Spicer tók við sem fjölmiðlafulltrúi um það leyti sem Donald Trump var settur í embætti Bandaríkjaforseta í janúar. Eitt af hans fyrtu verkum var að húðskamma fjölmiðla vegna umfjöllunar þeirra um þann fjölda sem sótti innsetningarathöfn Trumps. Sagði Spicer að aldrei hefðu jafn margir mætt til að fylgjast með innsetningarathöfn forsetans, þvert á fullyrðingar fjölmiðla.
Í meðförum McCarthy var Spicer yfirgangsseggur sem kúgar fjölmiðlamenn til hlýðni. Hann baulaði á fjölmiðlamenn New York Times, reyndi að útskýra með leikmunum hvers vegna Steve Bannon, helsti ráðgjafi Trump, er í þjóðöryggisráði Bandaríkjanna, og notaði vatnsbyssu fyllta með sápuvatni til að hrella fjölmiðlamenn þegar þeir spurðu óþægilegra spurninga.
Þegar Spicer var spurður hvers út tilskipun Trumps um ferðabannið svaraði hann: „Ferðabannið er ekki bann, sem gerir það ekki að banni.“