Verðmæti hlutabréfa LV í Icelandair meira en fjórfalt kaupvirði

Sjóðurinn á 14,7 prósenta hlut í Icelandair Group, er stærsti einstaki hluthafi flugfélagsins, og hafa fjölmiðlar, þar á meðal Fréttablaðið, bent á að mikil hlutabréfalækkun Icelandair hafi rýrt verulega markaðsverðmæti eignarhlutar sjóðsins í félaginu. Þegar gengi bréfanna stóð hvað hæst í apríl 2016 nam virði hlutarins 29 milljörðum króna en í gær var það komið niður í rúmlega tólf milljarða króna.
Í tilkynningu lífeyrissjóðsins segir að í fjölmiðlum hafi birst „vangaveltur" um að sjóðurinn hafi orðið fyrir tjóni vegna verðsfallsins.
„Vegið kaupgengi eignarhlutar sjóðsins í Icelandair Group er 3,7. Lokagengi gærdagsins var 16,8. Verðmæti hlutabréfanna nú er því meira en fjórfalt kaupvirði þeirra,“ segir í tilkynningunni. Þá er bent á að ef tekið sé tillit til 1.523 milljóna króna arðgreiðslna sé raunávöxtun fjárfestingar sjóðsins í Icelandair frá 2010 til dagsins í dag 32,34 prósent, sem „telst mjög góð afkoma.“
Tengdar fréttir

Air Canada flýgur til Íslands í sumar
Kanadíska flugfélagið Air Canada tilkynnti í dag að það myndi hefja flugferðir til Íslands í sumar frá Toronto og Montreal.

„Tilkynning Icelandair var rýr og gaf markaðnum enga hjálp“
Hagfræðideild Landsbankans og IFS greining lækkuðu í gær verðmat sitt á Icelandair í kjölfar svartrar afkomuviðvörunar flugfélagsins.

Horfðu á 27 milljarða gufa upp
Svört afkomuviðvörun olli því að bréf Icelandair lækkuðu um 24 prósent. "Samkeppnin haft meiri áhrif á félagið en búist var við,“ segir sérfræðingur. Hlutur Lífeyrissjóðs verslunarmanna lækkað um 17 milljarða.

Skúli vill ekki tjá sig um stöðu Icelandair: „Útlitið er mjög gott“
Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air, vill ekki tjá sig um stöðu Icelandair og þær fréttir sem birtust í svartri afkomuviðvörun flugfélagsins í gær.

Hlutabréf Icelandair hríðfalla eftir svarta afkomuviðvörun
Hlutabréf í Icelandair Group hafa fallið í verði um 24 prósent frá opnun markaða í morgun. Lækkunina má rekja til svartrar afkomuviðvörunar sem fyrirtækið sendi Kauphöll Íslands í morgun.

Hundruð þúsunda leita að beinu flugi frá Asíu til Íslands
Áhugi ferðamanna í Asíu á ferðum til Íslands kemur glöggt í ljós í gagnabanka ferðabókunarrisans SkyScanner.