Enski boltinn

Lovren segir frá stríðshrjáðri æsku í nýrri heimildarmynd

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Skjáskot
Dejan Lovren, varnarmaður Liverpool, kemur fram í nýrri heimildarmynd sem var framleidd af sjónvarpsstöð félagsins um æsku hans sem var mörkuð af stríðinu á Balkansskaganum frá 1992 til 1995.

Lovren fæddist í litlum bæ í Bosníu, Kraljeva Sutjeska, en fjölskylda hans neyddist til að flýja heimilið eftir að stríðið braust út.

Þau flúðu til Þýskalands árið 1992 og bjuggu þar í sjö ár, þar til að þeim var gert að flytja til Kraótíu þar sem fjölskyldan hóf nýtt líf.

Stiklu úr heimildamyndinni má sjá hér en myndin verður frumsýnd á miðvikudagskvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×