Viðskipti innlent

300 atvinnulausir í ár eða meira

Haraldur Guðmundsson skrifar
 Atvinnuleysi var 2,8 prósent á höfuðborgarsvæðinu.
Atvinnuleysi var 2,8 prósent á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm
Atvinnuleysi á fjórða ársfjórðungi 2016 var 2,5 prósent. Þá voru að jafnaði 196.700 manns á aldrinum 16 til 74 ára á vinnumarkaði og mældist atvinnuþátttaka 83 prósent. Þetta kemur fram í nýrri frétt Hagstofu Íslands. 

„Frá fjórða ársfjórðungi 2015 fjölgaði starfandi fólki um 8.400 og hlutfallið jókst um 1,9 prósentustig. Atvinnulausum fækkaði á sama tíma um 900 manns og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli lækkaði um 0,6 prósentustig. Atvinnulausar konur voru 2.500 og var atvinnuleysi á meðal kvenna 2,7 prósent. Atvinnulausir karlar voru 2.500 eða 2,4 prósent. Atvinnuleysi var 2,8 prósent á höfuðborgarsvæðinu og 2 prósent utan þess."

Í fréttinni segir einnig að 300 manns höfðu verið atvinnulausir í tólf mánuði eða lengur í lok 2016. Um 900 manns höfðu verið atvinnulaus svo lengi á fjórða ársfjórðungi 2015.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×