Lesið milli lína Ívar Halldórsson skrifar 7. febrúar 2017 19:56 Fjölmiðlar eru að mínu mati margir hverjir að kynda undir fordóma í umfjöllun sinni um Trump. Ódýr æsifréttamennska selur kannski blöð en gefur okkur þó oft miður heilsteypta mynd af raunveruleikanum.Þversögnin Það getur vel verið að nýkjörinn forseti Bandaríkjanna taki nokkuð djúpt í árinni í nýlegum tilskipunum sínum, en þó er alveg ljóst að hann duldi aldrei ásetning sinn í innflytjendamálum er hann barðist fyrir kjöri. Hér á landi er fólk kannski ekki vant því að stjórnmálamenn standi við kosningaloforð sín og þá er kannski eðlilegt að sumir séu steinhissa á staðfestu stjórnmálamannsins umdeilda. Á meðan fólk segir að aðgerðir hans renni stoðum undir að hann sé ekki traustsins verður í embætti sínu er þó ekki hægt að neita því að hann er einmitt með tilskipun sinni að standa við orð sín. Það er því ákveðin þversögn í því að segja að honum sé ekki treystandi.Fordómarnir Nú eru þjóðirnar sjö sem inngöngubannið nær til oft titlaðar „múslimaþjóðir“ í umræðunni hérlendis, væntanlega til að telja fólki trú um að aðgerðir Trumps hljóti að byggja á kynþáttafordómum. Hneyksli selur jú blöð. Það má þó deila um hvort múslimum sé einhver greiði gerður með því að fjölmiðlar tengi kynþáttafordóma við varnir forsetans gegn hryðjuverkum. Það er alltaf auðvelt að nota "fordómakortið" þegar koma á höggi á einhvern og espa um leið upp mannskapinn - en það er engu að síður óvægin aðferðafræði og ódýr lausn. Ef að val Trumps á þjóðunum sjö er grundvallað á kynþáttafordómum, af hverju eru Saudi-Arabía og aðrar múslimaþjóðir ekki þá á listanum? Á maður nú að trúa því að meint andúð hans á múslimum sé svæðisbundin - einskonar póstnúmeratengdur pirringur eða lúaleg landskóða-leiðinilegheit?Færibandið „Bráður er sögusmiður“, segir málshátturinn, og má innihald hans hér til sanns vegar færa. Það er ýmislegt sem ekki stenst í fjölmörgum ásökunum í garð Trump sem þarf að setja í rétt samhengi þannig að heildarmyndin sé skýr. Ef fólk vill í raun og veru finna ómengaðan sannleikann og fá hlutlausa mynd af heimsmálunum er varhugavert að reiða sig á fyrirsagnir frétta. Í dag þarf að hafa mun meira fyrir sannleikanum en áður og nauðsynlegt að lesa á milli línanna. Fagmennskan skilar sér misvel á færibandi fréttamiðlanna.Keflið Þegar virða á fyrir sér umdeilda tilskipun Trumps er mikilvægt að kynna sér aðdraganda aðgerðanna. Í desember 2015 setti Obama takmarkað ferðabann á fólk sem heimsótt hafði Íran, Írak, Súdan og Sýrland. Tveimur mánuðum síðar bætti hann við Lýbíu, Sómalíu og Yemen á listann. Þetta gerði Obama til að sporna við vaxandi ógn erlendra hryðjuverkamanna. Ekki var æsingurinn mikill yfir þessu. Aðgerðir Trump byggja á grunni þeim sem Obama lagði. Trump hefur ákveðið að taka næsta skref. Hann bannar nú tímabundið, eða í 3 mánuði, innkomu ferðamanna frá þessum löndum og þurfa handhafar græna kortsins á meðan að gangast undir endurskoðun eftir að hafa heimsótt þessi lönd. Trump tók við kefli forvera síns og vill áfram verja landið gegn utanaðkomandi ógn eins og hann sagðist myndi gera í aðdraganda kosninganna. Það er því órökrétt að gefa í skyn að grundvöllur þessa tímabundna ferðabanns sé mótaður af múslimahatri. Tístið Þótt gagnrýnt sé að Trump fari óhefðbundnar leiðir í að koma skilaboðum sínum og áætlunum til samlanda sinna með því að nota t.d. Twitter, er þó í raun alveg eðlilegt að hann bregði á það ráð. Hann treystir réttilega ekki fjölmiðlum til að koma skilaboðum sínum ómenguðum til landsmanna. Hreinar og ómengaðar fréttir eru því miður eitthvað sem virðist tilheyra fortíðinni. Hann tístir frekar enn að tefla á tvær hættur með óáreiðanlega umfjöllun fjölmiðla. Fólk krefst þess að þjóðarleiðtogar eins og Trump sinni siðferðislegum skyldum sínum gagnvart fjölmenningunni af samviskusemi og láti heiðarleika ráða för. Samhliða slíkum kröfum er þá sjálfsagt að fara fram á að fjölmiðlar geri hið sama; setji fréttir í rétt samhengi og færi fólki afruglaða mynd af heimsmálunum.Hamarinn Ég veit ekki hvort ég er endilega sammála öllu því sem Trump er að gera í Bandaríkjunum. Ég er ekki búinn að mynda mér endanlega skoðun á því. En ekki er ég til í að taka þátt í einhvers konar öfgafullu pólitísku rétttrúnaðarátaki sem hefur það að marki að niðurlægja og rýra persónur, hverjar sem þær eru hvaðan sem þær koma, á fölskum forsendum. Hvort sem þetta eru mistök hjá Trump eða ekki, þá er ég engan veginn tilbúinn að leggjast svo lágt að afskrifa manninn sem hálfvita. Hérlendis berja fréttamenn og alþingismenn þó óhikað dómarahamrinum í borðið á almannafæri og sýna þjóðkjörnum einstaklingum fullkomið virðingarleysi með því að kalla þá niðurlægjandi nöfnum og færa fram óstuddar fullyrðingar um þá. Umræðan hérlendis um Trump er oft á svo lágu plani að maður hreinlega skammast sín fyrir hönd þeirra sem láta toga sig niður á það. Það er eins og hér á landi sé markmiðið að ná almennri samstöðu um að Trump sé fífl. Þeir sem ekki eru sammála eru því miður oft litnir hornauga. Fyrir hönd allra þeirra sem kusu Trump vil ég vona að hann sé einfaldlega að reyna að standa við þau loforð sem hann gaf kjósendum sínum.Báturinn Mér var kennt á unga aldri að bera virðingu fyrir þjóðkjörnum embættum og fulltrúum þeirra. Mér var kennt að tilreikna fólki það besta, tala fallega um náungann og elska óvini mína. Þetta leiðarljós hefur oft forðað mér frá því að rasa um ráð fram þegar samskipti hafa steytt á skeri vegna misskilnings eða rangra skilaboða. Virðing og umburðarlyndi eru þá björgunarbátarnir sem stýra okkur aftur til stranda áður en allt sekkur í saltan sjó. Kannski gengur Trump of langt með þessari umdeildu tilskipun og er sjálfsagt að gagnrýna aðgerðir hans á faglegan hátt. Fjölmiðlar eiga að hjálpa mér að mynda mér skoðun á þessu máli með traustri og fordómalausri fréttamennsku - en gera það ekki. Þeir eiga að forðast eins og heitan eldinn að kynda undir fyrirlitningu á manneskjum með óábyrgri og meiðandi umfjöllun - hvort sem um er að ræða innflytjendur, múslima, útrásarvíkinga eða þjóðarleiðtoga.Skórinn Það getur verið að stórar fyrirsagnir og innantómar upphrópanir selji blöð en traust almennings á uppsprettu frétta mun smátt og smátt minnka í kjölfarið. Eins og máltækið segir, "Það er skammvinn skemmtun að pissa í skó sinn." Annars finnst mér fjölmiðlar okkar eyða allt of miklu púðri í í að pirrast út í Trump. Það væri réttast að reyta arfann í bakgarði okkar hér heima áður en við keyrum með litlu slátturvélina okkar yfir garð nágranna okkar í Vesturheimi. Ívar Halldórsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Fjölmiðlar eru að mínu mati margir hverjir að kynda undir fordóma í umfjöllun sinni um Trump. Ódýr æsifréttamennska selur kannski blöð en gefur okkur þó oft miður heilsteypta mynd af raunveruleikanum.Þversögnin Það getur vel verið að nýkjörinn forseti Bandaríkjanna taki nokkuð djúpt í árinni í nýlegum tilskipunum sínum, en þó er alveg ljóst að hann duldi aldrei ásetning sinn í innflytjendamálum er hann barðist fyrir kjöri. Hér á landi er fólk kannski ekki vant því að stjórnmálamenn standi við kosningaloforð sín og þá er kannski eðlilegt að sumir séu steinhissa á staðfestu stjórnmálamannsins umdeilda. Á meðan fólk segir að aðgerðir hans renni stoðum undir að hann sé ekki traustsins verður í embætti sínu er þó ekki hægt að neita því að hann er einmitt með tilskipun sinni að standa við orð sín. Það er því ákveðin þversögn í því að segja að honum sé ekki treystandi.Fordómarnir Nú eru þjóðirnar sjö sem inngöngubannið nær til oft titlaðar „múslimaþjóðir“ í umræðunni hérlendis, væntanlega til að telja fólki trú um að aðgerðir Trumps hljóti að byggja á kynþáttafordómum. Hneyksli selur jú blöð. Það má þó deila um hvort múslimum sé einhver greiði gerður með því að fjölmiðlar tengi kynþáttafordóma við varnir forsetans gegn hryðjuverkum. Það er alltaf auðvelt að nota "fordómakortið" þegar koma á höggi á einhvern og espa um leið upp mannskapinn - en það er engu að síður óvægin aðferðafræði og ódýr lausn. Ef að val Trumps á þjóðunum sjö er grundvallað á kynþáttafordómum, af hverju eru Saudi-Arabía og aðrar múslimaþjóðir ekki þá á listanum? Á maður nú að trúa því að meint andúð hans á múslimum sé svæðisbundin - einskonar póstnúmeratengdur pirringur eða lúaleg landskóða-leiðinilegheit?Færibandið „Bráður er sögusmiður“, segir málshátturinn, og má innihald hans hér til sanns vegar færa. Það er ýmislegt sem ekki stenst í fjölmörgum ásökunum í garð Trump sem þarf að setja í rétt samhengi þannig að heildarmyndin sé skýr. Ef fólk vill í raun og veru finna ómengaðan sannleikann og fá hlutlausa mynd af heimsmálunum er varhugavert að reiða sig á fyrirsagnir frétta. Í dag þarf að hafa mun meira fyrir sannleikanum en áður og nauðsynlegt að lesa á milli línanna. Fagmennskan skilar sér misvel á færibandi fréttamiðlanna.Keflið Þegar virða á fyrir sér umdeilda tilskipun Trumps er mikilvægt að kynna sér aðdraganda aðgerðanna. Í desember 2015 setti Obama takmarkað ferðabann á fólk sem heimsótt hafði Íran, Írak, Súdan og Sýrland. Tveimur mánuðum síðar bætti hann við Lýbíu, Sómalíu og Yemen á listann. Þetta gerði Obama til að sporna við vaxandi ógn erlendra hryðjuverkamanna. Ekki var æsingurinn mikill yfir þessu. Aðgerðir Trump byggja á grunni þeim sem Obama lagði. Trump hefur ákveðið að taka næsta skref. Hann bannar nú tímabundið, eða í 3 mánuði, innkomu ferðamanna frá þessum löndum og þurfa handhafar græna kortsins á meðan að gangast undir endurskoðun eftir að hafa heimsótt þessi lönd. Trump tók við kefli forvera síns og vill áfram verja landið gegn utanaðkomandi ógn eins og hann sagðist myndi gera í aðdraganda kosninganna. Það er því órökrétt að gefa í skyn að grundvöllur þessa tímabundna ferðabanns sé mótaður af múslimahatri. Tístið Þótt gagnrýnt sé að Trump fari óhefðbundnar leiðir í að koma skilaboðum sínum og áætlunum til samlanda sinna með því að nota t.d. Twitter, er þó í raun alveg eðlilegt að hann bregði á það ráð. Hann treystir réttilega ekki fjölmiðlum til að koma skilaboðum sínum ómenguðum til landsmanna. Hreinar og ómengaðar fréttir eru því miður eitthvað sem virðist tilheyra fortíðinni. Hann tístir frekar enn að tefla á tvær hættur með óáreiðanlega umfjöllun fjölmiðla. Fólk krefst þess að þjóðarleiðtogar eins og Trump sinni siðferðislegum skyldum sínum gagnvart fjölmenningunni af samviskusemi og láti heiðarleika ráða för. Samhliða slíkum kröfum er þá sjálfsagt að fara fram á að fjölmiðlar geri hið sama; setji fréttir í rétt samhengi og færi fólki afruglaða mynd af heimsmálunum.Hamarinn Ég veit ekki hvort ég er endilega sammála öllu því sem Trump er að gera í Bandaríkjunum. Ég er ekki búinn að mynda mér endanlega skoðun á því. En ekki er ég til í að taka þátt í einhvers konar öfgafullu pólitísku rétttrúnaðarátaki sem hefur það að marki að niðurlægja og rýra persónur, hverjar sem þær eru hvaðan sem þær koma, á fölskum forsendum. Hvort sem þetta eru mistök hjá Trump eða ekki, þá er ég engan veginn tilbúinn að leggjast svo lágt að afskrifa manninn sem hálfvita. Hérlendis berja fréttamenn og alþingismenn þó óhikað dómarahamrinum í borðið á almannafæri og sýna þjóðkjörnum einstaklingum fullkomið virðingarleysi með því að kalla þá niðurlægjandi nöfnum og færa fram óstuddar fullyrðingar um þá. Umræðan hérlendis um Trump er oft á svo lágu plani að maður hreinlega skammast sín fyrir hönd þeirra sem láta toga sig niður á það. Það er eins og hér á landi sé markmiðið að ná almennri samstöðu um að Trump sé fífl. Þeir sem ekki eru sammála eru því miður oft litnir hornauga. Fyrir hönd allra þeirra sem kusu Trump vil ég vona að hann sé einfaldlega að reyna að standa við þau loforð sem hann gaf kjósendum sínum.Báturinn Mér var kennt á unga aldri að bera virðingu fyrir þjóðkjörnum embættum og fulltrúum þeirra. Mér var kennt að tilreikna fólki það besta, tala fallega um náungann og elska óvini mína. Þetta leiðarljós hefur oft forðað mér frá því að rasa um ráð fram þegar samskipti hafa steytt á skeri vegna misskilnings eða rangra skilaboða. Virðing og umburðarlyndi eru þá björgunarbátarnir sem stýra okkur aftur til stranda áður en allt sekkur í saltan sjó. Kannski gengur Trump of langt með þessari umdeildu tilskipun og er sjálfsagt að gagnrýna aðgerðir hans á faglegan hátt. Fjölmiðlar eiga að hjálpa mér að mynda mér skoðun á þessu máli með traustri og fordómalausri fréttamennsku - en gera það ekki. Þeir eiga að forðast eins og heitan eldinn að kynda undir fyrirlitningu á manneskjum með óábyrgri og meiðandi umfjöllun - hvort sem um er að ræða innflytjendur, múslima, útrásarvíkinga eða þjóðarleiðtoga.Skórinn Það getur verið að stórar fyrirsagnir og innantómar upphrópanir selji blöð en traust almennings á uppsprettu frétta mun smátt og smátt minnka í kjölfarið. Eins og máltækið segir, "Það er skammvinn skemmtun að pissa í skó sinn." Annars finnst mér fjölmiðlar okkar eyða allt of miklu púðri í í að pirrast út í Trump. Það væri réttast að reyta arfann í bakgarði okkar hér heima áður en við keyrum með litlu slátturvélina okkar yfir garð nágranna okkar í Vesturheimi. Ívar Halldórsson
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun