Skúli vill ekki tjá sig um stöðu Icelandair: „Útlitið er mjög gott“ Haraldur Guðmundsson skrifar 2. febrúar 2017 10:17 Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air Vísir/Vilhelm Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air, vill ekki tjá sig um stöðu Icelandair og þær fréttir sem birtust í svartri afkomuviðvörun flugfélagsins í gær. Forstjóri WOW air segir ljóst að samkeppnin í flugi til og frá Íslandi muni aukast og harðna en í tilkynningu Icelandair kom fram að bókunum hefði fækkað og fyrirtækið þurfi að hagræða. „Við vorum að auka okkar framboð á sætum um tæp 80 prósent í ár og útlitið er mjög gott. Það er hins vegar alveg ljóst að samkeppnin í flugi bæði til og frá Íslandi, og ekki síst flugið yfir hafið, mun bara aukast og harðna og fargjöldin munu halda áfram að lækka og mun meira en áður hefur sést,“ segir Skúli Mogensen í samtali við Vísi. Flugfélagið Air Canada tilkynnti í gær að það ætli að hefja áætlunarflug til Íslands í sumar og líkt og kom fram í forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag munu hátt í 30 flugfélög fljúga hingað til lands næsta sumar. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, sagði þar að meðalverð flugmiða, sérstaklega á Atlantshafsleiðinni, hafi farið lækkandi. Hærra olíuverð og sterkt gengi krónunnar hefðu einnig áhrif. „Það er eðlilegt að markaðir bregðist við svona neikvæðum fréttum,“ sagði Björgólfur en gengi bréfa Icelandair Group í Kauphöll Íslands stendur í 16,1 krónu á hlut þegar þessi frétt er skrifuð. Virði bréfanna hefur því fallið um 27 prósent síðan markaðir opnuðu í gærmorgun. WOW Air Tengdar fréttir Air Canada flýgur til Íslands í sumar Kanadíska flugfélagið Air Canada tilkynnti í dag að það myndi hefja flugferðir til Íslands í sumar frá Toronto og Montreal. 1. febrúar 2017 13:45 „Tilkynning Icelandair var rýr og gaf markaðnum enga hjálp“ Hagfræðideild Landsbankans og IFS greining lækkuðu í gær verðmat sitt á Icelandair í kjölfar svartrar afkomuviðvörunar flugfélagsins. 2. febrúar 2017 09:35 Horfðu á 27 milljarða gufa upp Svört afkomuviðvörun olli því að bréf Icelandair lækkuðu um 24 prósent. "Samkeppnin haft meiri áhrif á félagið en búist var við,“ segir sérfræðingur. Hlutur Lífeyrissjóðs verslunarmanna lækkað um 17 milljarða. 2. febrúar 2017 07:00 Hlutabréf Icelandair hríðfalla eftir svarta afkomuviðvörun Hlutabréf í Icelandair Group hafa fallið í verði um 24 prósent frá opnun markaða í morgun. Lækkunina má rekja til svartrar afkomuviðvörunar sem fyrirtækið sendi Kauphöll Íslands í morgun. 1. febrúar 2017 10:09 Hundruð þúsunda leita að beinu flugi frá Asíu til Íslands Áhugi ferðamanna í Asíu á ferðum til Íslands kemur glöggt í ljós í gagnabanka ferðabókunarrisans SkyScanner. 1. febrúar 2017 07:00 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air, vill ekki tjá sig um stöðu Icelandair og þær fréttir sem birtust í svartri afkomuviðvörun flugfélagsins í gær. Forstjóri WOW air segir ljóst að samkeppnin í flugi til og frá Íslandi muni aukast og harðna en í tilkynningu Icelandair kom fram að bókunum hefði fækkað og fyrirtækið þurfi að hagræða. „Við vorum að auka okkar framboð á sætum um tæp 80 prósent í ár og útlitið er mjög gott. Það er hins vegar alveg ljóst að samkeppnin í flugi bæði til og frá Íslandi, og ekki síst flugið yfir hafið, mun bara aukast og harðna og fargjöldin munu halda áfram að lækka og mun meira en áður hefur sést,“ segir Skúli Mogensen í samtali við Vísi. Flugfélagið Air Canada tilkynnti í gær að það ætli að hefja áætlunarflug til Íslands í sumar og líkt og kom fram í forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag munu hátt í 30 flugfélög fljúga hingað til lands næsta sumar. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, sagði þar að meðalverð flugmiða, sérstaklega á Atlantshafsleiðinni, hafi farið lækkandi. Hærra olíuverð og sterkt gengi krónunnar hefðu einnig áhrif. „Það er eðlilegt að markaðir bregðist við svona neikvæðum fréttum,“ sagði Björgólfur en gengi bréfa Icelandair Group í Kauphöll Íslands stendur í 16,1 krónu á hlut þegar þessi frétt er skrifuð. Virði bréfanna hefur því fallið um 27 prósent síðan markaðir opnuðu í gærmorgun.
WOW Air Tengdar fréttir Air Canada flýgur til Íslands í sumar Kanadíska flugfélagið Air Canada tilkynnti í dag að það myndi hefja flugferðir til Íslands í sumar frá Toronto og Montreal. 1. febrúar 2017 13:45 „Tilkynning Icelandair var rýr og gaf markaðnum enga hjálp“ Hagfræðideild Landsbankans og IFS greining lækkuðu í gær verðmat sitt á Icelandair í kjölfar svartrar afkomuviðvörunar flugfélagsins. 2. febrúar 2017 09:35 Horfðu á 27 milljarða gufa upp Svört afkomuviðvörun olli því að bréf Icelandair lækkuðu um 24 prósent. "Samkeppnin haft meiri áhrif á félagið en búist var við,“ segir sérfræðingur. Hlutur Lífeyrissjóðs verslunarmanna lækkað um 17 milljarða. 2. febrúar 2017 07:00 Hlutabréf Icelandair hríðfalla eftir svarta afkomuviðvörun Hlutabréf í Icelandair Group hafa fallið í verði um 24 prósent frá opnun markaða í morgun. Lækkunina má rekja til svartrar afkomuviðvörunar sem fyrirtækið sendi Kauphöll Íslands í morgun. 1. febrúar 2017 10:09 Hundruð þúsunda leita að beinu flugi frá Asíu til Íslands Áhugi ferðamanna í Asíu á ferðum til Íslands kemur glöggt í ljós í gagnabanka ferðabókunarrisans SkyScanner. 1. febrúar 2017 07:00 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Air Canada flýgur til Íslands í sumar Kanadíska flugfélagið Air Canada tilkynnti í dag að það myndi hefja flugferðir til Íslands í sumar frá Toronto og Montreal. 1. febrúar 2017 13:45
„Tilkynning Icelandair var rýr og gaf markaðnum enga hjálp“ Hagfræðideild Landsbankans og IFS greining lækkuðu í gær verðmat sitt á Icelandair í kjölfar svartrar afkomuviðvörunar flugfélagsins. 2. febrúar 2017 09:35
Horfðu á 27 milljarða gufa upp Svört afkomuviðvörun olli því að bréf Icelandair lækkuðu um 24 prósent. "Samkeppnin haft meiri áhrif á félagið en búist var við,“ segir sérfræðingur. Hlutur Lífeyrissjóðs verslunarmanna lækkað um 17 milljarða. 2. febrúar 2017 07:00
Hlutabréf Icelandair hríðfalla eftir svarta afkomuviðvörun Hlutabréf í Icelandair Group hafa fallið í verði um 24 prósent frá opnun markaða í morgun. Lækkunina má rekja til svartrar afkomuviðvörunar sem fyrirtækið sendi Kauphöll Íslands í morgun. 1. febrúar 2017 10:09
Hundruð þúsunda leita að beinu flugi frá Asíu til Íslands Áhugi ferðamanna í Asíu á ferðum til Íslands kemur glöggt í ljós í gagnabanka ferðabókunarrisans SkyScanner. 1. febrúar 2017 07:00