Enski boltinn

Henry: Ég hefði viljað spila með Giroud

Tómas Þór Þóraðrson skrifar
Oliver Giroud.
Oliver Giroud. vísir/getty
Thierry Henry, markahæsti leikmaður Arsenal frá upphafi, er mikill aðdáandi Olivers Girouds, framherja Lundúnarliðsins. Hann telur að þeir tveir hefðu náð vel saman hjá Arsenal hefðu þeir verið uppi á sama tíma.

Henry var talinn hafa gagnrýnt Giroud fyrr á leiktíðinni þegar hann átti að hafa sagt að samlandi hans væri ekki nógu góður til að leiða línuna hjá Arsenal. Það var misskilningur.

„Ég hefði elskað að spila með honum. Sem framherji sem kemur öðrum leikmönnum inn í leikinn er hann alveg einstakur,“ segir Henry í viðtali við franska íþróttablaðið L'Equipe. „Ég gagnrýndi hann aldrei. Ég svaraði spurningunni: Hvað þarf Arsenal að gera til þess að verða meistari.?“

„Þeirri spurningu svaraði ég með því að segja að ekki væri nóg að vera bara með einn framherja í liðinu. Nokkrum vikum áður en ég var spurður að þessu var ég að hrósa Giroud en enginn man eftir því.“

„Þetta er búið að vera eins hjá Arsenal í tvö ár. Ég sagði að liðið þarf sterkara hryggjarstykki, færrimeiðsli og að Özil spili eins og hann gerði í fyrra. Svo þarf liðið annan framherja með Giroud þannig möguleikarnir séu fleiri í sóknarleiknum. Þarna hafið þið það. Þetta er það sem ég sagði,“ segir Thierry Henry.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×