Batman betri en Barbie? Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar 4. febrúar 2017 07:00 Fyrirmyndir stúlkubarna hafa lengi vel verið áberandi í umræðunni og þykir mér góð ástæða til þeirrar umræðu. Hvað með fyrirmyndir ungra drengja? Þegar ég fékk að vita að ég ætti von á strák fór hugur minn að reika. Það voru svo sannarlega mikil gleðitíðindi þar sem lítið er um karlmenn í minni stórfjölskyldu. Ég hef alist upp með systrum, mæðrasystrum, frænkum og ömmum og veit því ekki mikið um strákamenningu. Eftir að hafa fylgst með litlum frændum og drengjunum á leikskólum sem ég hef unnið á þá vissi ég nokkurn veginn að eitt er óumflýjanlegt, ofurhetjutímabilið. Ég vissi til dæmis að ég gæti átt von á því að þurfa einn daginn að gefa mig og kaupa Spiderman-stígvél. Jafnvel þótt ofurhetjukvikmyndir séu vinsælar núna og ekki ætlaðar börnum þá virðast ungir drengir vera aðalskotmark varnings sem tengist ofurhetjum. En fyrst ofurhetjur eru góðar og bjarga heiminum er það ekki bara hið besta mál? Að mínu mati eru þetta ekki æskilegar fyrirmyndir fyrir unga drengi þar sem þeirra helsta og eina lausn á vandamálum er ofbeldi. Slagsmál, vopn og sprengjur eru oftast meginþema þessara kvikmynda og birtist þetta einnig í teiknimyndaþáttum um þessar ofurhetjur sem eru ekki bannaðir börnum. Nútíma ofurhetjur eru í breyttari mynd, þær setja ákveðna líkamsstaðla sem erfitt er að fylgja. Hægt er að kaupa ofurhetjubúning með viðbættum vöðvum, því ofurhetjur eru og eiga að vera vöðvastæltar. Hetjurnar starfa flestar einar, eru miklir einfarar og virka oft félagslega bældir menn sem eiga erfitt með að festa ráð sitt. Ofurkraftar þeirra og vopn gera þeim kleift að sigrast á illmennum sem heilum her af lögregluþjónum er ógerlegt. Ef ofurhetjurnar hafa ekki ofurkrafta þá hafa þeir vopn eða rosalega bardagahæfileika.Bardagarnir aðalatriðið Þegar ungir drengir eru að leika Spiderman eða Batman þá hlaupa þeir um, sparka og kýla út í loftið. Þeir virðast ekki vera með neitt sérstaklega djúpar pælingar um neinn boðskap eða þess háttar. Þeir vita að þessar ofurhetjur eru „góðar“ en samt sem áður eru slagsmálin eða bardagarnir aðalatriðið. Skilaboðin sem ég tel að ungir drengir skynji einna helst eru: Vertu sterkur, ekki treysta á neinn og ef einhver er vondur – kýld'ann. Viljum við ekki kenna okkar drengjum aðrar lausnir? Ég vil að drengurinn minn eigi aðrar fyrirmyndir en þegar ofurhetjurnar eru teknar í burtu þá er ekki mikið í boði. Mikið hefur verið fjallað um neikvæðar fyrirmyndir stúlkna, mittismjóar prinsessur í neyð, og aukist hefur aðeins við framboð á þeim fyrirmyndum með sterkari kvenpersónum. Prinsessurnar virðast þó ná að halda velli. Margir lofsama litlar dömur sem segja nei við prinsessukjólunum og mæta í ofurhetjubúningi á öskudaginn. Er það eitthvað skárri fyrirmynd? Hvað er þá til ráða? Erum við foreldrarnir gjörsamlega varnarlaus gegn þessari markaðssetningu? Verðum við að sætta okkur við þá staðreynd að póníhestarnir séu komnir með mjótt mitti og augnháralengingu og að ofurhetjurnar verði sífellt sterkari, vopnaðri og ofbeldishneigðari?Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Skoðun Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Fyrirmyndir stúlkubarna hafa lengi vel verið áberandi í umræðunni og þykir mér góð ástæða til þeirrar umræðu. Hvað með fyrirmyndir ungra drengja? Þegar ég fékk að vita að ég ætti von á strák fór hugur minn að reika. Það voru svo sannarlega mikil gleðitíðindi þar sem lítið er um karlmenn í minni stórfjölskyldu. Ég hef alist upp með systrum, mæðrasystrum, frænkum og ömmum og veit því ekki mikið um strákamenningu. Eftir að hafa fylgst með litlum frændum og drengjunum á leikskólum sem ég hef unnið á þá vissi ég nokkurn veginn að eitt er óumflýjanlegt, ofurhetjutímabilið. Ég vissi til dæmis að ég gæti átt von á því að þurfa einn daginn að gefa mig og kaupa Spiderman-stígvél. Jafnvel þótt ofurhetjukvikmyndir séu vinsælar núna og ekki ætlaðar börnum þá virðast ungir drengir vera aðalskotmark varnings sem tengist ofurhetjum. En fyrst ofurhetjur eru góðar og bjarga heiminum er það ekki bara hið besta mál? Að mínu mati eru þetta ekki æskilegar fyrirmyndir fyrir unga drengi þar sem þeirra helsta og eina lausn á vandamálum er ofbeldi. Slagsmál, vopn og sprengjur eru oftast meginþema þessara kvikmynda og birtist þetta einnig í teiknimyndaþáttum um þessar ofurhetjur sem eru ekki bannaðir börnum. Nútíma ofurhetjur eru í breyttari mynd, þær setja ákveðna líkamsstaðla sem erfitt er að fylgja. Hægt er að kaupa ofurhetjubúning með viðbættum vöðvum, því ofurhetjur eru og eiga að vera vöðvastæltar. Hetjurnar starfa flestar einar, eru miklir einfarar og virka oft félagslega bældir menn sem eiga erfitt með að festa ráð sitt. Ofurkraftar þeirra og vopn gera þeim kleift að sigrast á illmennum sem heilum her af lögregluþjónum er ógerlegt. Ef ofurhetjurnar hafa ekki ofurkrafta þá hafa þeir vopn eða rosalega bardagahæfileika.Bardagarnir aðalatriðið Þegar ungir drengir eru að leika Spiderman eða Batman þá hlaupa þeir um, sparka og kýla út í loftið. Þeir virðast ekki vera með neitt sérstaklega djúpar pælingar um neinn boðskap eða þess háttar. Þeir vita að þessar ofurhetjur eru „góðar“ en samt sem áður eru slagsmálin eða bardagarnir aðalatriðið. Skilaboðin sem ég tel að ungir drengir skynji einna helst eru: Vertu sterkur, ekki treysta á neinn og ef einhver er vondur – kýld'ann. Viljum við ekki kenna okkar drengjum aðrar lausnir? Ég vil að drengurinn minn eigi aðrar fyrirmyndir en þegar ofurhetjurnar eru teknar í burtu þá er ekki mikið í boði. Mikið hefur verið fjallað um neikvæðar fyrirmyndir stúlkna, mittismjóar prinsessur í neyð, og aukist hefur aðeins við framboð á þeim fyrirmyndum með sterkari kvenpersónum. Prinsessurnar virðast þó ná að halda velli. Margir lofsama litlar dömur sem segja nei við prinsessukjólunum og mæta í ofurhetjubúningi á öskudaginn. Er það eitthvað skárri fyrirmynd? Hvað er þá til ráða? Erum við foreldrarnir gjörsamlega varnarlaus gegn þessari markaðssetningu? Verðum við að sætta okkur við þá staðreynd að póníhestarnir séu komnir með mjótt mitti og augnháralengingu og að ofurhetjurnar verði sífellt sterkari, vopnaðri og ofbeldishneigðari?Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun