Á þriðja hundrað ferðamenn slösuðust í umferðinni Jón Hákon Halldórsson skrifar 7. febrúar 2017 06:30 Þessi bíll fór út af Reykjanesbraut, valt og endaði á toppnum. vísir/heiða Meira en 220 erlendir ferðamenn slösuðust í umferðinni á Íslandi árið 2016. Þetta sýna nýjar tölur Samgöngustofu sem kynntar verða á morgunverðarfundi Samtaka ferðaþjónustunnar og Samtaka fjármálafyrirtækja um umferðaröryggi sem fram fer á Hilton Reykjavík Nordica í dag.Á árinu 2014 slösuðust 123 en árið eftir var fjöldinn kominn í 213. Á liðnu ári slösuðust svo 223 erlendir ferðamenn og þar af létust tveir hinna slösuðu. Fjöldi slasaðra ferðamanna það árið er 15,7 prósent af heildarfjölda slasaðra það árið. Aukningin árið 2015 var hlutfallslega mun meiri en sem nemur fjölgun ferðamanna á Íslandi en aukningin 2016 var hlutfallslega minni. Gunnar Geir Gunnarsson, deildarstjóri öryggis og fræðsludeildar hjá Samgöngustofu, segist ekki vera með skýringar á þessari þróun en bendir á að slysum hafi fjölgað mikið yfir vetrartímann árið 2015. Aðstæður í umferðinni yfir vetrartímann séu mun erfiðari en á sumrin. „Margir sem koma á sumrin lenda í aðstæðum sem þeir þekkja ekki, þröngum vegum og lausamöl. En á veturna er þetta oft enn þá meira framandi,“ segir hann. Þegar rýnt er í upplýsingar um ástæður slysa má sjá sjá að 73 prósent erlendra ferðamanna sem lenda í slysum keyra út af eða velta bílnum. Aðrir sem slasast keyra út af eða velta bílnum í einungis 23 prósentum tilvika. „Ástæðan fyrir þessu er sú að erlendir ferðamenn eru nánast bara að keyra í dreifbýli á meðan Íslendingar aka nánast bara í þéttbýli. Útafakstur og bílveltur eru mjög dæmigerð dreifbýlisslys,“ segir Gunnar Geir. Hann segir þessa niðurstöðu sýna að ýmislegt megi bæta við vegakerfið til þess að bæta umferðaröryggi. Til dæmis séu vegrið ekki nógu víða. „Þetta er auðvitað eitt af því sem þarf að laga og að umhverfi veganna sé þannig að það liggi ekki dauðarefsing við því að aka út af, eins og sums staðar er,“ segir Gunnar Geir. Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hefur til skoðunar hvort mögulegt sé að leggja gjald á notkun nagladekkja. Gunnar Geir segir umræðuna um nagladekk vera flókna. „Slysin á erlendum ferðamönnum eru 95 prósent í dreifbýli enda fer akstur þeirra langmest fram í dreifbýli. Af 223 slösuðum útlendingum voru 11 sem slösuðust í þéttbýli. Það setur þetta í samhengi og það er alveg glórulaust ef bílaleigum yrði bannað að hafa nagladekk undir bílum sínum. Umræðan um nagladekk í borginni er síðan allt annars eðlis. Það þarf að passa að setja þetta ekki allt saman undir sama hatt,“ segir hann. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Meira en 220 erlendir ferðamenn slösuðust í umferðinni á Íslandi árið 2016. Þetta sýna nýjar tölur Samgöngustofu sem kynntar verða á morgunverðarfundi Samtaka ferðaþjónustunnar og Samtaka fjármálafyrirtækja um umferðaröryggi sem fram fer á Hilton Reykjavík Nordica í dag.Á árinu 2014 slösuðust 123 en árið eftir var fjöldinn kominn í 213. Á liðnu ári slösuðust svo 223 erlendir ferðamenn og þar af létust tveir hinna slösuðu. Fjöldi slasaðra ferðamanna það árið er 15,7 prósent af heildarfjölda slasaðra það árið. Aukningin árið 2015 var hlutfallslega mun meiri en sem nemur fjölgun ferðamanna á Íslandi en aukningin 2016 var hlutfallslega minni. Gunnar Geir Gunnarsson, deildarstjóri öryggis og fræðsludeildar hjá Samgöngustofu, segist ekki vera með skýringar á þessari þróun en bendir á að slysum hafi fjölgað mikið yfir vetrartímann árið 2015. Aðstæður í umferðinni yfir vetrartímann séu mun erfiðari en á sumrin. „Margir sem koma á sumrin lenda í aðstæðum sem þeir þekkja ekki, þröngum vegum og lausamöl. En á veturna er þetta oft enn þá meira framandi,“ segir hann. Þegar rýnt er í upplýsingar um ástæður slysa má sjá sjá að 73 prósent erlendra ferðamanna sem lenda í slysum keyra út af eða velta bílnum. Aðrir sem slasast keyra út af eða velta bílnum í einungis 23 prósentum tilvika. „Ástæðan fyrir þessu er sú að erlendir ferðamenn eru nánast bara að keyra í dreifbýli á meðan Íslendingar aka nánast bara í þéttbýli. Útafakstur og bílveltur eru mjög dæmigerð dreifbýlisslys,“ segir Gunnar Geir. Hann segir þessa niðurstöðu sýna að ýmislegt megi bæta við vegakerfið til þess að bæta umferðaröryggi. Til dæmis séu vegrið ekki nógu víða. „Þetta er auðvitað eitt af því sem þarf að laga og að umhverfi veganna sé þannig að það liggi ekki dauðarefsing við því að aka út af, eins og sums staðar er,“ segir Gunnar Geir. Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hefur til skoðunar hvort mögulegt sé að leggja gjald á notkun nagladekkja. Gunnar Geir segir umræðuna um nagladekk vera flókna. „Slysin á erlendum ferðamönnum eru 95 prósent í dreifbýli enda fer akstur þeirra langmest fram í dreifbýli. Af 223 slösuðum útlendingum voru 11 sem slösuðust í þéttbýli. Það setur þetta í samhengi og það er alveg glórulaust ef bílaleigum yrði bannað að hafa nagladekk undir bílum sínum. Umræðan um nagladekk í borginni er síðan allt annars eðlis. Það þarf að passa að setja þetta ekki allt saman undir sama hatt,“ segir hann. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira