Fangar Guðmundur Andri Thorsson skrifar 6. febrúar 2017 08:00 Í gærkvöldi var síðasti þátturinn sýndur af Föngum á RÚV. Þegar þetta er skrifað veit maður ekki hvernig þetta allt saman endaði – vonandi vel. Forðum var það einkum á Stöð tvö sem slíkar íslenskar framhaldsseríur gengu – með heiðarlegum undantekningum auðvitað – en þau hjá RÚV hafa nú rekið af sér slyðruorðið. Það jafnast fátt á við að horfa á gott íslenskt leikið sjónvarpsefni á sunnudagskvöldi – nema náttúrlega góð bók.Of eða vanGallar? Ætli það ekki? Persónan sem Unnur Ösp leikur kannski gerð að fullmiklum einfeldningi. Og við myndum alveg átta okkur á því hvílíkur labbakútur lögmaðurinn er sem Gísli Örn leikur, þó að hann væri ekki japlandi á tyggjói í réttarsalnum. Systirin sem Halldóra Geirharðsdóttir leikur þyrfti kannski ekki að vera alveg svona hörð og köld – stundum hefur einmitt orðið á vegi manns fólk sem er mjög kaldlynt og brosmilt í senn og hefur sitt fram með köldu brosi og alúðlegu viðmóti. Og svona: maður sér sums staðar að ýmsum þykir hin sterka samþætting valda og kynferðismisnotkunar jaðra við klisjugerð – þó að auðvelt sé að svara því til að svona sé þetta nú einu sinni í okkar samfélagi. Við erum tiltölulega nýfarin að horfast í augu við þessa meinsemd, sem nær svo djúpt og er enn svo umlukin skömm og þagnarhjúp. Svo er eflaust hægt að finna eitthvað að plottinu og innri rökvísi þar – til þess þarf plottvísara fólk en mig. Þetta er sem sé skrifað á sunnudegi og enn vitum við ekki hvernig greiðist úr málum; maður verður bara að vona að ódámurinn hljóti makleg málagjöld en stúlkunum verði hjálpað til að komast á farsælli brautir í lífinu. Því að hvað sem líður því sem kann að vera of eða van í þáttunum þá skiptir það ekki máli hjá hinu, að áhöfninni á bak við þessa þætti hefur tekist að búa til mannlíf handa okkur að fylgjast með og lifa okkur inn í – og spegla okkur í. Þeim hefur lánast að smíða atburðarás sem hreyfir við okkur þannig að okkur langar að vita hvernig endirinn verður (varð). Og það sem er auðvitað mest um vert: Þeim hefur auðnast að skapa sterkar og sérstæðar persónur sem allar eru staddar í sínum eigin örlögum, allar lúta sínum sérstöku lögmálum, allar eru sérstakir persónuleikar en ekki dúkkulísur. „Of stórt“Maður man ekki eftir því að hafa séð jafngóðan leik í íslensku leiknu sjónvarpsefni. Einu sinni var mikið talað um að leikurum úr stóru leikhúsunum hætti til að leika „of stórt“ þegar þeir léku í sjónvarpi. Væru alltof mikið að baða út höndunum og þruma ræður sínar eins og öllu varðaði að í þeim heyrðist á fjórtánda bekk. Sjálfur tók ég aldrei eftir þessu meinta vandamáli en þessi umræða varð hins vegar til þess að leikarar tóku að skrúfa niður í orku sinni og persónutöfrum þannig að þeir hættu næstum að sjást og maður hætti alveg að heyra orðaskil í íslensku leiknu efni; fólk muldraði í bringu sér og gætti þess vandlega að setja engan hljóm í röddina – því að yrði of „stórt“ – og þannig roluðust leikararnir um rotinpúrulegir og svipbrigðalausir og óskiljanlegir í nokkur ár. Það er nú aldeilis öðru nær með þær stórkostlegu leikkonur sem eru í Föngum, í hverri magnaðri senunni á fætur annarri. Karlarnir leika allir stórvel en þetta er samt sería þar sem leikkonurnar glansa. Persónan sem Unnur Ösp leikur kann að vera gerð að fullmiklum einfeldningi en það breytir ekki að því að við finnum sárt til með henni, hlæjum með henni – og að henni – og skynjum hana sem raunverulega og vitum á einhvern hátt að saga hennar er sönn, ólán hennar raunverulegt … Hið sama gildir með persónu Halldóru Geirharðsdóttur: við trúum á hana, vitum að hún er leiksoppur líka, með sitt falska örugga en samanbitna fas. Og þannig má ganga á röðina: senan dásamlega þar sem persóna Margrétar Helgu lætur dæluna ganga í fáránlegri frásögn sem ætlar engan endi að taka … svipurinn á fangaverði Arndísar Hrannar, þetta sambland af því að hafa séð þetta allt og gera sér engar grillur en geta ekki gert að því að þykja vænt um skjólstæðingana … svipurinn á Steinunni Ólínu alltaf … Kristbjörg Kjeld í öllum sínum senum – konan sem vill ekki vita það sem hún veit … ógæfan og óbærileg sorgin sem greypt er í hvern andlitsdrátt Nínu Daggar … byrði barnsins sem við finnum í hverri hreyfingu Kötlu Njálsdóttur … sorgarhjúpurinn kringum Lindu, aðalpersónuna sem Þorbjörg Helga Dýrfjörð leikur svo vel. Sem sagt gott. Og maður gerist heimtufrekur. Nú bíður maður eftir seríu um Hrunið – sem við rithöfundar höfum enn ekki náð að skrifa verulega bitastæðar skáldsögur um – og seríum þar sem fjallað er um refskák stjórnmálanna að hætti Dana. Já og auðvitað peysufatadramanu upp úr Dalalífi … Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Í gærkvöldi var síðasti þátturinn sýndur af Föngum á RÚV. Þegar þetta er skrifað veit maður ekki hvernig þetta allt saman endaði – vonandi vel. Forðum var það einkum á Stöð tvö sem slíkar íslenskar framhaldsseríur gengu – með heiðarlegum undantekningum auðvitað – en þau hjá RÚV hafa nú rekið af sér slyðruorðið. Það jafnast fátt á við að horfa á gott íslenskt leikið sjónvarpsefni á sunnudagskvöldi – nema náttúrlega góð bók.Of eða vanGallar? Ætli það ekki? Persónan sem Unnur Ösp leikur kannski gerð að fullmiklum einfeldningi. Og við myndum alveg átta okkur á því hvílíkur labbakútur lögmaðurinn er sem Gísli Örn leikur, þó að hann væri ekki japlandi á tyggjói í réttarsalnum. Systirin sem Halldóra Geirharðsdóttir leikur þyrfti kannski ekki að vera alveg svona hörð og köld – stundum hefur einmitt orðið á vegi manns fólk sem er mjög kaldlynt og brosmilt í senn og hefur sitt fram með köldu brosi og alúðlegu viðmóti. Og svona: maður sér sums staðar að ýmsum þykir hin sterka samþætting valda og kynferðismisnotkunar jaðra við klisjugerð – þó að auðvelt sé að svara því til að svona sé þetta nú einu sinni í okkar samfélagi. Við erum tiltölulega nýfarin að horfast í augu við þessa meinsemd, sem nær svo djúpt og er enn svo umlukin skömm og þagnarhjúp. Svo er eflaust hægt að finna eitthvað að plottinu og innri rökvísi þar – til þess þarf plottvísara fólk en mig. Þetta er sem sé skrifað á sunnudegi og enn vitum við ekki hvernig greiðist úr málum; maður verður bara að vona að ódámurinn hljóti makleg málagjöld en stúlkunum verði hjálpað til að komast á farsælli brautir í lífinu. Því að hvað sem líður því sem kann að vera of eða van í þáttunum þá skiptir það ekki máli hjá hinu, að áhöfninni á bak við þessa þætti hefur tekist að búa til mannlíf handa okkur að fylgjast með og lifa okkur inn í – og spegla okkur í. Þeim hefur lánast að smíða atburðarás sem hreyfir við okkur þannig að okkur langar að vita hvernig endirinn verður (varð). Og það sem er auðvitað mest um vert: Þeim hefur auðnast að skapa sterkar og sérstæðar persónur sem allar eru staddar í sínum eigin örlögum, allar lúta sínum sérstöku lögmálum, allar eru sérstakir persónuleikar en ekki dúkkulísur. „Of stórt“Maður man ekki eftir því að hafa séð jafngóðan leik í íslensku leiknu sjónvarpsefni. Einu sinni var mikið talað um að leikurum úr stóru leikhúsunum hætti til að leika „of stórt“ þegar þeir léku í sjónvarpi. Væru alltof mikið að baða út höndunum og þruma ræður sínar eins og öllu varðaði að í þeim heyrðist á fjórtánda bekk. Sjálfur tók ég aldrei eftir þessu meinta vandamáli en þessi umræða varð hins vegar til þess að leikarar tóku að skrúfa niður í orku sinni og persónutöfrum þannig að þeir hættu næstum að sjást og maður hætti alveg að heyra orðaskil í íslensku leiknu efni; fólk muldraði í bringu sér og gætti þess vandlega að setja engan hljóm í röddina – því að yrði of „stórt“ – og þannig roluðust leikararnir um rotinpúrulegir og svipbrigðalausir og óskiljanlegir í nokkur ár. Það er nú aldeilis öðru nær með þær stórkostlegu leikkonur sem eru í Föngum, í hverri magnaðri senunni á fætur annarri. Karlarnir leika allir stórvel en þetta er samt sería þar sem leikkonurnar glansa. Persónan sem Unnur Ösp leikur kann að vera gerð að fullmiklum einfeldningi en það breytir ekki að því að við finnum sárt til með henni, hlæjum með henni – og að henni – og skynjum hana sem raunverulega og vitum á einhvern hátt að saga hennar er sönn, ólán hennar raunverulegt … Hið sama gildir með persónu Halldóru Geirharðsdóttur: við trúum á hana, vitum að hún er leiksoppur líka, með sitt falska örugga en samanbitna fas. Og þannig má ganga á röðina: senan dásamlega þar sem persóna Margrétar Helgu lætur dæluna ganga í fáránlegri frásögn sem ætlar engan endi að taka … svipurinn á fangaverði Arndísar Hrannar, þetta sambland af því að hafa séð þetta allt og gera sér engar grillur en geta ekki gert að því að þykja vænt um skjólstæðingana … svipurinn á Steinunni Ólínu alltaf … Kristbjörg Kjeld í öllum sínum senum – konan sem vill ekki vita það sem hún veit … ógæfan og óbærileg sorgin sem greypt er í hvern andlitsdrátt Nínu Daggar … byrði barnsins sem við finnum í hverri hreyfingu Kötlu Njálsdóttur … sorgarhjúpurinn kringum Lindu, aðalpersónuna sem Þorbjörg Helga Dýrfjörð leikur svo vel. Sem sagt gott. Og maður gerist heimtufrekur. Nú bíður maður eftir seríu um Hrunið – sem við rithöfundar höfum enn ekki náð að skrifa verulega bitastæðar skáldsögur um – og seríum þar sem fjallað er um refskák stjórnmálanna að hætti Dana. Já og auðvitað peysufatadramanu upp úr Dalalífi …
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun