Mál Birnu Brjánsdóttur vekur heimsathygli Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 2. febrúar 2017 07:00 Síðari blaðamannafundur lögreglunnar. Gunnar Rúnar stendur hér lengst til vinstri og leiðbeinir fjölmiðlafólki. vísir/anton brink Umfjöllun erlendra fjölmiðla um mál Birnu Brjánsdóttur hefur verið mjög mikil og gerði Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, kynningarfulltrúi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, fátt annað um tíma en að svara fyrirspurnum frá erlendum fréttamiðlum. Algengasta spurningin sem Gunnar Rúnar fær er hvað hafi komið fram í yfirheyrslum yfir sakborningum. „Þegar þetta mál kom upp og lögreglan hélt fyrri blaðamannafundinn fór ég að finna fyrir auknum áhuga að utan. Aðallega var þetta frá löndunum í kringum okkur. Eftir að síðari blaðamannafundurinn var haldinn þá jókst áhugi erlendra fjölmiðla mjög mikið og nánast alla vikuna eftir fundinn var ég að gera lítið annað en að svara fyrirspurnum að utan.“ Það er nánast sama hvar litið er í fjölmiðlaheiminum, fréttir um málið hafa verið þar til umfjöllunar. Hvort sem það eru stórar fjölmiðlasamsteypur í Bandaríkjunum eða örlitlir netmiðlar. Ekki hefur allt verið rétt sem fréttamiðlarnir hafa sagt og hefur Gunnar Rúnar þurft að leiðrétta fréttir þar sem rangt var farið með. „Umfjöllun þeirra snýst að miklum hluta um hvað Ísland er öruggt. Það er dregið fram að hér sé enginn her, lögreglan gengur ekki um með skotvopn og manndráp eru fátíð,“ segir Gunnar Rúnar sem kveðst ekki muna eftir öðru eins þau tæplega 11 ár sem hann hafi starfað hjá lögreglunni. „Það var töluvert um fyrirspurnir að utan þegar efnahagshrunið varð en ég þekki ekki annað eins og hefur verið í kringum þetta mál. Fréttamiðlarnir á Norðurlöndunum riðu á vaðið en ég er jafnframt að fá fyrirspurnir frá Þýskalandi, Spáni, Bretlandi, Bandaríkjunum og Rússlandi svo dæmi séu tekin.“ Gunnar Rúnar segir margar erlenda fjölmiðlamenn hringja eða senda fyrirspurnir, allt að því á hverjum degi, og vilji helst fá að vita hvað komi fram í yfirheyrslunum. „Það er töluvert spurt um hvenær næsti blaðamannafundur verði og svo eru sumir sem segjast hafa heimildir fyrir þessu og hinu og eru að leita að staðfestingu. Það hefur farið nokkur tími í að benda þeim á að heimildir þeirra eiga ekki við rök að styðjast.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Umfjöllun erlendra fjölmiðla um mál Birnu Brjánsdóttur hefur verið mjög mikil og gerði Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, kynningarfulltrúi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, fátt annað um tíma en að svara fyrirspurnum frá erlendum fréttamiðlum. Algengasta spurningin sem Gunnar Rúnar fær er hvað hafi komið fram í yfirheyrslum yfir sakborningum. „Þegar þetta mál kom upp og lögreglan hélt fyrri blaðamannafundinn fór ég að finna fyrir auknum áhuga að utan. Aðallega var þetta frá löndunum í kringum okkur. Eftir að síðari blaðamannafundurinn var haldinn þá jókst áhugi erlendra fjölmiðla mjög mikið og nánast alla vikuna eftir fundinn var ég að gera lítið annað en að svara fyrirspurnum að utan.“ Það er nánast sama hvar litið er í fjölmiðlaheiminum, fréttir um málið hafa verið þar til umfjöllunar. Hvort sem það eru stórar fjölmiðlasamsteypur í Bandaríkjunum eða örlitlir netmiðlar. Ekki hefur allt verið rétt sem fréttamiðlarnir hafa sagt og hefur Gunnar Rúnar þurft að leiðrétta fréttir þar sem rangt var farið með. „Umfjöllun þeirra snýst að miklum hluta um hvað Ísland er öruggt. Það er dregið fram að hér sé enginn her, lögreglan gengur ekki um með skotvopn og manndráp eru fátíð,“ segir Gunnar Rúnar sem kveðst ekki muna eftir öðru eins þau tæplega 11 ár sem hann hafi starfað hjá lögreglunni. „Það var töluvert um fyrirspurnir að utan þegar efnahagshrunið varð en ég þekki ekki annað eins og hefur verið í kringum þetta mál. Fréttamiðlarnir á Norðurlöndunum riðu á vaðið en ég er jafnframt að fá fyrirspurnir frá Þýskalandi, Spáni, Bretlandi, Bandaríkjunum og Rússlandi svo dæmi séu tekin.“ Gunnar Rúnar segir margar erlenda fjölmiðlamenn hringja eða senda fyrirspurnir, allt að því á hverjum degi, og vilji helst fá að vita hvað komi fram í yfirheyrslunum. „Það er töluvert spurt um hvenær næsti blaðamannafundur verði og svo eru sumir sem segjast hafa heimildir fyrir þessu og hinu og eru að leita að staðfestingu. Það hefur farið nokkur tími í að benda þeim á að heimildir þeirra eiga ekki við rök að styðjast.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birna Brjánsdóttir Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira