Milljón manns í 300 íbúa þorpi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 3. febrúar 2017 07:00 ÁSgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps. vísir/vilhelm „Við finnum mjög lítinn mun hvort þetta er á sumri eða vetri,“ segir Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, um sívaxandi ferðamannastraum í Vík. Meira en milljón ferðamenn fara í gegn um þorpið árlega. Mikil uppbygging er fram undan í Vík til að þjóna ferðafólki. Vilhjálmur Sigurðsson, sem rekur Hótel Laxá í Mývatnssveit og bílaleigurnar Avis og Budget, ætlar að byggja hótel með eitt hundrað herbergjum og Benedikt Kristinsson í Iceland Incoming ferðum ehf. hyggst reisa sextíu herbergja hótel. Benedikt er með ferðaskrifstofuna Vulkanresor í Svíþjóð og er að breyta gömlu skólahúsi á Varmalandi í Borgarfirði í sextíu herbergja hótel. Þá er stefnt að því á næsta ári að bæta fjörutíu herbergjum við núverandi um eitt hundrað herbergja Icelandair hótel á staðnum. Ásgeir segir að eins og er geti Vík hýst um eitt þúsund ferðamenn. „Svo er verið að byggja um 3.500 fermetra verslunarmiðstöð og svo á að byggja helling af íbúðum sem á að fylla af fólki sem á að vinna á þessum stöðum,“ segir Ásgeir. Bygging verslunarmiðstöðvarinnar er þegar hafin. Ásgeir segir að þar verði matvöruverslunin Kjarval sem nú er rekin á inni í þorpinu í Vík. Vestan við Víkurskála verður Olís síðan með nýja bensínstöð og verslun í fjögur hundruð fermetra húsi. „Það búa þrjú hundruð manns í þessu þorpi og 550 í sveitarfélaginu í allt. Hér fer í gegn um þorpið töluvert á aðra milljón ferðamanna á ári og það segir sig sjálft að sumt af þeirri þjónustu sem byggð var upp til að þjóna þeim 550 hræðum sem hér búa er ansi vel sprungið þegar menn eru komnir með allan þennan fjölda,“ segir sveitarstjórinn. Lóðir gegnt Víkurskála, norðan þjóðvegarins, verða svo fyrir blandaða notkun. „Þar verða byggðar hundrað fermetra íbúðir og fimmtíu fermetra stúdíóíbúðir til útleigu fyrir ferðamenn,“ segir Ásgeir sem kveður þessa uppbyggingu á vegum þeirra sem eru með hótelin og aðila sem tengjast þeim. Ásgeir segir að helst skorti á uppbyggingu í ferðaþjónustu almennt. „Við erum með tvo lögreglumenn og það dugar ekki til að þjónusta allan þennan hóp. Og við erum bara með litla heilsugæslustöð,“ segir sveitarstjórinn. Ríkið taki ekki tillit til ferðmannafjöldans að þessu leyti. „Og við höfum verið að tala um nýjan veg fyrir neðan þorpið frá árinu 2010. Þá voru að fara um tvö hundruð þúsund bílar hér í gegn. Ætli þeir verði ekki um 850 þúsund á næsta ári. En það hefur ekkert gerst í umferðarmannvirkjum til að taka á móti þessu. Þjóðvegirnir okkar þolir ekkert þessa miklu umferð.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
„Við finnum mjög lítinn mun hvort þetta er á sumri eða vetri,“ segir Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, um sívaxandi ferðamannastraum í Vík. Meira en milljón ferðamenn fara í gegn um þorpið árlega. Mikil uppbygging er fram undan í Vík til að þjóna ferðafólki. Vilhjálmur Sigurðsson, sem rekur Hótel Laxá í Mývatnssveit og bílaleigurnar Avis og Budget, ætlar að byggja hótel með eitt hundrað herbergjum og Benedikt Kristinsson í Iceland Incoming ferðum ehf. hyggst reisa sextíu herbergja hótel. Benedikt er með ferðaskrifstofuna Vulkanresor í Svíþjóð og er að breyta gömlu skólahúsi á Varmalandi í Borgarfirði í sextíu herbergja hótel. Þá er stefnt að því á næsta ári að bæta fjörutíu herbergjum við núverandi um eitt hundrað herbergja Icelandair hótel á staðnum. Ásgeir segir að eins og er geti Vík hýst um eitt þúsund ferðamenn. „Svo er verið að byggja um 3.500 fermetra verslunarmiðstöð og svo á að byggja helling af íbúðum sem á að fylla af fólki sem á að vinna á þessum stöðum,“ segir Ásgeir. Bygging verslunarmiðstöðvarinnar er þegar hafin. Ásgeir segir að þar verði matvöruverslunin Kjarval sem nú er rekin á inni í þorpinu í Vík. Vestan við Víkurskála verður Olís síðan með nýja bensínstöð og verslun í fjögur hundruð fermetra húsi. „Það búa þrjú hundruð manns í þessu þorpi og 550 í sveitarfélaginu í allt. Hér fer í gegn um þorpið töluvert á aðra milljón ferðamanna á ári og það segir sig sjálft að sumt af þeirri þjónustu sem byggð var upp til að þjóna þeim 550 hræðum sem hér búa er ansi vel sprungið þegar menn eru komnir með allan þennan fjölda,“ segir sveitarstjórinn. Lóðir gegnt Víkurskála, norðan þjóðvegarins, verða svo fyrir blandaða notkun. „Þar verða byggðar hundrað fermetra íbúðir og fimmtíu fermetra stúdíóíbúðir til útleigu fyrir ferðamenn,“ segir Ásgeir sem kveður þessa uppbyggingu á vegum þeirra sem eru með hótelin og aðila sem tengjast þeim. Ásgeir segir að helst skorti á uppbyggingu í ferðaþjónustu almennt. „Við erum með tvo lögreglumenn og það dugar ekki til að þjónusta allan þennan hóp. Og við erum bara með litla heilsugæslustöð,“ segir sveitarstjórinn. Ríkið taki ekki tillit til ferðmannafjöldans að þessu leyti. „Og við höfum verið að tala um nýjan veg fyrir neðan þorpið frá árinu 2010. Þá voru að fara um tvö hundruð þúsund bílar hér í gegn. Ætli þeir verði ekki um 850 þúsund á næsta ári. En það hefur ekkert gerst í umferðarmannvirkjum til að taka á móti þessu. Þjóðvegirnir okkar þolir ekkert þessa miklu umferð.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira