Bjóða 95 prósent fasteignalán: „Vonandi fyrsta skrefið í átt að því sem koma skal“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. febrúar 2017 12:10 Mikil uppbygging er á döfinni á Kársnesi í Kópavogi. Vísir/Vilhelm Talsmaður byggingarfélagsins Þaks, sem hóf á dögunum að bjóða 95% fasteignalán, segir fleiri félög hafa í hyggju að bjóða viðskiptavinum sínum upp á svipað lánshlutfall. Það sé vonandi fyrsta skrefið í átt að því sem koma skal enda sé markaðurinn erfiður ungu fólki. Félagið hefur ekki áhyggjur af því að lántakar sem þurfi að reiða sig á svo hátt lánshlutfall sé borgunarfólk, það borgi nú þegar meira í leigu. Byggingarfélagið Þak hóf á dögunum sölu á tíu íbúðum á Kársnesbraut í Kópavogi. Íbúðirnar eru 29 til 47 fermetrar að stærð og söluverð þeirra á bilinu 15,9 til 23,9 milljónir króna sem fólki býðst að fjármagna með allt að 95% láni. Því þurfa kaupendur einungis að reiða fram um 5 prósent kaupverðsins. Útborgun fyrir minnstu íbúðirnar er 795 þúsund og afborgun á mánuði um 90 þúsund krónur fyrstu 7 árin. Að þeim tíma liðnum er gert ráð fyrir að greiðslubyrðin komi til með að lækka í um 50 þúsund krónur á mánuði. Fyrir stærri íbúðirnar sé útborgunin um 1150 þúsund krónur og um 140 þúsund krónur á mánuði fyrstu 7 árin, 80 þúsund eftir það. Sverrir Einar Eiríksson hjá Byggingarfélaginu Þaki segir fólk geta valið hvort um verðtryggt eða óverðtryggt lán sé að ræða en gengið sé út frá því að tekið sé 80% verðtryggt bankalán og það sem upp á vantar, 15%, sé óverðtryggt. Seljendalánið er til allt að sjö ára og ber 9,8% vexti. Sverrir Einar EiríkssonVísir/Anton BrinkRæður við þetta ef það ræður við leigu Sverrir segir félagið ekki óttast að fólk sem þarf að reiða sig á svo hátt lánshlutfall sé ekki borgunarfólk fyrir greiðslunum. „Ef fólk getur borgað leigu í dag þá getur það borgað þetta,“ segir Sverrir. Hann tekur sem dæmi að - „ef þú ert að leigja einhvers staðar er ekki óvenjulegt að þú þurfir að borga 200 þúsund krónur á mánuði og jafnvel þrjá mánuði, 600 þúsund, í tryggingu.“ Það sé umtalsvert minna en reiknað er með í dæmunum hér að ofan. Ef allt fari á versta veg yrði félagið bara að leysa til sín íbúðirnar aftur- „en við værum ekki að bjóða upp á þetta ef við hefðum ekki fulla trú á því að fasteignarverð muni hækka,“ bætir Sverrir við. Í nýrri skýrslu greiningardeildar Arion banka er til að mynda gert ráð fyrir að húsnæðisverð muni hækka um 30% fram til ársloka 2019. Sverrir segir marga fulltrúa byggingafyrirtækja hafa hringt í hann að undanförnu sem segjast hafa í hyggju að koma upp sams konar kerfi. „Þannig að vonandi er þetta fyrsta skrefið í átt að því sem koma skal. Það er svo hryllilega erfitt fyrir ungt fólk að komast inn á markaðinn og það er sárgrætilegt að vera fastur í leigu einhvers staðar. Geta þannig ekki með nokkru móti losnað án þess að slengja út hönd og fót til þess að kaupa sér eign. Þetta er ekki skemmtilegt," segir Sverrir sem segir fyrirtækið ætla að halda ótrautt áfram ef vel gengur og byggja fleiri íbúðir á þessum kjörum. Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
Talsmaður byggingarfélagsins Þaks, sem hóf á dögunum að bjóða 95% fasteignalán, segir fleiri félög hafa í hyggju að bjóða viðskiptavinum sínum upp á svipað lánshlutfall. Það sé vonandi fyrsta skrefið í átt að því sem koma skal enda sé markaðurinn erfiður ungu fólki. Félagið hefur ekki áhyggjur af því að lántakar sem þurfi að reiða sig á svo hátt lánshlutfall sé borgunarfólk, það borgi nú þegar meira í leigu. Byggingarfélagið Þak hóf á dögunum sölu á tíu íbúðum á Kársnesbraut í Kópavogi. Íbúðirnar eru 29 til 47 fermetrar að stærð og söluverð þeirra á bilinu 15,9 til 23,9 milljónir króna sem fólki býðst að fjármagna með allt að 95% láni. Því þurfa kaupendur einungis að reiða fram um 5 prósent kaupverðsins. Útborgun fyrir minnstu íbúðirnar er 795 þúsund og afborgun á mánuði um 90 þúsund krónur fyrstu 7 árin. Að þeim tíma liðnum er gert ráð fyrir að greiðslubyrðin komi til með að lækka í um 50 þúsund krónur á mánuði. Fyrir stærri íbúðirnar sé útborgunin um 1150 þúsund krónur og um 140 þúsund krónur á mánuði fyrstu 7 árin, 80 þúsund eftir það. Sverrir Einar Eiríksson hjá Byggingarfélaginu Þaki segir fólk geta valið hvort um verðtryggt eða óverðtryggt lán sé að ræða en gengið sé út frá því að tekið sé 80% verðtryggt bankalán og það sem upp á vantar, 15%, sé óverðtryggt. Seljendalánið er til allt að sjö ára og ber 9,8% vexti. Sverrir Einar EiríkssonVísir/Anton BrinkRæður við þetta ef það ræður við leigu Sverrir segir félagið ekki óttast að fólk sem þarf að reiða sig á svo hátt lánshlutfall sé ekki borgunarfólk fyrir greiðslunum. „Ef fólk getur borgað leigu í dag þá getur það borgað þetta,“ segir Sverrir. Hann tekur sem dæmi að - „ef þú ert að leigja einhvers staðar er ekki óvenjulegt að þú þurfir að borga 200 þúsund krónur á mánuði og jafnvel þrjá mánuði, 600 þúsund, í tryggingu.“ Það sé umtalsvert minna en reiknað er með í dæmunum hér að ofan. Ef allt fari á versta veg yrði félagið bara að leysa til sín íbúðirnar aftur- „en við værum ekki að bjóða upp á þetta ef við hefðum ekki fulla trú á því að fasteignarverð muni hækka,“ bætir Sverrir við. Í nýrri skýrslu greiningardeildar Arion banka er til að mynda gert ráð fyrir að húsnæðisverð muni hækka um 30% fram til ársloka 2019. Sverrir segir marga fulltrúa byggingafyrirtækja hafa hringt í hann að undanförnu sem segjast hafa í hyggju að koma upp sams konar kerfi. „Þannig að vonandi er þetta fyrsta skrefið í átt að því sem koma skal. Það er svo hryllilega erfitt fyrir ungt fólk að komast inn á markaðinn og það er sárgrætilegt að vera fastur í leigu einhvers staðar. Geta þannig ekki með nokkru móti losnað án þess að slengja út hönd og fót til þess að kaupa sér eign. Þetta er ekki skemmtilegt," segir Sverrir sem segir fyrirtækið ætla að halda ótrautt áfram ef vel gengur og byggja fleiri íbúðir á þessum kjörum.
Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira