Viðskipti innlent

Úr hlutabréfum í rútubransann

Hörður Ægisson skrifar
Guðjón Ármann Guðjónsson hætti nýlega sem forstöðumaður hlutabréfa hjá Stefni.
Guðjón Ármann Guðjónsson hætti nýlega sem forstöðumaður hlutabréfa hjá Stefni.
Guðjón Ármann Guðjónsson, sem lét nýlega af störfum sem forstöðumaður hlutabréfa hjá Stefni, stærsta sjóðastýringarfyrirtæki landsins, mun innan skamms taka við sem forstjóri Hópbíla, samkvæmt heimildum Markaðarins.

Hópbílar er umsvifamikið fyrirtæki í rekstri hópbifreiða en framtakssjóðurinn Horn III, sem er í rekstri Landsbréfa, dótturfélags Landsbankans, keypti í árslok 2016 allt hlutafé í félögunum Hagvögnum og Hópbílum.

Hagvagnar reka strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu með langtímasamningum við Strætó bs. Annar af seljendum Hópbíla og Hagvagna var Gísli J. Friðjónsson sem var jafnframt forstjóri félaganna. Heildarvelta félaganna á árinu 2015 nam um 3,2 milljörðum króna. 

Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. 










Fleiri fréttir

Sjá meira


×