Viðskipti innlent

Gengi hlutabréfa Icelandair hélt áfram að lækka

Haraldur Guðmundsson skrifar
Samkvæmt afkomuviðvöruninni spáir Icelandair Group að EBIDTA fyrirtækisins, hagnaður fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir, á árinu 2017 lækki um 30 prósent miðað við væntingar félagsins um rekstur þess í fyrra.
Samkvæmt afkomuviðvöruninni spáir Icelandair Group að EBIDTA fyrirtækisins, hagnaður fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir, á árinu 2017 lækki um 30 prósent miðað við væntingar félagsins um rekstur þess í fyrra. Visir/Vilhelm
Gengi hlutabréfa Icelandair Group lækkaði í dag um 3,6 prósent í 1.075 milljóna króna viðskiptum. Við lokun markaða nam virði bréfanna 16,2 krónum á hlut og hafa þau því fallið í verði um 27 prósent frá opnun markaða í gær.

Bréfin fóru líkt og komið hefur fram að falla í verði þegar Icelandair Group sendi frá sér afkomuviðvörun á þriðjudagsmorgun. Í kjölfarið þurrkuðust 27 milljarðar af markaðsvirði félagsins út á einum degi.

Hlutabréf hinna sautján fyrirtækjanna á aðallista Kauphallar Íslands hækkuðu í dag að HB Granda undanskildu sem lækkaði um 0,73 prósent. Mest var hækkunin hjá Nýherja sem fór upp um heil þrettán prósent. Úrvalsvísitalan (OMXI8) hækkaði því um 1,3 prósent.


Tengdar fréttir

Air Canada flýgur til Íslands í sumar

Kanadíska flugfélagið Air Canada tilkynnti í dag að það myndi hefja flugferðir til Íslands í sumar frá Toronto og Montreal.

Horfðu á 27 milljarða gufa upp

Svört afkomuviðvörun olli því að bréf Icelandair lækkuðu um 24 prósent. "Samkeppnin haft meiri áhrif á félagið en búist var við,“ segir sérfræðingur. Hlutur Lífeyrissjóðs verslunarmanna lækkað um 17 milljarða. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×