Trump áfrýjar bráðabirgðabanni á tilskipun hans Birgir Olgeirsson skrifar 5. febrúar 2017 09:07 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/EPA Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur áfrýjað bráðabirgða banni á tilskipun Bandaríkjaforseta um ferðabann ríkisborgara sjö landa til Bandaríkjanna. Er þar með reynt að snúa úrskurði alríkisdómara sem lagði á bráðabirgða bannið. Um 60 þúsund vegabréfsáritanir hafa verið afturkallaðar eftir að Donald Trump undirritaði forsetatilskipun um ferðabann til Bandaríkjanna á þá sem eru ríkisborgarar í Írak, Sýrlandi, Íran, Libýu, Sómalíu, Súdan og Jemen. Ríkissaksóknarar í Washington-ríki voru þeir sem létu reyna á ferðabann Trumps fyrir dómstólum. Þeir héldu því fram að bannið færi gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna því það meinaði fólki með lögmætri vegabréfsáritun að ferðast til Bandaríkjanna án dóms og laga. Þá sögðu þeir bannið brjóta gegn trúfrelsi einstaklinga því ferðabanninu væri beint gegn múslimum. Það var alríkisdómari í Seattle-borg, James Robart, sem lagði bráðabirgða bann á tilskipun Trump en forsetinn sagði þennan úrskurð dómarans fáránlegan og hét því að hnekkja honum. Stjórn Trump vill meina að bannið sé fullkomlega löglegt þar sem það miðast að því að vernda Bandaríkin. Trump hefur úthúðað alríkisdómaranum James Robart, sem var settur alríkisdómari árið 2004 eftir tilnefningu frá George W. Bush, þáverandi Bandaríkjaforseta. „Skoðun þessa svokallaðs dómara, sem tekur löggæslu af okkar landi, er fáránleg og verður snúið,“ skrifaði Trump á Twitter. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump æfur eftir lögbann alríkisdómara á innflytjendabann Donald Trump, forseti Bandaríkjanna er æfur vegna ákvörðunar alríkisdómara þar í landi um að setja lögbann á umdeilt innflytjendabann ríkisstjórnar Trump. 4. febrúar 2017 16:17 Telur tilskipun Trumps ekki byggja á staðreyndum James Robart, bandaríski alríkisdómarinn sem sett hefur lögbann á tilskipun Trumps um ferðabann íbúa frá sjö Mið-Austurlöndum og Afríku, telur að tilskipunin byggi ekki á neinum staðreyndarlegum grunni. 4. febrúar 2017 10:39 Sýnir Trump afhöfða Frelsisstyttuna Forsíðumynd þýska vikublaðsins Der Spiegel veldur usla í heimalandi sínum sem og erlendis en hún sýnir mynd af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, afhöfða frelsisstyttuna. 4. febrúar 2017 11:03 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur áfrýjað bráðabirgða banni á tilskipun Bandaríkjaforseta um ferðabann ríkisborgara sjö landa til Bandaríkjanna. Er þar með reynt að snúa úrskurði alríkisdómara sem lagði á bráðabirgða bannið. Um 60 þúsund vegabréfsáritanir hafa verið afturkallaðar eftir að Donald Trump undirritaði forsetatilskipun um ferðabann til Bandaríkjanna á þá sem eru ríkisborgarar í Írak, Sýrlandi, Íran, Libýu, Sómalíu, Súdan og Jemen. Ríkissaksóknarar í Washington-ríki voru þeir sem létu reyna á ferðabann Trumps fyrir dómstólum. Þeir héldu því fram að bannið færi gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna því það meinaði fólki með lögmætri vegabréfsáritun að ferðast til Bandaríkjanna án dóms og laga. Þá sögðu þeir bannið brjóta gegn trúfrelsi einstaklinga því ferðabanninu væri beint gegn múslimum. Það var alríkisdómari í Seattle-borg, James Robart, sem lagði bráðabirgða bann á tilskipun Trump en forsetinn sagði þennan úrskurð dómarans fáránlegan og hét því að hnekkja honum. Stjórn Trump vill meina að bannið sé fullkomlega löglegt þar sem það miðast að því að vernda Bandaríkin. Trump hefur úthúðað alríkisdómaranum James Robart, sem var settur alríkisdómari árið 2004 eftir tilnefningu frá George W. Bush, þáverandi Bandaríkjaforseta. „Skoðun þessa svokallaðs dómara, sem tekur löggæslu af okkar landi, er fáránleg og verður snúið,“ skrifaði Trump á Twitter.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump æfur eftir lögbann alríkisdómara á innflytjendabann Donald Trump, forseti Bandaríkjanna er æfur vegna ákvörðunar alríkisdómara þar í landi um að setja lögbann á umdeilt innflytjendabann ríkisstjórnar Trump. 4. febrúar 2017 16:17 Telur tilskipun Trumps ekki byggja á staðreyndum James Robart, bandaríski alríkisdómarinn sem sett hefur lögbann á tilskipun Trumps um ferðabann íbúa frá sjö Mið-Austurlöndum og Afríku, telur að tilskipunin byggi ekki á neinum staðreyndarlegum grunni. 4. febrúar 2017 10:39 Sýnir Trump afhöfða Frelsisstyttuna Forsíðumynd þýska vikublaðsins Der Spiegel veldur usla í heimalandi sínum sem og erlendis en hún sýnir mynd af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, afhöfða frelsisstyttuna. 4. febrúar 2017 11:03 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Trump æfur eftir lögbann alríkisdómara á innflytjendabann Donald Trump, forseti Bandaríkjanna er æfur vegna ákvörðunar alríkisdómara þar í landi um að setja lögbann á umdeilt innflytjendabann ríkisstjórnar Trump. 4. febrúar 2017 16:17
Telur tilskipun Trumps ekki byggja á staðreyndum James Robart, bandaríski alríkisdómarinn sem sett hefur lögbann á tilskipun Trumps um ferðabann íbúa frá sjö Mið-Austurlöndum og Afríku, telur að tilskipunin byggi ekki á neinum staðreyndarlegum grunni. 4. febrúar 2017 10:39
Sýnir Trump afhöfða Frelsisstyttuna Forsíðumynd þýska vikublaðsins Der Spiegel veldur usla í heimalandi sínum sem og erlendis en hún sýnir mynd af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, afhöfða frelsisstyttuna. 4. febrúar 2017 11:03