Enski boltinn

Klopp: Haldið þið að Wenger langi til að kýla dómarann?

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Jürgen Klopp var ansi æstur á móti Chelsea.
Jürgen Klopp var ansi æstur á móti Chelsea. vísir/getty
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, sagði á blaðamannafundi sínum fyrir leik liðsins gegn Hull um helgina að það megi vel vera að hann missi stjórn á skapi sínu á hliðarlínunni aftur.

Klopp átti fyrirsagnirnar eftir 1-1 jafntefli Liverpool og Chelsea í vikunni þar sem hann öskraði „enginn getur sigrað okkur“ í andlitið á fjórða dómaranum Neil Swarbrick.

Þjóðverjinn slapp með refsingu sem kollega hans hjá Manchester United, José Mourinho, fannst skrítið þar sem hann hefur verið sendur upp í stúku fyrir álíka „ástríðu“

„Ég get ekki lofað því að þetta gerist ekki aftur,“ sagði Klopp. „Ég gæti sagt það við ykkur núna en það væri lygi. Til þess eru sektirnar. Ef við förum yfir strikið þá erum við sektaðir. Það er bara réttlátt að við borgum fyrir mistök okkar.“

„Knattspyrnustjórar eru í grunninn ekki menn sem vilja skammast í dómaranum. Haldið þið að Arsene Wenger sé maður sem vill kýla fjórða dómarann þegar hann sér hann? Þannig maður er Wenger ekki og allir vita það.“

„Þetta gerist vegna þess sem er í gangi í leiknum, ekki vegna persónuleika manna. Stundum getur maður bara ekki hamið sig og þá segir maður hluti eins og „enginn getur sigrað okkur.“ Ég hef aldrei heyrt kjánalegri setningu í ljósi þess að við töpuðmu þremur leikjum í röð áður en kom að þessum,“ sagði Jürgen Klopp.


Tengdar fréttir

Sigurlíkur Chelsea hækkuðu mikið eftir úrslit vikunnar

Þriðjudagskvöldið hafði mikil áhrif á tölfræðispá FiveThirtyEight um hvaða lið verður enskur meistari í vor og það er ekki oft sem lið hækka sigurlíkur sínar svona mikið með því aðeins að gera jafntefli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×