Erlent

Fiðlusnillingurinn Svend Asmussen látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Svend Asmussen til vinstri ásamt Alice Babs og Ulrik Neumann í tríóinu The Swe-Danmes árið 1961.
Svend Asmussen til vinstri ásamt Alice Babs og Ulrik Neumann í tríóinu The Swe-Danmes árið 1961. Wiki Commons
Danski djasstónlistarmaðurinn og fiðluleikarinn Svend Asmussen er látinn, 100 ára að aldri. Politiken greinir frá þessu.

Asmussen var talinn einn allra besti tónlistarmaður Danmerkur og lék á ferli sínum meðal annars með goðsögnum á borð við Duke Ellington, Fats Waller, Benny Goodman og Joséphine Baker.

Asmussen kom margoft fram á Íslandi, meðal annars með kvartett sínum árið 1993 þar sem hann lék á RúRek-hátíðinni.

Þá kom hann einnig fram á Djasshátíð Egilsstaða árið 1997 og á Akureyri og í Bolungarvík árið 1998.

Að neðan má sjá Asmussen í tríóinu The Swe-Danes árið 1958.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×