Væntanlega ófær um að ná saman verði samningarnir felldir Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. febrúar 2017 12:15 Ólíklegt verður að teljast að útgerðin og sjómenn muni geta náð saman ef nýundirritaður kjarasamningur verður felldur í dag að mati framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtæka í sjávarútvegi. Mikilvægt sé, ef ætlunin er að byggja upp traust milli deiluaðila, að þeir geti komist að sameiginlegri niðurstöðu án utanaðkomandi þvingunar. Þetta kom fram í máli Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur sem rætt var við á Sprengisandi í dag.Eins og greint hefur verið frá náðust samningar milli útgerðarinnar og sjómanna aðfaranótt laugardags eftir um 10 vikna verkfall. Samningarnir hafa verið til umræðu um helgina og greiða sjómenn nú um þá atkvæði. Úrslita er að vænta í kvöld og tvísýnt er hvor niðurstaðan verður ofan á.Sjá einnig: Heiðveig María um atkvæðagreiðsluna: „Þetta verður tæpt“ Heiðrún segir að henni þætti það „ömurlegt" ef samningarnir yrðu felldir. Það sé í raun kraftaverk að hennar mati að búið sé að ná kjarasamningi þegar krónan er jafn sterk og raun ber vitni.„Við erum með gríðarlegar áskoranir, bæði útgerðin og sjómenn, lækkun í tekjum og lækkun í launum. En ef þeir fella samning aftur þá auðvitað myndi ég telja að það blasi við, því miður, að við séum væntanlega ófær um að ná samningi,“ segir Heiðrún. „Ég sé það í öllu falli ekki lausn í sjónmáli en þær geta þó alltaf „poppað upp,“ bætir hún við.Sjá einnig: „Þetta er búið að taka á“ Samningsaðilum var gert grein fyrir því að líklega kæmi til lagasetningar á verkfallið ef samningar næðust ekki á allra næstu dögum.Íhlutun ekki góð fyrir traustið Slíkar fyrirætlanir ættu ekki að koma neinum á óvart að mati Heiðrúnar enda um að ræða langt verkfall sem af hlaust milljarða tón og lamar einn af grunnatvinnuvegum þjóðarinnar. Þegar svo ber undir „þá eru auðvitað hagsmunirnir síst þeirra sem eru við borðið.“ Heiðrún telur mikilvægt að þó samstarfs útgerðar og sjómanna sé alla jafna gott sé mikilvægt að efla traustið milli hópanna. Til þess að tryggja að svo verði til framtíðar sé ekki síst mikilvægt að það þurfi ekki utanaðkomandi þvingun, svo sem að lög verði sett eða að deilan fari fyrir gerðardóm, til að leiða verkfallið til lykta. Spjall Kristjáns Kristjánssonar við Heiðrúnu má heyra hér að neðan. Tengdar fréttir „Þetta er búið að taka á“ Samninganefndir sjómanna og útvegsmanna komust að samkomulagi í nótt. 18. febrúar 2017 11:56 Sjómannadeilan leyst Sjómenn og útgerðarmenn skrifa undir nýjan kjarasamning. 18. febrúar 2017 02:15 Fyrrverandi ríkisskattstjóri: Ljótur leikur SFS að benda á ríkið Deila sjómanna og útgerðarmanna er óleyst en deiluaðilar benda nú á ríkið. Sjómenn vilja fá skattaafslátt af dagpeningum sem kostar ríkið hundruð milljóna. Fyrrverandi ríkisskattstjóri segir þetta ljótan leik. Samningar milli deiluaði 17. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Sjá meira
Ólíklegt verður að teljast að útgerðin og sjómenn muni geta náð saman ef nýundirritaður kjarasamningur verður felldur í dag að mati framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtæka í sjávarútvegi. Mikilvægt sé, ef ætlunin er að byggja upp traust milli deiluaðila, að þeir geti komist að sameiginlegri niðurstöðu án utanaðkomandi þvingunar. Þetta kom fram í máli Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur sem rætt var við á Sprengisandi í dag.Eins og greint hefur verið frá náðust samningar milli útgerðarinnar og sjómanna aðfaranótt laugardags eftir um 10 vikna verkfall. Samningarnir hafa verið til umræðu um helgina og greiða sjómenn nú um þá atkvæði. Úrslita er að vænta í kvöld og tvísýnt er hvor niðurstaðan verður ofan á.Sjá einnig: Heiðveig María um atkvæðagreiðsluna: „Þetta verður tæpt“ Heiðrún segir að henni þætti það „ömurlegt" ef samningarnir yrðu felldir. Það sé í raun kraftaverk að hennar mati að búið sé að ná kjarasamningi þegar krónan er jafn sterk og raun ber vitni.„Við erum með gríðarlegar áskoranir, bæði útgerðin og sjómenn, lækkun í tekjum og lækkun í launum. En ef þeir fella samning aftur þá auðvitað myndi ég telja að það blasi við, því miður, að við séum væntanlega ófær um að ná samningi,“ segir Heiðrún. „Ég sé það í öllu falli ekki lausn í sjónmáli en þær geta þó alltaf „poppað upp,“ bætir hún við.Sjá einnig: „Þetta er búið að taka á“ Samningsaðilum var gert grein fyrir því að líklega kæmi til lagasetningar á verkfallið ef samningar næðust ekki á allra næstu dögum.Íhlutun ekki góð fyrir traustið Slíkar fyrirætlanir ættu ekki að koma neinum á óvart að mati Heiðrúnar enda um að ræða langt verkfall sem af hlaust milljarða tón og lamar einn af grunnatvinnuvegum þjóðarinnar. Þegar svo ber undir „þá eru auðvitað hagsmunirnir síst þeirra sem eru við borðið.“ Heiðrún telur mikilvægt að þó samstarfs útgerðar og sjómanna sé alla jafna gott sé mikilvægt að efla traustið milli hópanna. Til þess að tryggja að svo verði til framtíðar sé ekki síst mikilvægt að það þurfi ekki utanaðkomandi þvingun, svo sem að lög verði sett eða að deilan fari fyrir gerðardóm, til að leiða verkfallið til lykta. Spjall Kristjáns Kristjánssonar við Heiðrúnu má heyra hér að neðan.
Tengdar fréttir „Þetta er búið að taka á“ Samninganefndir sjómanna og útvegsmanna komust að samkomulagi í nótt. 18. febrúar 2017 11:56 Sjómannadeilan leyst Sjómenn og útgerðarmenn skrifa undir nýjan kjarasamning. 18. febrúar 2017 02:15 Fyrrverandi ríkisskattstjóri: Ljótur leikur SFS að benda á ríkið Deila sjómanna og útgerðarmanna er óleyst en deiluaðilar benda nú á ríkið. Sjómenn vilja fá skattaafslátt af dagpeningum sem kostar ríkið hundruð milljóna. Fyrrverandi ríkisskattstjóri segir þetta ljótan leik. Samningar milli deiluaði 17. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Sjá meira
„Þetta er búið að taka á“ Samninganefndir sjómanna og útvegsmanna komust að samkomulagi í nótt. 18. febrúar 2017 11:56
Fyrrverandi ríkisskattstjóri: Ljótur leikur SFS að benda á ríkið Deila sjómanna og útgerðarmanna er óleyst en deiluaðilar benda nú á ríkið. Sjómenn vilja fá skattaafslátt af dagpeningum sem kostar ríkið hundruð milljóna. Fyrrverandi ríkisskattstjóri segir þetta ljótan leik. Samningar milli deiluaði 17. febrúar 2017 07:00