Trump áfrýjar bráðabirgðabanni á tilskipun hans Birgir Olgeirsson skrifar 5. febrúar 2017 09:07 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/EPA Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur áfrýjað bráðabirgða banni á tilskipun Bandaríkjaforseta um ferðabann ríkisborgara sjö landa til Bandaríkjanna. Er þar með reynt að snúa úrskurði alríkisdómara sem lagði á bráðabirgða bannið. Um 60 þúsund vegabréfsáritanir hafa verið afturkallaðar eftir að Donald Trump undirritaði forsetatilskipun um ferðabann til Bandaríkjanna á þá sem eru ríkisborgarar í Írak, Sýrlandi, Íran, Libýu, Sómalíu, Súdan og Jemen. Ríkissaksóknarar í Washington-ríki voru þeir sem létu reyna á ferðabann Trumps fyrir dómstólum. Þeir héldu því fram að bannið færi gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna því það meinaði fólki með lögmætri vegabréfsáritun að ferðast til Bandaríkjanna án dóms og laga. Þá sögðu þeir bannið brjóta gegn trúfrelsi einstaklinga því ferðabanninu væri beint gegn múslimum. Það var alríkisdómari í Seattle-borg, James Robart, sem lagði bráðabirgða bann á tilskipun Trump en forsetinn sagði þennan úrskurð dómarans fáránlegan og hét því að hnekkja honum. Stjórn Trump vill meina að bannið sé fullkomlega löglegt þar sem það miðast að því að vernda Bandaríkin. Trump hefur úthúðað alríkisdómaranum James Robart, sem var settur alríkisdómari árið 2004 eftir tilnefningu frá George W. Bush, þáverandi Bandaríkjaforseta. „Skoðun þessa svokallaðs dómara, sem tekur löggæslu af okkar landi, er fáránleg og verður snúið,“ skrifaði Trump á Twitter. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump æfur eftir lögbann alríkisdómara á innflytjendabann Donald Trump, forseti Bandaríkjanna er æfur vegna ákvörðunar alríkisdómara þar í landi um að setja lögbann á umdeilt innflytjendabann ríkisstjórnar Trump. 4. febrúar 2017 16:17 Telur tilskipun Trumps ekki byggja á staðreyndum James Robart, bandaríski alríkisdómarinn sem sett hefur lögbann á tilskipun Trumps um ferðabann íbúa frá sjö Mið-Austurlöndum og Afríku, telur að tilskipunin byggi ekki á neinum staðreyndarlegum grunni. 4. febrúar 2017 10:39 Sýnir Trump afhöfða Frelsisstyttuna Forsíðumynd þýska vikublaðsins Der Spiegel veldur usla í heimalandi sínum sem og erlendis en hún sýnir mynd af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, afhöfða frelsisstyttuna. 4. febrúar 2017 11:03 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur áfrýjað bráðabirgða banni á tilskipun Bandaríkjaforseta um ferðabann ríkisborgara sjö landa til Bandaríkjanna. Er þar með reynt að snúa úrskurði alríkisdómara sem lagði á bráðabirgða bannið. Um 60 þúsund vegabréfsáritanir hafa verið afturkallaðar eftir að Donald Trump undirritaði forsetatilskipun um ferðabann til Bandaríkjanna á þá sem eru ríkisborgarar í Írak, Sýrlandi, Íran, Libýu, Sómalíu, Súdan og Jemen. Ríkissaksóknarar í Washington-ríki voru þeir sem létu reyna á ferðabann Trumps fyrir dómstólum. Þeir héldu því fram að bannið færi gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna því það meinaði fólki með lögmætri vegabréfsáritun að ferðast til Bandaríkjanna án dóms og laga. Þá sögðu þeir bannið brjóta gegn trúfrelsi einstaklinga því ferðabanninu væri beint gegn múslimum. Það var alríkisdómari í Seattle-borg, James Robart, sem lagði bráðabirgða bann á tilskipun Trump en forsetinn sagði þennan úrskurð dómarans fáránlegan og hét því að hnekkja honum. Stjórn Trump vill meina að bannið sé fullkomlega löglegt þar sem það miðast að því að vernda Bandaríkin. Trump hefur úthúðað alríkisdómaranum James Robart, sem var settur alríkisdómari árið 2004 eftir tilnefningu frá George W. Bush, þáverandi Bandaríkjaforseta. „Skoðun þessa svokallaðs dómara, sem tekur löggæslu af okkar landi, er fáránleg og verður snúið,“ skrifaði Trump á Twitter.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump æfur eftir lögbann alríkisdómara á innflytjendabann Donald Trump, forseti Bandaríkjanna er æfur vegna ákvörðunar alríkisdómara þar í landi um að setja lögbann á umdeilt innflytjendabann ríkisstjórnar Trump. 4. febrúar 2017 16:17 Telur tilskipun Trumps ekki byggja á staðreyndum James Robart, bandaríski alríkisdómarinn sem sett hefur lögbann á tilskipun Trumps um ferðabann íbúa frá sjö Mið-Austurlöndum og Afríku, telur að tilskipunin byggi ekki á neinum staðreyndarlegum grunni. 4. febrúar 2017 10:39 Sýnir Trump afhöfða Frelsisstyttuna Forsíðumynd þýska vikublaðsins Der Spiegel veldur usla í heimalandi sínum sem og erlendis en hún sýnir mynd af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, afhöfða frelsisstyttuna. 4. febrúar 2017 11:03 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Trump æfur eftir lögbann alríkisdómara á innflytjendabann Donald Trump, forseti Bandaríkjanna er æfur vegna ákvörðunar alríkisdómara þar í landi um að setja lögbann á umdeilt innflytjendabann ríkisstjórnar Trump. 4. febrúar 2017 16:17
Telur tilskipun Trumps ekki byggja á staðreyndum James Robart, bandaríski alríkisdómarinn sem sett hefur lögbann á tilskipun Trumps um ferðabann íbúa frá sjö Mið-Austurlöndum og Afríku, telur að tilskipunin byggi ekki á neinum staðreyndarlegum grunni. 4. febrúar 2017 10:39
Sýnir Trump afhöfða Frelsisstyttuna Forsíðumynd þýska vikublaðsins Der Spiegel veldur usla í heimalandi sínum sem og erlendis en hún sýnir mynd af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, afhöfða frelsisstyttuna. 4. febrúar 2017 11:03