Enski boltinn

Ensku félögin eyddu 31 milljarði í janúar en komu samt út í gróða í fyrsta sinn

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Janúarglugganum, sem var lokað á miðnætti, var fyrsti félagaskiptaglugginn í sögunni þar sem félögin í ensku úrvalsdeildinni komu út í gróða. Það er þrátt fyrir að eyðslan var sú mesta í janúar í sex ár. BBC greinir frá.

Ensku félögin eyddu í heildina 215 milljónum punda í janúarmánuði eða 31 milljarði króna. Southampton og Burnley keyptu menn á lokasprettinum en Watford seldi nígeríska framherjann Odion Ighalo til Kína fyrir 20 milljónir punda.

Dýrlingarnir á suðurströndinni borguðu fjórtán milljónir punda fyrir Manolo Gabbiadini frá Napoli en yfirmenn Jóhanns Bergs Guðmundssonar hjá Burnley borguðu metfé fyrir fyrir Robbie Brady, þrettán milljónir punda.

Þrátt fyrir að eyða meira í janúar en undanfarin sex ár seldu ensku félögin fyrir 40 milljónum punda meira (6 milljarða króna) en þau keyptu fyrir í þessum félagaskiptaglugga. Það er Deloitte sem tekur saman fjármálin í ensku úrvalsdeildinni að vanda.

Félögin 20 eru búin að eyða 1,38 milljarði punda í nýja leikmenn á þessu tímabili en í sumar fór eyðslan í fyrsta sinn yfir milljarð punda í einum glugga þegar þau keyptu leikmenn fyrir 1,165 milljarð.

Eyðsla ensku félaganna er sú næst mesta í janúar á eftir 225 milljón pundunum sem þau eyddu í janúarmánuði árið 2011. Eyðslan í dag er aðeins meiri en þegar janúarglugginn var fyrst opnaður árið 2003 en þá eyddu félögin í heildina 35 milljónum punda.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×