NFL: Eins sögulegt og það getur orðið þegar Brady vann sinn fimmta Super Bowl í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2017 03:41 Tom Brady fagnar með bikarinn í nótt. Vísir/AP Tom Brady leiddi sögulega endurkomu New England Patriots í nótt þegar liðið tryggði sér NFL-titilinn með 34-28 sigri á Atlanta Falcons í Super Bowl í Houston. Aldrei hefur lið kom til baka eftir að hafa lent svona mikið undir og í fyrsta sinn réðust úrslitin í Super Bowl í framlengingu. Patriots-liðið var 28-3 undir þegar lítið var eftir af þriðja leikhlutanum en liðið skoraði 25 síðustu stig venjulegs leiktíma og tryggði sér síðan sigurinn með því að skora snertimark í framlengingunni. Gamla metið yfir mestu endurkomuna voru tíu stig þannig að New England Patriots bætti það um fimmtán stig sem er segir margt um hvernig leikur þetta var. Tom Brady byrjaði tímabilið í banni en endar nú sem meistari í fimmta sinn. Hefndarför hans endaði í nótt á sögulegan hátt eftir leik sem menn munu tala lengi um. Tom Brady bætti flest met þegar kom að frammistöðu leikstjórnanda en hann sýndi snilli sína í seinni hálfleik þegar allir voru búnir að afskrifa hann. Brady endaði með 43 heppnaðar sendingar, 466 jarda og tvær snertimarkssendingar. Hann var kosinn besti maður leiksins og er það í fjórða sinn sem hann fær þau verðlaun. James White tryggði hinsvegar sigurinn með síðasta snertimarki leiksins sem var hans þriðja í leiknum en White átti magnaðan leik eins og Brady. Þetta er í fimmta sinn sem Tom Brady verður NFL-meistari en hann er fyrstur til að vinna fimm Super Bowl leiki. Sú staðreynd og hvernig hann landaði þessum sigri í nótt gulltryggir hann væntanlega sem besta leikmann allra tíma. „Að lenda 28-3 undir. Við munum aldrei gleyma þessu kvöldi. Þegar þú ert kominn 25 stigum undir þá er erfitt að sjá fyrir sér að þú sért að fara vinna leikinn,“ sagði Tom Brady eftir leikinn. Úrslitin eru grátleg fyrir leikmenn Atlanta Falcons sem spiluðu frábærlega í vörn sem sókn þar til að leikur liðsins hrundi í lokaleikhlutanum. Patriots vann fjórða leikhlutann 19-0 og skoraði síðan strax í framlengingunni. Tom Brady.Vísir/AP Eftir stigalausan fyrsta leikhluta og vandræði hjá báðum sóknum liðanna skiluðu tvær leiftursóknir Atlanta Falcons liðinu 14-0 forystu í upphafi annars leikhluta. Matt Ryan komst þar á flug og Fálkarnir skoruðu tvö snertimörk með þriggja og hálfrar mínútu millibili. Fyrst hljóp Devonta Freeman í markið og svo skoraði inherjinn Austin Hooper eftir sendingu frá Matt Ryan. Fyrra snertimarkið kom eftir tapaðan bolta hjá hlaupara New England Patriots, LeGarrette Blount, og Atlanta Falcons refsaði grimmilega fyrir það. Tom Brady og þjálfarinn Bill Belichick fagna sigri í leikslok.Vísir/AP Það bjuggust allir við svari frá Tom Brady og félögum en vont átti eftir að versna. Sóknin hjá Brady og Patriots hökkti áfram á vítum varnarmanna Atlanta Falcons en svo kom það ótrúlega. Brady kastaði boltanum frá sér, Robert Alford stal sendingunni og hljóp alla leið, 82 jarda alls, og skoraði snertimark. Brady hafði ekki aðeins fengið að finna fyrir því frá varnarmönnum Falcons í sókninni heldur hafði hann kastað boltanum frá sér og gefið Atlanta-vörninni tækifærið á að koma sínu liði í 21-0. New England fór þó ekki stigalaust til hálfleiks því sparkarinn Stephen Gostkowski náði að skora vallarmark og minnka muninn í 21-3 tveimur sekúndum fyrir hálfeik. Útlitið var enn verra í upphafi seinni hálfleiks þegar Tevin Coleman skoraði snertimark eftir sendingu frá Matt Ryan og kom liðinu í 28-3. Það var þó enn mikið eftir af leiknum og Fálkarnir reyndu að nýta öll tækifæri til að éta af klukkunni. Tom Brady og félagar vory ekki hætti og langt frá því. James White fagnar eftir að hann skoraði sigursnertimarkið.Vísir/AP New England Patriots náði að minnka muninn í 28-20 með tveimur snertimörkum frá James White og Danny Amendola, vallarmarki Gostkowski og sniðugu tveggja stiga kerfi. Lykilatriði var samt þegar varnarmenn Patroits náðu að taka boltann af Matt Ryan í fjórða leikhlutanum. Patriots-menn voru ekki hættir og nú var Patriots-vörnin líka komin í lag. Tom Brady fann aftur taktinn og stór stund var þegar Julian Edelman náði að grípa boltann á ótrúlegan hátt. Edelman hélt sókninni þar með á lífi og hún endaði með að James White skoraði snertimark, hans annað snertimark í leiknum. Patroits jafnaði síðan leikinn í 28-28 þegar skoraði Danny Amendola skoraði úr tveggja stiga sókn eftir snertimarkið. Atlanta náði ekki að svara og því varð framlengt í fyrsta sinn í sögu Super Bowl. New England Patriots vann hlutkestið og brunaði fram og skoraði sigursnertimarkið án mikillar mótspyrnu frá liðsmönnum Atlanta Falcons. IT'S OVER! IT'S OVER!JAMES WHITE WINS IT FOR THE @PATRIOTS!WHAT A GAME! #SB51 #PATRIOTS https://t.co/nZzQJGWRmC— NFL (@NFL) February 6, 2017 Hér fyrir neðan má sjá myndir af því þegar Julian Edelman náði að grípa boltann á ótrúlegan hátt og halda lífi í sókn New England Patriots á úrslitastundu í leiknum. Það verður talað um þetta kerfi og þetta grip hans um ókomna tíð. Vísir/AP Vísir/AP Vísir/AP NFL Ofurskálin Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira
Tom Brady leiddi sögulega endurkomu New England Patriots í nótt þegar liðið tryggði sér NFL-titilinn með 34-28 sigri á Atlanta Falcons í Super Bowl í Houston. Aldrei hefur lið kom til baka eftir að hafa lent svona mikið undir og í fyrsta sinn réðust úrslitin í Super Bowl í framlengingu. Patriots-liðið var 28-3 undir þegar lítið var eftir af þriðja leikhlutanum en liðið skoraði 25 síðustu stig venjulegs leiktíma og tryggði sér síðan sigurinn með því að skora snertimark í framlengingunni. Gamla metið yfir mestu endurkomuna voru tíu stig þannig að New England Patriots bætti það um fimmtán stig sem er segir margt um hvernig leikur þetta var. Tom Brady byrjaði tímabilið í banni en endar nú sem meistari í fimmta sinn. Hefndarför hans endaði í nótt á sögulegan hátt eftir leik sem menn munu tala lengi um. Tom Brady bætti flest met þegar kom að frammistöðu leikstjórnanda en hann sýndi snilli sína í seinni hálfleik þegar allir voru búnir að afskrifa hann. Brady endaði með 43 heppnaðar sendingar, 466 jarda og tvær snertimarkssendingar. Hann var kosinn besti maður leiksins og er það í fjórða sinn sem hann fær þau verðlaun. James White tryggði hinsvegar sigurinn með síðasta snertimarki leiksins sem var hans þriðja í leiknum en White átti magnaðan leik eins og Brady. Þetta er í fimmta sinn sem Tom Brady verður NFL-meistari en hann er fyrstur til að vinna fimm Super Bowl leiki. Sú staðreynd og hvernig hann landaði þessum sigri í nótt gulltryggir hann væntanlega sem besta leikmann allra tíma. „Að lenda 28-3 undir. Við munum aldrei gleyma þessu kvöldi. Þegar þú ert kominn 25 stigum undir þá er erfitt að sjá fyrir sér að þú sért að fara vinna leikinn,“ sagði Tom Brady eftir leikinn. Úrslitin eru grátleg fyrir leikmenn Atlanta Falcons sem spiluðu frábærlega í vörn sem sókn þar til að leikur liðsins hrundi í lokaleikhlutanum. Patriots vann fjórða leikhlutann 19-0 og skoraði síðan strax í framlengingunni. Tom Brady.Vísir/AP Eftir stigalausan fyrsta leikhluta og vandræði hjá báðum sóknum liðanna skiluðu tvær leiftursóknir Atlanta Falcons liðinu 14-0 forystu í upphafi annars leikhluta. Matt Ryan komst þar á flug og Fálkarnir skoruðu tvö snertimörk með þriggja og hálfrar mínútu millibili. Fyrst hljóp Devonta Freeman í markið og svo skoraði inherjinn Austin Hooper eftir sendingu frá Matt Ryan. Fyrra snertimarkið kom eftir tapaðan bolta hjá hlaupara New England Patriots, LeGarrette Blount, og Atlanta Falcons refsaði grimmilega fyrir það. Tom Brady og þjálfarinn Bill Belichick fagna sigri í leikslok.Vísir/AP Það bjuggust allir við svari frá Tom Brady og félögum en vont átti eftir að versna. Sóknin hjá Brady og Patriots hökkti áfram á vítum varnarmanna Atlanta Falcons en svo kom það ótrúlega. Brady kastaði boltanum frá sér, Robert Alford stal sendingunni og hljóp alla leið, 82 jarda alls, og skoraði snertimark. Brady hafði ekki aðeins fengið að finna fyrir því frá varnarmönnum Falcons í sókninni heldur hafði hann kastað boltanum frá sér og gefið Atlanta-vörninni tækifærið á að koma sínu liði í 21-0. New England fór þó ekki stigalaust til hálfleiks því sparkarinn Stephen Gostkowski náði að skora vallarmark og minnka muninn í 21-3 tveimur sekúndum fyrir hálfeik. Útlitið var enn verra í upphafi seinni hálfleiks þegar Tevin Coleman skoraði snertimark eftir sendingu frá Matt Ryan og kom liðinu í 28-3. Það var þó enn mikið eftir af leiknum og Fálkarnir reyndu að nýta öll tækifæri til að éta af klukkunni. Tom Brady og félagar vory ekki hætti og langt frá því. James White fagnar eftir að hann skoraði sigursnertimarkið.Vísir/AP New England Patriots náði að minnka muninn í 28-20 með tveimur snertimörkum frá James White og Danny Amendola, vallarmarki Gostkowski og sniðugu tveggja stiga kerfi. Lykilatriði var samt þegar varnarmenn Patroits náðu að taka boltann af Matt Ryan í fjórða leikhlutanum. Patriots-menn voru ekki hættir og nú var Patriots-vörnin líka komin í lag. Tom Brady fann aftur taktinn og stór stund var þegar Julian Edelman náði að grípa boltann á ótrúlegan hátt. Edelman hélt sókninni þar með á lífi og hún endaði með að James White skoraði snertimark, hans annað snertimark í leiknum. Patroits jafnaði síðan leikinn í 28-28 þegar skoraði Danny Amendola skoraði úr tveggja stiga sókn eftir snertimarkið. Atlanta náði ekki að svara og því varð framlengt í fyrsta sinn í sögu Super Bowl. New England Patriots vann hlutkestið og brunaði fram og skoraði sigursnertimarkið án mikillar mótspyrnu frá liðsmönnum Atlanta Falcons. IT'S OVER! IT'S OVER!JAMES WHITE WINS IT FOR THE @PATRIOTS!WHAT A GAME! #SB51 #PATRIOTS https://t.co/nZzQJGWRmC— NFL (@NFL) February 6, 2017 Hér fyrir neðan má sjá myndir af því þegar Julian Edelman náði að grípa boltann á ótrúlegan hátt og halda lífi í sókn New England Patriots á úrslitastundu í leiknum. Það verður talað um þetta kerfi og þetta grip hans um ókomna tíð. Vísir/AP Vísir/AP Vísir/AP
NFL Ofurskálin Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira