Láta aftur reyna á áfengisfrumvarp Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. febrúar 2017 11:53 Nýtt frumvarp um sölu áfengis í verslunum verður lagt fram á Alþingi. vísir/gva Þingmenn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Pírata hyggjast á næstu dögum leggja fram nýtt frumvarp um að leyfa sölu áfengis í verslunum. Sambærilegt frumvarp var lagt fram á síðasta kjörtímabili en náði ekki fram að ganga. Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar og einn flutningsmanna frumvarpsins, segir vinnu við frumvarpið á lokametrunum. Það feli í meginatriðum í sér að einkaleyfi ÁTVR verði afnumið og heimilt verði að selja áfengi í sérverslunum, í sérrými innan verslana, eða yfir búðarborð. Þá verði ráðherra og sveitarfélögum heimilt að setja viðbótarskilyrði fyrir veitingu leyfis. „Við erum einnig að gera ráð fyrir framlögum í forvarnarsjóði, og fyrir myndavélaeftirliti innan verslana og því að það sé heimild fyrir því að sveitarstjórnir geti brugðist við með því að setja sérstakar reglur,“ segir Pawel í samtali við Vísi.Sjá einnig:Bitist um brennivín í búðir frá aldamótum Aðspurður segist Pawel telja meiri líkur en minni á að frumvarpið nái fram að ganga, þó það hafi ekki tekist hingað til. „Ég tel að það séu góðar líkur á að það takist því það eru góðar líkur á að það sé meirihluti fyrir þessu á þinginu.“ Samkvæmt frumvarpinu verður áfengisverslun ríkisins lokað samhliða nýjum lögum og verður að tóbaksverslun ríkisins, en gert er ráð fyrir að ný lög taki gildi 1. janúar 2018, nái frumvarpið fram að ganga. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, talaði mjög fyrir áfengisfrumvarpi á síðasta kjörtímabili, en það mætti hins vegar nokkurri andstöðu á Alþingi og náði því ekki fram að ganga. Tengdar fréttir Segja frumvarp um sölu áfengis „meingallað“ Félag atvinnurekenda telur áfengisfrumvarpið ekki ganga nógu langt í að aflétta hömlum á sölu. 11. febrúar 2016 10:16 Landlæknir telur fjölmiðla reka áróður fyrir áfengisfrumvarpinu Rafn M. Jónsson segir fylgjendur áfengisfrumvarpsins eiga greiðari aðganga að fjölmiðlum. 10. mars 2016 11:22 Áfengissala ekki aukist meira frá hruni Vínbúðirnar skila eigendum sínum, íslenska ríkinu, allt að 1,5 milljörðum króna í arð á hverju ári. Sala áfengis er tekin að aukast á ný eftir hrun og nemur aukningin fimm prósentum það sem af er þessu ári. Aukin sala á neftóbaki 30. ágúst 2016 10:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira
Þingmenn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Pírata hyggjast á næstu dögum leggja fram nýtt frumvarp um að leyfa sölu áfengis í verslunum. Sambærilegt frumvarp var lagt fram á síðasta kjörtímabili en náði ekki fram að ganga. Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar og einn flutningsmanna frumvarpsins, segir vinnu við frumvarpið á lokametrunum. Það feli í meginatriðum í sér að einkaleyfi ÁTVR verði afnumið og heimilt verði að selja áfengi í sérverslunum, í sérrými innan verslana, eða yfir búðarborð. Þá verði ráðherra og sveitarfélögum heimilt að setja viðbótarskilyrði fyrir veitingu leyfis. „Við erum einnig að gera ráð fyrir framlögum í forvarnarsjóði, og fyrir myndavélaeftirliti innan verslana og því að það sé heimild fyrir því að sveitarstjórnir geti brugðist við með því að setja sérstakar reglur,“ segir Pawel í samtali við Vísi.Sjá einnig:Bitist um brennivín í búðir frá aldamótum Aðspurður segist Pawel telja meiri líkur en minni á að frumvarpið nái fram að ganga, þó það hafi ekki tekist hingað til. „Ég tel að það séu góðar líkur á að það takist því það eru góðar líkur á að það sé meirihluti fyrir þessu á þinginu.“ Samkvæmt frumvarpinu verður áfengisverslun ríkisins lokað samhliða nýjum lögum og verður að tóbaksverslun ríkisins, en gert er ráð fyrir að ný lög taki gildi 1. janúar 2018, nái frumvarpið fram að ganga. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, talaði mjög fyrir áfengisfrumvarpi á síðasta kjörtímabili, en það mætti hins vegar nokkurri andstöðu á Alþingi og náði því ekki fram að ganga.
Tengdar fréttir Segja frumvarp um sölu áfengis „meingallað“ Félag atvinnurekenda telur áfengisfrumvarpið ekki ganga nógu langt í að aflétta hömlum á sölu. 11. febrúar 2016 10:16 Landlæknir telur fjölmiðla reka áróður fyrir áfengisfrumvarpinu Rafn M. Jónsson segir fylgjendur áfengisfrumvarpsins eiga greiðari aðganga að fjölmiðlum. 10. mars 2016 11:22 Áfengissala ekki aukist meira frá hruni Vínbúðirnar skila eigendum sínum, íslenska ríkinu, allt að 1,5 milljörðum króna í arð á hverju ári. Sala áfengis er tekin að aukast á ný eftir hrun og nemur aukningin fimm prósentum það sem af er þessu ári. Aukin sala á neftóbaki 30. ágúst 2016 10:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira
Segja frumvarp um sölu áfengis „meingallað“ Félag atvinnurekenda telur áfengisfrumvarpið ekki ganga nógu langt í að aflétta hömlum á sölu. 11. febrúar 2016 10:16
Landlæknir telur fjölmiðla reka áróður fyrir áfengisfrumvarpinu Rafn M. Jónsson segir fylgjendur áfengisfrumvarpsins eiga greiðari aðganga að fjölmiðlum. 10. mars 2016 11:22
Áfengissala ekki aukist meira frá hruni Vínbúðirnar skila eigendum sínum, íslenska ríkinu, allt að 1,5 milljörðum króna í arð á hverju ári. Sala áfengis er tekin að aukast á ný eftir hrun og nemur aukningin fimm prósentum það sem af er þessu ári. Aukin sala á neftóbaki 30. ágúst 2016 10:00