli á meðan á vist stóð. Vanrækslu stjórnvalda um að kenna. 8. febrúar 2017 06:00 Vissu að hælið væri vondur staður: Settu blindan dreng í bað, skrúfuðu aðeins frá heita vatninu og brugðu sér frá Kópavogshælið átti að vera von fyrir bróður Hauks Más Haraldssonar en reyndist tálsýn. 8. febrúar 2017 11:15 Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Sláandi lýsingar á daglegu lífi á Kópavogshæli: „Þarna kynntist ég meiri mannlegri niðurlægingu en mig hafði órað fyrir“ Vistmenn voru í spennitreyju undir fötunum og tennur voru dregnar úr fólki í stað þess að gera við þær. 7. febrúar 2017 19:30
Börn sættu ofbeldi og illri meðferð á Kópavogshæli: „Þegar X dó var sagt að þetta hefði verið slys“ Börn vistuð á Efra-Seli og Kópavogshæli á árunum 1952-1993 máttu sæta andlegu og líkamlegu ofbeldi í einhverjum mæli á meðan á vist stóð. Vanrækslu stjórnvalda um að kenna. 8. febrúar 2017 06:00
Vissu að hælið væri vondur staður: Settu blindan dreng í bað, skrúfuðu aðeins frá heita vatninu og brugðu sér frá Kópavogshælið átti að vera von fyrir bróður Hauks Más Haraldssonar en reyndist tálsýn. 8. febrúar 2017 11:15