Vistmenn á Kópavogshæli máttu þola ofbeldi og vanlíðan Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. febrúar 2017 16:29 Kópavogshæli Börn sem vistuð voru á fullorðinsdeildum Kópavogshælis á árunum 1952-1993 þurftu í verulegum mæli að þola líkamlegt og andlegt ofbeldi og vanrækslu af ýmsu tagi, að því marki að lífi þeirra og heilsu var stofnað í alvarlega hættu. Þetta kemur fram í niðurstöðum Vistheimilanefndar sem kynnti í dag skýrslu sína um Kópavogshæli. Vistheimilanefnd telur ljóst að börn sem vistuð voru á fullorðinsdeildum Kópavogshælis hafi í verulegum mæli þurft að sæta líkamlegu og andlegu ofbeldi meðan á vistun stóð. Nefndin telur þó ekki tilefni til að álykta, út frá þeim upplýsingum sem til eru, að vistmenn á heimilinu hafi verið beittir kynferðislegu ofbeldi - þrátt fyrir að innlendar sem erlendar rannsóknir bendi til að hætta sé á slíkum brotum á stofnunum eins og Kópavogshæli. „Börn sem vistuð voru á Efra-Seli og á barnadeildum Kópavogshælis hafa í einhverjum mæli þurft að sæta líkamlegu og andlegu ofbeldi meðan á vistun stóð. Að mati nefndarinnar liggja fyrir upplýsingar um kynferðislegt ofbeldi í afmörkuðum tilvikum en fyrirliggjandi gögn þykja ekki gefa nægilegt tilefni til að álykta um líkur á frekara ofbeldi af þessu tagi,“ segir í skýrslunni. „Þá telur nefndin að 23 börnin á Efra-Seli og á barnadeildunum hafi í verulegum mæli þurft að þola illa meðferð, það er líkamlega, tilfinningalega, vitsmunalega og félagslega vanrækslu, svo og vanrækslu varðandi umsjón og öryggi. Nefndin telur ljóst að líkamlegri og andlegri heilsu margra þessara barna hafi verið mikil hætta búin og neikvæðar líkamlegar, sálrænar eða félagslegar afleiðingar þessa verið varanlegar."Sjá einnig: Aðbúnaður á Kópavogshæli rannsakaðurVistheimilanefnd ákvað að rannsaka aðbúnað á Kópavogshæli árið 2012 í kjölfar þrýstings frá almenningi sem og samtökum, til að mynda Þroskahjálp. Nefndin telur að samspil ofbeldis og vanrækslu hafi vakið sérstaka athygli og ljóst sé að börn sem vistuð voru á fullorðinsdeildum þurft að þola ofbeldi af hendi vistmanna og orðið fyrir áverkum, í einhverjum tilvikum með varanlegar eða alvarlegar afleiðingar. „Er hér átt við hvernig skortur á fullnægjandi ytri aðstæðum, greiningu á vanda, lögbundnu uppeldi og umönnun og viðeigandi þjálfun hafi orsakað, haldið við og aukið neikvæða hegðun og erfiðleika vistfólks af ýmsu tagi. Ljóst þykir af sjúkraskrám og viðtölum að sú neikvæða hegðun vistfólks sem af þessu leiddi virðist oft hafa brotist út í átökum og að börn hafi vegna þessa í all verulegum mæli þurft að þola ofbeldi og orðið fyrir áverkum af hendi annars vistfólks,“ eins og það er orðað. Þá megi gera ráð fyrir að börn á Kópavogshæli hafi upplifað eða orðið vitni að margvíslegu ofbeldi og erfiðri hegðun fullorðins fólks og „óhætt að segja að aðstæður á deildunum hafi almennt verið til þess fallnar að vekja talsverðan ótta, kvíða og vanmátt.“ Að sama skapi er starfsfólk Kópavogshælis gagnrýnt í skýrslunni og sagt hafa oft brugðist við með óréttmætum hætti - „svo sem að oflyfja, loka inni, binda eða fjötra barn, til dæmis í koti eða spennitreyju. Lyfjagjöf, refsingum, innilokunum og fjötrunum af ýmsu tagi virðist einnig hafa verið beitt reglubundið til að gera fámennum hópi starfsfólks kleift að halda stjórn og reglu á deildum." Skýrsluna í heild sinni má nálgast hér. Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fleiri fréttir Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sjá meira
Börn sem vistuð voru á fullorðinsdeildum Kópavogshælis á árunum 1952-1993 þurftu í verulegum mæli að þola líkamlegt og andlegt ofbeldi og vanrækslu af ýmsu tagi, að því marki að lífi þeirra og heilsu var stofnað í alvarlega hættu. Þetta kemur fram í niðurstöðum Vistheimilanefndar sem kynnti í dag skýrslu sína um Kópavogshæli. Vistheimilanefnd telur ljóst að börn sem vistuð voru á fullorðinsdeildum Kópavogshælis hafi í verulegum mæli þurft að sæta líkamlegu og andlegu ofbeldi meðan á vistun stóð. Nefndin telur þó ekki tilefni til að álykta, út frá þeim upplýsingum sem til eru, að vistmenn á heimilinu hafi verið beittir kynferðislegu ofbeldi - þrátt fyrir að innlendar sem erlendar rannsóknir bendi til að hætta sé á slíkum brotum á stofnunum eins og Kópavogshæli. „Börn sem vistuð voru á Efra-Seli og á barnadeildum Kópavogshælis hafa í einhverjum mæli þurft að sæta líkamlegu og andlegu ofbeldi meðan á vistun stóð. Að mati nefndarinnar liggja fyrir upplýsingar um kynferðislegt ofbeldi í afmörkuðum tilvikum en fyrirliggjandi gögn þykja ekki gefa nægilegt tilefni til að álykta um líkur á frekara ofbeldi af þessu tagi,“ segir í skýrslunni. „Þá telur nefndin að 23 börnin á Efra-Seli og á barnadeildunum hafi í verulegum mæli þurft að þola illa meðferð, það er líkamlega, tilfinningalega, vitsmunalega og félagslega vanrækslu, svo og vanrækslu varðandi umsjón og öryggi. Nefndin telur ljóst að líkamlegri og andlegri heilsu margra þessara barna hafi verið mikil hætta búin og neikvæðar líkamlegar, sálrænar eða félagslegar afleiðingar þessa verið varanlegar."Sjá einnig: Aðbúnaður á Kópavogshæli rannsakaðurVistheimilanefnd ákvað að rannsaka aðbúnað á Kópavogshæli árið 2012 í kjölfar þrýstings frá almenningi sem og samtökum, til að mynda Þroskahjálp. Nefndin telur að samspil ofbeldis og vanrækslu hafi vakið sérstaka athygli og ljóst sé að börn sem vistuð voru á fullorðinsdeildum þurft að þola ofbeldi af hendi vistmanna og orðið fyrir áverkum, í einhverjum tilvikum með varanlegar eða alvarlegar afleiðingar. „Er hér átt við hvernig skortur á fullnægjandi ytri aðstæðum, greiningu á vanda, lögbundnu uppeldi og umönnun og viðeigandi þjálfun hafi orsakað, haldið við og aukið neikvæða hegðun og erfiðleika vistfólks af ýmsu tagi. Ljóst þykir af sjúkraskrám og viðtölum að sú neikvæða hegðun vistfólks sem af þessu leiddi virðist oft hafa brotist út í átökum og að börn hafi vegna þessa í all verulegum mæli þurft að þola ofbeldi og orðið fyrir áverkum af hendi annars vistfólks,“ eins og það er orðað. Þá megi gera ráð fyrir að börn á Kópavogshæli hafi upplifað eða orðið vitni að margvíslegu ofbeldi og erfiðri hegðun fullorðins fólks og „óhætt að segja að aðstæður á deildunum hafi almennt verið til þess fallnar að vekja talsverðan ótta, kvíða og vanmátt.“ Að sama skapi er starfsfólk Kópavogshælis gagnrýnt í skýrslunni og sagt hafa oft brugðist við með óréttmætum hætti - „svo sem að oflyfja, loka inni, binda eða fjötra barn, til dæmis í koti eða spennitreyju. Lyfjagjöf, refsingum, innilokunum og fjötrunum af ýmsu tagi virðist einnig hafa verið beitt reglubundið til að gera fámennum hópi starfsfólks kleift að halda stjórn og reglu á deildum." Skýrsluna í heild sinni má nálgast hér.
Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fleiri fréttir Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sjá meira