Innlent

Auglýsingar leyfðar í nýju áfengisfrumvarpi

Sveinn Arnarsson skrifar
Nýtt frumvarp um sölu áfengis í verslunum verður lagt fram.
Nýtt frumvarp um sölu áfengis í verslunum verður lagt fram. vísir/gva
Frumvarp um afnám einkasölu ÁTVR á léttvíni og bjór verður lagt fram. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en þingmenn Pírata, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar munu einnig styðja málið.

Frumvarpið er nokkuð breytt frá því frumvarpi sem Vilhjálmur Árnason þingmaður lagði fram á síðasta kjörtímabili. Helsta nýbreytni nýja frumvarpsins er á þá leið að auglýsingar á áfengum drykkjum verða leyfðar með ákveðnum skilyrðum. Er þetta í takt við það sem Félag atvinnurekenda hefur bent á að hafi þurft í fyrra frumvarp.

Ólafur Stephensen
„Við höfum bent á að frumvarpið þurfi að taka líka til auglýsinga og ef rétt reynist að auglýsingar verði leyfðar í nýju frumvarpi er það vissulega skref í rétta átt. það hefur verið okkar skoðun að sala á þessum vörum eigi að vera frjáls,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.

Í greinargerð með frumvarpinu segir að gildandi lög feli í sér mismunun á þá vegu að erlendur framleiðendur hafi nú þegar greiðan aðganga ða auglýsingum sem birtist hér á landi, hvort sem um sé að ræða auglýsingar á erlendum kappleikjum, á internetinu eða í öðrum miðlum.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins
Frumvarpið mun ganga til allsherjar- og menntamálanefndar þingsins. Formaður nefndarinnar er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, en hún er einmitt einn flutningsmanna frumvarpsins. „Mín afstaða til þessa máls hefur verið skýr og ég vænti þess að frumvarpið muni fá góða umfjöllun í nefndinni,“ segir Áslaug Arna. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×