Örnólfur Thorlacius er látinn atli ísleifsson skrifar 6. febrúar 2017 13:53 Örnólfur Thorlacius. Vísir/gva Örnólfur Thorlacius, fyrrverandi rektor Menntaskólans við Hamrahlíð, lést í gærkvöldi, 85 ára að aldri. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá aðstandendum. „Örnólfur fæddist 9. september 1931. Foreldrar hans voru Sigurður Thorlacius skólastjóri og Áslaug Kristjánsdóttir Thorlacius ritari. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1951 og námi í lífræði, efnafræði og dýrafræði frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð. Örnólfur kenndi við MR 1960 til 1967 og við MH 1967 til 1980 og var rektor MH 1980 til 1995. Örnólfur frumsamdi margar bækur, einkum kennslubækur og þýddi fjölmargar bækur af ýmsum toga og birti greinar í tímaritum. Þekktastur er Örnólfur fyrir alþýðufræðslu sína, m.a. vinsæla þætti í útvarpi og sjónvarpi og þá sérstaklega sjónvarpsþáttinn Nýjasta tækni og vísindi sem var á dagskrá RUV í mörg ár. Finna má á vísindavef Háskóla Íslands mörg svör hans af ýmsum toga. Þrátt fyrir erfið veikindi tókst Örnólfi að ljúka Flugsögunni, sem kom út nú fyrir jólin og einnig er tilbúið handrit að dýrafræði sem hann hafði lengi unnið að og er stefnt að því að þetta merkilega verk verði gefið út á næstunni. Hann hlaut margar viðurkenningar fyrir brautryðjendastarf og frumleika við miðlun vísinda. Örnólfsbók var gefin út honum til heiðurs á 75 ára afmæli hans, en í henni eru m.a. fjölmargar ritgerðir eftir hann. Örnólfur var kvæntur Guðnýju Ellu Sigurðardóttur sérkennara sem lést fyrir aldur fram 1983. Þau eignuðust fjóra syni Sigurð, Arngrím, Birgi og Lárus. Síðar var sambýliskona hans Rannveig Tryggvadóttir þýðandi. Hún lést 2015,“ segir í tilkynningunni. Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Innlent Fleiri fréttir Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Sjá meira
Örnólfur Thorlacius, fyrrverandi rektor Menntaskólans við Hamrahlíð, lést í gærkvöldi, 85 ára að aldri. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá aðstandendum. „Örnólfur fæddist 9. september 1931. Foreldrar hans voru Sigurður Thorlacius skólastjóri og Áslaug Kristjánsdóttir Thorlacius ritari. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1951 og námi í lífræði, efnafræði og dýrafræði frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð. Örnólfur kenndi við MR 1960 til 1967 og við MH 1967 til 1980 og var rektor MH 1980 til 1995. Örnólfur frumsamdi margar bækur, einkum kennslubækur og þýddi fjölmargar bækur af ýmsum toga og birti greinar í tímaritum. Þekktastur er Örnólfur fyrir alþýðufræðslu sína, m.a. vinsæla þætti í útvarpi og sjónvarpi og þá sérstaklega sjónvarpsþáttinn Nýjasta tækni og vísindi sem var á dagskrá RUV í mörg ár. Finna má á vísindavef Háskóla Íslands mörg svör hans af ýmsum toga. Þrátt fyrir erfið veikindi tókst Örnólfi að ljúka Flugsögunni, sem kom út nú fyrir jólin og einnig er tilbúið handrit að dýrafræði sem hann hafði lengi unnið að og er stefnt að því að þetta merkilega verk verði gefið út á næstunni. Hann hlaut margar viðurkenningar fyrir brautryðjendastarf og frumleika við miðlun vísinda. Örnólfsbók var gefin út honum til heiðurs á 75 ára afmæli hans, en í henni eru m.a. fjölmargar ritgerðir eftir hann. Örnólfur var kvæntur Guðnýju Ellu Sigurðardóttur sérkennara sem lést fyrir aldur fram 1983. Þau eignuðust fjóra syni Sigurð, Arngrím, Birgi og Lárus. Síðar var sambýliskona hans Rannveig Tryggvadóttir þýðandi. Hún lést 2015,“ segir í tilkynningunni.
Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Innlent Fleiri fréttir Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Sjá meira