Má búast við átökum um áfengisfrumvarp Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. febrúar 2017 07:00 Ekki ríkir einhugur um áfengisfrumvarpið. Vísir/GVA Ekki ríkir einhugur um frumvarp sem myndi heimila verslunum að selja áfengi innan þeirra flokka sem eiga flutningsmenn að frumvarpinu. Flutningsmennirnir eru Teitur Björn Einarsson, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Vilhjálmur Árnason og Hildur Sverrisdóttir úr Sjálfstæðisflokki, Pawel Bartoszek úr Viðreisn, Jón Þór Ólafsson, Ásta Guðrún Helgadóttir og Viktor Orri Valgarðsson úr Pírötum og Nichole Leigh Mosty úr Bjartri framtíð. Næði frumvarpið fram að ganga yrði verslunum heimilt að selja áfengi frá og með næstu áramótum, staða innlendra og erlendra aðila yrði jöfnuð þegar kæmi að auglýsingu áfengis og Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins yrði einfaldlega tóbaksverslun ríkisins. Frumvarp sama efnis dagaði upp á síðasta kjörtímabili.Lilja Dögg Alfreðsdóttirvísir/stefánÞingstyrkur flokkanna fjögurra er samtals 42 þingmenn. Tíu fleiri en þyrfti til þess að ná frumvarpinu í gegn. Hins vegar er ekki hægt að ganga að stuðningi allra þeirra þingmanna sem vísum. Þá lýstu margir þeirra þingmanna sem sitja fyrir hina þrjá flokkana á þingi, Framsókn, Vinstri græn og Samfylkingu, andstöðu við frumvarp sama efnis á síðasta kjörtímabili. „Ég mun greiða atkvæði á móti því. Ég hef haft þessa afstöðu mjög lengi og finnst þessu ágætlega fyrir komið. Það er ekki vandamál fyrir neinn að ná sér í vín,“ segir Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og bætir við: „Ég er mjög íhaldssamur í þessum efnum.“ Ásmundur FriðrikssonEinar Brynjólfsson, þingmaður Pírata, segist óviss um hver afstaða sín verði komi til atkvæðagreiðslu. „Ég er ekki búinn að taka endanlega ákvörðun um það hvernig ég mun greiða atkvæði. Ég mun mjög líklega byggja þá ákvörðun mína á umsögnum landlæknis,“ segir Einar. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokks, segist einnig óviss. „Það sem mun ráða minni afstöðu er hvað lýðheilsurannsóknir gefa til kynna að komi best út.“ Erfitt er að áætla hvort nægur stuðningur sé fyrir frumvarpinu þar sem einhverjir þingmenn eiga eftir að gera upp hug sinn. Þó er ljóst að tíu þingmenn þeirra flokka hverra flutningsmenn standa að frumvarpinu mættu greiða atkvæði gegn frumvarpinu án þess að málið yrði fellt.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þingmenn fjögurra flokka vilja áfengi í verslanir Heimilt verður að selja áfengi í verslunum frá og með næstu áramótum verði frumvarp þingmanna fjögurra flokka að lögum. 2. febrúar 2017 18:30 Láta aftur reyna á áfengisfrumvarp Nýtt frumvarp um sölu áfengis í verslunum lagt fram á Alþingi. 2. febrúar 2017 11:53 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Ekki ríkir einhugur um frumvarp sem myndi heimila verslunum að selja áfengi innan þeirra flokka sem eiga flutningsmenn að frumvarpinu. Flutningsmennirnir eru Teitur Björn Einarsson, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Vilhjálmur Árnason og Hildur Sverrisdóttir úr Sjálfstæðisflokki, Pawel Bartoszek úr Viðreisn, Jón Þór Ólafsson, Ásta Guðrún Helgadóttir og Viktor Orri Valgarðsson úr Pírötum og Nichole Leigh Mosty úr Bjartri framtíð. Næði frumvarpið fram að ganga yrði verslunum heimilt að selja áfengi frá og með næstu áramótum, staða innlendra og erlendra aðila yrði jöfnuð þegar kæmi að auglýsingu áfengis og Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins yrði einfaldlega tóbaksverslun ríkisins. Frumvarp sama efnis dagaði upp á síðasta kjörtímabili.Lilja Dögg Alfreðsdóttirvísir/stefánÞingstyrkur flokkanna fjögurra er samtals 42 þingmenn. Tíu fleiri en þyrfti til þess að ná frumvarpinu í gegn. Hins vegar er ekki hægt að ganga að stuðningi allra þeirra þingmanna sem vísum. Þá lýstu margir þeirra þingmanna sem sitja fyrir hina þrjá flokkana á þingi, Framsókn, Vinstri græn og Samfylkingu, andstöðu við frumvarp sama efnis á síðasta kjörtímabili. „Ég mun greiða atkvæði á móti því. Ég hef haft þessa afstöðu mjög lengi og finnst þessu ágætlega fyrir komið. Það er ekki vandamál fyrir neinn að ná sér í vín,“ segir Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og bætir við: „Ég er mjög íhaldssamur í þessum efnum.“ Ásmundur FriðrikssonEinar Brynjólfsson, þingmaður Pírata, segist óviss um hver afstaða sín verði komi til atkvæðagreiðslu. „Ég er ekki búinn að taka endanlega ákvörðun um það hvernig ég mun greiða atkvæði. Ég mun mjög líklega byggja þá ákvörðun mína á umsögnum landlæknis,“ segir Einar. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokks, segist einnig óviss. „Það sem mun ráða minni afstöðu er hvað lýðheilsurannsóknir gefa til kynna að komi best út.“ Erfitt er að áætla hvort nægur stuðningur sé fyrir frumvarpinu þar sem einhverjir þingmenn eiga eftir að gera upp hug sinn. Þó er ljóst að tíu þingmenn þeirra flokka hverra flutningsmenn standa að frumvarpinu mættu greiða atkvæði gegn frumvarpinu án þess að málið yrði fellt.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þingmenn fjögurra flokka vilja áfengi í verslanir Heimilt verður að selja áfengi í verslunum frá og með næstu áramótum verði frumvarp þingmanna fjögurra flokka að lögum. 2. febrúar 2017 18:30 Láta aftur reyna á áfengisfrumvarp Nýtt frumvarp um sölu áfengis í verslunum lagt fram á Alþingi. 2. febrúar 2017 11:53 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Þingmenn fjögurra flokka vilja áfengi í verslanir Heimilt verður að selja áfengi í verslunum frá og með næstu áramótum verði frumvarp þingmanna fjögurra flokka að lögum. 2. febrúar 2017 18:30
Láta aftur reyna á áfengisfrumvarp Nýtt frumvarp um sölu áfengis í verslunum lagt fram á Alþingi. 2. febrúar 2017 11:53