Viðvörunarkerfi í Reynisfjöru má þróa með ölduspá Svavar Hávarðsson skrifar 6. febrúar 2017 08:00 Hefðbundin upplýsingaskilti virðast ekki ná tilætluðum árangri. Fréttablaðið/Vilhelm Vegagerðin hefur sett fram þá hugmynd hvort koma ætti upp viðvörunarkerfi í Reynisfjöru og Kirkjufjöru sem byggir á ölduspákerfi Vegagerðarinnar. Í krafti kerfisins er mögulegt að spá fyrir um hættustigið á þessum vinsælu ferðamannastöðum nokkra daga fram í tímann. Þetta kemur fram í minnisblaði Sigurðar Sigurðarsonar, strandverkfræðings hjá Vegagerðinni, þar sem því er velt upp hvort ekki sé mögulegt að nýta upplýsingarnar sem þegar liggja fyrir til að vara ferðamenn við hættulegum aðstæðum. Hann nefnir að ein leiðin væri að setja upp ljósabúnað sem varaði við hættulegum öldum. Eins mætti hugsa sér að upplýsingarnar nýtist fyrst og fremst þeim sem eftirlit hafa á staðnum – lögreglu og/eða björgunarsveitum.Sigurður SigurðarsonSigurður segir að hugmyndinni sé varpað fram án þess að það liggi fyrir á hvers verksviði vinna við slíkt verkefni ætti að vera og hvaðan fjármagn til þess kæmi. Hins vegar sé kerfið sem byggja ætti á þegar til staðar hjá Vegagerðinni þó þróun og uppsetning slíks kerfis, og öryggismál ferðamanna, séu ekki beint á verksviði stofnunarinnar. Hættan sem stafar að ferðafólki á umræddum stöðum hefur verið í hámæli um nokkurn tíma. Skemmst er að minnast banaslyss í Kirkjufjöru í byrjun janúar – og ótal tilvika annarra þar sem ferðafólk hefur verið hætt komið. Þá virðist sem hefðbundin upplýsingaskilti dugi ekki til þess að vara við hættunni. Á sama tíma er vitað að aðdráttarafl svæðisins er mikið og sókn ferðamanna þangað mun aukast frekar heldur en hitt. Sigurður segir að mögulegt sé að þróa slíkt kerfi innan kerfisins Veður og sjólag sem rekið er af Vegagerðinni, þar sem öldur af hafi verða reiknaðar upp að ströndinni með hugbúnaði nokkra daga fram í tímann. Til að reikningar öldunnar upp að ströndinni verði sem nákvæmastir sé þó nauðsynlegt að gerðar verði góðar dýptarmælingar framan við ströndina þar sem lögð verði áhersla á að ná þeim botnformum sem hafa áhrif á ölduna. Á þessu stigi sé ekki ljóst hvort báðar fjörur séu jafn útsettar fyrir öll veðurskilyrði. „Því getur verið æskilegt að koma upp viðvörunarkerfi þar sem varað er við hættulegum aðstæðum, kerfi sem getur metið hættustigið hverju sinni. Það þarf að finna út við hvaða aðstæður brim og öldugangur er hættulegur og við hvaða aðstæður það er síður hættulegt,“ segir Sigurður. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Fleiri fréttir Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn ókökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Sjá meira
Vegagerðin hefur sett fram þá hugmynd hvort koma ætti upp viðvörunarkerfi í Reynisfjöru og Kirkjufjöru sem byggir á ölduspákerfi Vegagerðarinnar. Í krafti kerfisins er mögulegt að spá fyrir um hættustigið á þessum vinsælu ferðamannastöðum nokkra daga fram í tímann. Þetta kemur fram í minnisblaði Sigurðar Sigurðarsonar, strandverkfræðings hjá Vegagerðinni, þar sem því er velt upp hvort ekki sé mögulegt að nýta upplýsingarnar sem þegar liggja fyrir til að vara ferðamenn við hættulegum aðstæðum. Hann nefnir að ein leiðin væri að setja upp ljósabúnað sem varaði við hættulegum öldum. Eins mætti hugsa sér að upplýsingarnar nýtist fyrst og fremst þeim sem eftirlit hafa á staðnum – lögreglu og/eða björgunarsveitum.Sigurður SigurðarsonSigurður segir að hugmyndinni sé varpað fram án þess að það liggi fyrir á hvers verksviði vinna við slíkt verkefni ætti að vera og hvaðan fjármagn til þess kæmi. Hins vegar sé kerfið sem byggja ætti á þegar til staðar hjá Vegagerðinni þó þróun og uppsetning slíks kerfis, og öryggismál ferðamanna, séu ekki beint á verksviði stofnunarinnar. Hættan sem stafar að ferðafólki á umræddum stöðum hefur verið í hámæli um nokkurn tíma. Skemmst er að minnast banaslyss í Kirkjufjöru í byrjun janúar – og ótal tilvika annarra þar sem ferðafólk hefur verið hætt komið. Þá virðist sem hefðbundin upplýsingaskilti dugi ekki til þess að vara við hættunni. Á sama tíma er vitað að aðdráttarafl svæðisins er mikið og sókn ferðamanna þangað mun aukast frekar heldur en hitt. Sigurður segir að mögulegt sé að þróa slíkt kerfi innan kerfisins Veður og sjólag sem rekið er af Vegagerðinni, þar sem öldur af hafi verða reiknaðar upp að ströndinni með hugbúnaði nokkra daga fram í tímann. Til að reikningar öldunnar upp að ströndinni verði sem nákvæmastir sé þó nauðsynlegt að gerðar verði góðar dýptarmælingar framan við ströndina þar sem lögð verði áhersla á að ná þeim botnformum sem hafa áhrif á ölduna. Á þessu stigi sé ekki ljóst hvort báðar fjörur séu jafn útsettar fyrir öll veðurskilyrði. „Því getur verið æskilegt að koma upp viðvörunarkerfi þar sem varað er við hættulegum aðstæðum, kerfi sem getur metið hættustigið hverju sinni. Það þarf að finna út við hvaða aðstæður brim og öldugangur er hættulegur og við hvaða aðstæður það er síður hættulegt,“ segir Sigurður. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Fleiri fréttir Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn ókökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Sjá meira