26 sundlaugar á 28 dögum Sigríður Inga Sigurðardóttir skrifar 3. febrúar 2017 10:15 Hinrik hugsaði út fyrir boxið og ákvað að stinga sér til sunds í öllum laugum frá póstnúmeri 101 og upp í 310. MYND/GVA Hinrik Wöhler planar að heimsækja 26 almenningssundlaugar áður en febrúar rennur sitt skeið á enda. Hann ætlar ekki aðeins að synda heldur njóta þess að vera laus við síma, tölvur og annað áreiti. „Vinnustaðurinn minn heldur meistaramánuðinn hátíðlegan og flestir vinnufélaganna ætla að breyta mataræðinu til hins betra eða hreyfa sig meira. Ég ákvað að hugsa aðeins út fyrir boxið og finna mér eitthvað annað að gera og þetta varð niðurstaðan. Á þessum árstíma er líka frekar lítið um afþreyingu þannig að mér datt í hug að fara í sund til að krydda upp á febrúarmánuð,“ segir Hinrik en hann vinnur hjá Íslandsbanka. Ætlunin er að heimsækja allar sundlaugar frá póstnúmeri 101 upp í 310. Þær eru tuttugu og átta talsins en sundlaugin í Garðabæ er lokuð vegna breytinga og sundlaugin að Hlöðum í Hvalfjarðarsveit er ekki opin yfir vetrartímann. „Þetta gerir því alls tuttugu og sex sundlaugar. Sextán þeirra eru á höfuðborgarsvæðinu, sex á Reykjanesskaganum og fjórar í póstnúmeri 300 til 310. Það er spurning um að ég leiti til Spalar og ÍTR og fái styrk því að 26 sundferðir eru ekki ókeypis,“ segir Hinrik. Spurður hvort hann hafi nægan tíma fyrir allar þessar sundferðir segist hann vera barnlaus og mun öll hans orka og einbeiting fara í sundferðirnar. „Suma daga þarf ég sennilega að fara tvisvar svo ég nái þessu markmiði, eins og þegar ég fer í sundlaugarnar á Reykjanesskaga. Ég tek líklega Grindavík og Njarðvík sama daginn, enda er ekkert sem bannar það. Það þarf bara að hafa gott rakakrem við höndina og þá er þetta ekkert mál,“ segir Hinrik. Uppáhaldslaugarnar hans eru Varmárlaug í Mosfellsbæ, sem er hans heimabær, og Klébergslaug á Kjalarnesi. „Sú laug er óslípaður demantur sem leynir á sér,“ segir hann. Stefnan er ekki að synda langar vegalengdir heldur fyrst og fremst að njóta þess að sitja í heita pottinum og slappa af. „Ég ætla að hóa í félaga mína og fjölskylduna og fá með mér í laugina og rækta þannig vinaböndin. Í sundi er maður alveg frjáls. Það er enginn sem nær í mann og enginn sími eða tölva sem truflar svo það er vel hægt að vera í rólegheitum með vinum og vandamönnum að spjalla um líf og leik. Draumurinn er að fara í allar almenningssundlaugar landsins en ég þyrfti kannski að taka gott ár eða tvö í það verkefni,“ segir Hinrik en síðasta sundlaugarferðin í þessari lotu verður farin í Lágafellslaug þann 28. febrúar næstkomandi. Meistaramánuður Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira
Hinrik Wöhler planar að heimsækja 26 almenningssundlaugar áður en febrúar rennur sitt skeið á enda. Hann ætlar ekki aðeins að synda heldur njóta þess að vera laus við síma, tölvur og annað áreiti. „Vinnustaðurinn minn heldur meistaramánuðinn hátíðlegan og flestir vinnufélaganna ætla að breyta mataræðinu til hins betra eða hreyfa sig meira. Ég ákvað að hugsa aðeins út fyrir boxið og finna mér eitthvað annað að gera og þetta varð niðurstaðan. Á þessum árstíma er líka frekar lítið um afþreyingu þannig að mér datt í hug að fara í sund til að krydda upp á febrúarmánuð,“ segir Hinrik en hann vinnur hjá Íslandsbanka. Ætlunin er að heimsækja allar sundlaugar frá póstnúmeri 101 upp í 310. Þær eru tuttugu og átta talsins en sundlaugin í Garðabæ er lokuð vegna breytinga og sundlaugin að Hlöðum í Hvalfjarðarsveit er ekki opin yfir vetrartímann. „Þetta gerir því alls tuttugu og sex sundlaugar. Sextán þeirra eru á höfuðborgarsvæðinu, sex á Reykjanesskaganum og fjórar í póstnúmeri 300 til 310. Það er spurning um að ég leiti til Spalar og ÍTR og fái styrk því að 26 sundferðir eru ekki ókeypis,“ segir Hinrik. Spurður hvort hann hafi nægan tíma fyrir allar þessar sundferðir segist hann vera barnlaus og mun öll hans orka og einbeiting fara í sundferðirnar. „Suma daga þarf ég sennilega að fara tvisvar svo ég nái þessu markmiði, eins og þegar ég fer í sundlaugarnar á Reykjanesskaga. Ég tek líklega Grindavík og Njarðvík sama daginn, enda er ekkert sem bannar það. Það þarf bara að hafa gott rakakrem við höndina og þá er þetta ekkert mál,“ segir Hinrik. Uppáhaldslaugarnar hans eru Varmárlaug í Mosfellsbæ, sem er hans heimabær, og Klébergslaug á Kjalarnesi. „Sú laug er óslípaður demantur sem leynir á sér,“ segir hann. Stefnan er ekki að synda langar vegalengdir heldur fyrst og fremst að njóta þess að sitja í heita pottinum og slappa af. „Ég ætla að hóa í félaga mína og fjölskylduna og fá með mér í laugina og rækta þannig vinaböndin. Í sundi er maður alveg frjáls. Það er enginn sem nær í mann og enginn sími eða tölva sem truflar svo það er vel hægt að vera í rólegheitum með vinum og vandamönnum að spjalla um líf og leik. Draumurinn er að fara í allar almenningssundlaugar landsins en ég þyrfti kannski að taka gott ár eða tvö í það verkefni,“ segir Hinrik en síðasta sundlaugarferðin í þessari lotu verður farin í Lágafellslaug þann 28. febrúar næstkomandi.
Meistaramánuður Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira