Enski boltinn

Firmino sviptur ökuréttindum í ár

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Roberto Firmino, framherji Liverpool, var í dag sviptur ökuréttindum í ár vegna ölvunaraksturs.

Firmino var tekinn fullur undir stýri á aðfangadagskvöld og þurfti að mæta fyrir dóm í Liverpool í dag.

Þar var Brasilíumaðurinn sviptur ökuréttindum í ár auk þess sem hann þarf að borga 20.000 punda sekt. Það samsvarar tæpum þremur milljónum íslenskra króna.

Firmino viðurkenndi brot sitt og baðst afsökunar á því.

„Ég bið félagið, stjórann, samherjana og stuðningsmennina á afsökunar. Það sem ég gerði var rangt og ég setti slæmt fordæmi,“ sagði Firmino.

„Ég lofa öllum í Liverpool-fjölskyldunni að ég mun læra af þessum mistökum og þau munu ekki endurtaka sig í framtíðinni.“

Firmino hefur skorað átta mörk í 22 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.


Tengdar fréttir

Víkingaklappið boðar bara vandræði á Anfield

Aðra helgina í röð hljómaði víkingaklappið á Anfield eftir ósigur heimaliðsins fyrir Íslendingaliði. Jón Daði Böðvarsson fékk mikið hrós fyrir innkomu sína gegn Liverpool og var mjög óheppinn að skora ekki. Hjólin hafa losnað undan Liverpool-vagninum í janúar en liðið er án sigurs í deildinni og fallið úr báðum bikarkeppnunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×