Viðskipti innlent

Bein útsending: Listamaðurinn Neil Harbisson á UTmessunni

Ritstjórn skrifar
Neil Harbisson verður gestur UTmessunnar.
Neil Harbisson verður gestur UTmessunnar.
Gjörningalistamaðurinn Neil Harbisson, einn af upphafsmönnum Cyborg-isma, verður gestur UTmessunnar nú kl 9.15. Vísir sýnir beint frá viðburðinum en listamaðurinn kom hingað sérstaklega til landsins á vegum Nýherja. Hægt verður að fylgjast með í spilaranum hér að neðan.

Harbisson, sem er litblindur, er með ígrætt loftnet sem gerir honum kleift að skynja ósýnilega liti, bæði útfjólubláa og innrauða, í gegnum hljóðbylgjur.

Listaverk Harbisson ganga út á að rannsaka sambandið milli lita og hljóðs og hvar mörk mannsins liggja í skynjun hluta. Loftnetið, sem er tengt netinu, er sagt gera honum ennfremur mögulegt að taka á móti myndböndum, tónlist og jafnvel símtölum, að því er fram kemur á vefsvæði hans.

Á UTmessunni mun Harbisson fjalla um “Data driven lifestyle - Living as Cyborg in the Cognitive Era”.

Cyborg-ismi er listahreyfing sem á rætur sínar að rekja til Bretlands og fjallar meðal annars um hvernig hægt er að efla skilningarvit með „Cybernetic-ígræðslu“ og sköpun listar með óhefðbundnari skynjun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×