Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Njarðvík 84-55 | Öruggur Keflavíkursigur í grannaslagnum Ingvi Þór Sæmundsson í TM-höllinni í Keflavík skrifar 1. febrúar 2017 21:15 Keflavík vann afar öruggan sigur á Njarðvík þegar liðin mættust í 19. umferð Domino's deildar kvenna í körfubolta. Lokatölur 84-55, Keflavík í vil. Staða liðanna í deildinni er óbreytt eftir umferðina. Keflavík er áfram í 3. sætinu og Njarðvík í því sjötta. Leikurinn var nokkuð jafn í 1. leikhluta en í 2. leikhluta skildu leiðir. Njarðvíkingar réðu ekkert við sterka liðsheild Keflavíkur. Carmen Tyson-Thomas skoraði 26 stig fyrir Njarðvík í fyrri hálfleik en hinar í liðinu aðeins fimm stig samanlagt. Staðan í hálfleik 47-31, Keflavík í vil. Í 3. leikhluta jókst munurinn enn frekar. Keflavíkurvörnin var gríðarlega sterk og Njarðvík skoraði aðeins átta stig í leikhlutanum. Staðan að honum loknum 64-39, heimakonum í vil. Fjórði leikhlutinn var svo aðeins formsatriði sem þurfti að klára. Á endanum munaði 29 stigum á liðunum, 84-55.Af hverju vann Keflavík? Keflavíkingar voru einfaldlega sterkari á öllum sviðum leiksins í kvöld. Fyrsti leikhlutinn var nokkuð jafn en í 2. leikhluta hertu Keflvíkingar vörnina sem skipti sköpum. Á meðan Tyson-Thomas var í algjöru aðalhlutverki í sóknarleik Njarðvíkur voru margir Keflvíkingar sem lögðu hönd á plóg. Til marks um það fékk liðið 43 stig af bekknum í kvöld.Þessar stóðu upp úr: Tyson-Thomas var frábær í fyrri hálfleik en stimplaði sig út í 3. leikhluta þegar Emelía Ósk Gunnarsdóttir fór að spila stífa vörn á hana. Birna Valgerður Benónýsdóttir var stigahæst í liði Keflavíkur með 20 stig en hún átti frábæra innkomu af bekknum. Leikmaður sem er með flottar hreyfingar undir körfunni og getur líka skotið fyrir utan. Annars var það liðsheildin sem skilaði þessum sigri hjá Keflavík sem er aftur komið á sigurbraut eftir smá hikst að undanförnu.Tölfræðin sem vakti athygli: Tyson-Thomas skoraði 34 af 55 stigum Njarðvíkur í leiknum. Allir hinir leikmennirnir skoruðu samtals 21 stig og hittu skelfilega. Þá tók Keflavík 32 vítaskot í leiknum en Njarðvík aðeins fimmtán.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Njarðvíkur var afar ómarkviss og óskilvirkur. Tyson-Thomas var, eins og venjulega, allt í öllu í Njarðvíkursókninni. Oft var eins og hún væri ein í liði en hún gaf ekki eina stoðsendingu í leiknum. Henni til varnar þá gátu samherjar hennar ekki klárað hin einföldustu færi. Njarðvík hefði þurft miklu meira framlag frá íslensku leikmönnunum sínum til að eiga möguleika á sigri í kvöld.Sverrir Þór: Það er enginn að stressa sig hér Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, hrósaði sínum stelpum eftir sigurinn örugga á Njarðvík í kvöld. „Ég er mjög ánægður með hópinn. Það voru stelpur sem komu sterkar inn af bekknum. Við gerðum þetta vel og spiluðum fína vörn. Við vitum að Carmen [Tyson-Thomas] skorar alltaf helling og ég hefði viljað að nýtingin hennar væri aðeins verri. Í fyrri hálfleik hitti hún helvíti vel,“ sagði Sverrir eftir leik. „Þetta var flottur liðssigur hjá okkur og það var gott flæði í sókninni.“ Sverrir nýtti hópinn sinn vel í kvöld og spilaði á 10 leikmönnum á meðan leikurinn var spennandi. Alls fékk Keflavík 43 stig af bekknum í kvöld. Varnarleikur liðsins var sterkur og hann skilaði mörgum hraðaupphlaupum. „Þegar við gerum það sem við viljum í vörninni, stoppa og frákasta, fáum við hraðaupphlaup. Í fyrri hálfleiknum hefðum við getað gert miklu betur. Við létum þær taka erfið skot en þær tóku alltof mörg sóknarfráköst. Það gekk töluvert betur í seinni hálfleik,“ sagði Sverrir. Fyrir leikinn í kvöld var Keflavík búið að tapa þremur af síðustu fjórum leikjum sínum. En er liðið núna komið á beinu brautina? „Ég held að við séum bara á svipuðu róli og við höfum verið á í vetur. Við erum búnar að spila marga jafna leiki. Suma leikina höfum við klárað seint en annað datt ekki fyrir okkur. Það er enginn að stressa sig hérna, við höldum bara áfram,“ sagði Sverrir að lokum.Bein lýsing: Keflavík - Njarðvík Dominos-deild kvenna Mest lesið Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina Fótbolti Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti Fótbolti Nefna völl eftir nemanda sem lést á golfvelli Sport Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Sjá meira
Keflavík vann afar öruggan sigur á Njarðvík þegar liðin mættust í 19. umferð Domino's deildar kvenna í körfubolta. Lokatölur 84-55, Keflavík í vil. Staða liðanna í deildinni er óbreytt eftir umferðina. Keflavík er áfram í 3. sætinu og Njarðvík í því sjötta. Leikurinn var nokkuð jafn í 1. leikhluta en í 2. leikhluta skildu leiðir. Njarðvíkingar réðu ekkert við sterka liðsheild Keflavíkur. Carmen Tyson-Thomas skoraði 26 stig fyrir Njarðvík í fyrri hálfleik en hinar í liðinu aðeins fimm stig samanlagt. Staðan í hálfleik 47-31, Keflavík í vil. Í 3. leikhluta jókst munurinn enn frekar. Keflavíkurvörnin var gríðarlega sterk og Njarðvík skoraði aðeins átta stig í leikhlutanum. Staðan að honum loknum 64-39, heimakonum í vil. Fjórði leikhlutinn var svo aðeins formsatriði sem þurfti að klára. Á endanum munaði 29 stigum á liðunum, 84-55.Af hverju vann Keflavík? Keflavíkingar voru einfaldlega sterkari á öllum sviðum leiksins í kvöld. Fyrsti leikhlutinn var nokkuð jafn en í 2. leikhluta hertu Keflvíkingar vörnina sem skipti sköpum. Á meðan Tyson-Thomas var í algjöru aðalhlutverki í sóknarleik Njarðvíkur voru margir Keflvíkingar sem lögðu hönd á plóg. Til marks um það fékk liðið 43 stig af bekknum í kvöld.Þessar stóðu upp úr: Tyson-Thomas var frábær í fyrri hálfleik en stimplaði sig út í 3. leikhluta þegar Emelía Ósk Gunnarsdóttir fór að spila stífa vörn á hana. Birna Valgerður Benónýsdóttir var stigahæst í liði Keflavíkur með 20 stig en hún átti frábæra innkomu af bekknum. Leikmaður sem er með flottar hreyfingar undir körfunni og getur líka skotið fyrir utan. Annars var það liðsheildin sem skilaði þessum sigri hjá Keflavík sem er aftur komið á sigurbraut eftir smá hikst að undanförnu.Tölfræðin sem vakti athygli: Tyson-Thomas skoraði 34 af 55 stigum Njarðvíkur í leiknum. Allir hinir leikmennirnir skoruðu samtals 21 stig og hittu skelfilega. Þá tók Keflavík 32 vítaskot í leiknum en Njarðvík aðeins fimmtán.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Njarðvíkur var afar ómarkviss og óskilvirkur. Tyson-Thomas var, eins og venjulega, allt í öllu í Njarðvíkursókninni. Oft var eins og hún væri ein í liði en hún gaf ekki eina stoðsendingu í leiknum. Henni til varnar þá gátu samherjar hennar ekki klárað hin einföldustu færi. Njarðvík hefði þurft miklu meira framlag frá íslensku leikmönnunum sínum til að eiga möguleika á sigri í kvöld.Sverrir Þór: Það er enginn að stressa sig hér Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, hrósaði sínum stelpum eftir sigurinn örugga á Njarðvík í kvöld. „Ég er mjög ánægður með hópinn. Það voru stelpur sem komu sterkar inn af bekknum. Við gerðum þetta vel og spiluðum fína vörn. Við vitum að Carmen [Tyson-Thomas] skorar alltaf helling og ég hefði viljað að nýtingin hennar væri aðeins verri. Í fyrri hálfleik hitti hún helvíti vel,“ sagði Sverrir eftir leik. „Þetta var flottur liðssigur hjá okkur og það var gott flæði í sókninni.“ Sverrir nýtti hópinn sinn vel í kvöld og spilaði á 10 leikmönnum á meðan leikurinn var spennandi. Alls fékk Keflavík 43 stig af bekknum í kvöld. Varnarleikur liðsins var sterkur og hann skilaði mörgum hraðaupphlaupum. „Þegar við gerum það sem við viljum í vörninni, stoppa og frákasta, fáum við hraðaupphlaup. Í fyrri hálfleiknum hefðum við getað gert miklu betur. Við létum þær taka erfið skot en þær tóku alltof mörg sóknarfráköst. Það gekk töluvert betur í seinni hálfleik,“ sagði Sverrir. Fyrir leikinn í kvöld var Keflavík búið að tapa þremur af síðustu fjórum leikjum sínum. En er liðið núna komið á beinu brautina? „Ég held að við séum bara á svipuðu róli og við höfum verið á í vetur. Við erum búnar að spila marga jafna leiki. Suma leikina höfum við klárað seint en annað datt ekki fyrir okkur. Það er enginn að stressa sig hérna, við höldum bara áfram,“ sagði Sverrir að lokum.Bein lýsing: Keflavík - Njarðvík
Dominos-deild kvenna Mest lesið Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina Fótbolti Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti Fótbolti Nefna völl eftir nemanda sem lést á golfvelli Sport Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Sjá meira