Bæjarstjóri segir óeðlilegt að lífeyrissjóðir fjármagni fasteignafélög Ásgeir Erlendsson skrifar 18. febrúar 2017 21:30 Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, segir ekki eðlilegt að lífeyrissjóðir fjármagni fasteignafélög sem kaupi upp heilu fjölbýlishúsin og eigi í þeim hlut. Þeir séu með því í samkeppni við sjóðfélaga sína og sprengi upp íbúðaverð. Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um rúm 16 prósent á síðustu tólf mánuðum. Hækkun húsnæðisverðs skýrist að hluta til af því að of lítið hefur verið byggt síðustu ár. Samkvæmt greiningardeild Arion banka þarf að byggja að minnsta kosti átta þúsund íbúðir á næstu þremur árum til að halda í við fólksfjölgun. Á svæðum eins og í Glaðheimum í Kópavogi, þar sem töluverður fjöldi íbúða er í uppbyggingu, eru þess dæmi að fasteignafélög, sem fjármögnuð eru af lífeyrissjóðum, kaupi upp heilu fjölbýlishúsin. Umræddar íbúðir fari því í útleigu eða eru seldar síðar með töluverðu álagi. Bæjarstjórinn í Kópavogi segir þetta ekki eðlilega þróun en hann var gestur Víglínunnar í dag. „Hvernig á þetta fólk að geta keppt við þessu sterku félög? Og af hverju eru lífeyrissjóðirnir í samkeppni við fólkið sitt um þetta? Sprengja upp íbúðaverðið... Ég skil þetta ekki.“Heldurðu að þessi fasteignafélög séu einmitt að sprengja upp íbúðaverð?„Mér finnst það engin spurning. Það er skortmarkaður og þessir aðilar eru að spila þennan skortmarkað,“ segir Ármann. Hann segir best fyrir bæjarfélög að bregðast við þess ástandi með því að auka lóðaframboð.En vill Ármann ekki takmarka umsvif þessara félaga?„Það er þá bara löggjafinn sem verður að koma inn í það.“Sjá má umræðurnar í Víglínunni í heild sinni í spilaranum að neðan. Víglínan Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Sjá meira
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, segir ekki eðlilegt að lífeyrissjóðir fjármagni fasteignafélög sem kaupi upp heilu fjölbýlishúsin og eigi í þeim hlut. Þeir séu með því í samkeppni við sjóðfélaga sína og sprengi upp íbúðaverð. Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um rúm 16 prósent á síðustu tólf mánuðum. Hækkun húsnæðisverðs skýrist að hluta til af því að of lítið hefur verið byggt síðustu ár. Samkvæmt greiningardeild Arion banka þarf að byggja að minnsta kosti átta þúsund íbúðir á næstu þremur árum til að halda í við fólksfjölgun. Á svæðum eins og í Glaðheimum í Kópavogi, þar sem töluverður fjöldi íbúða er í uppbyggingu, eru þess dæmi að fasteignafélög, sem fjármögnuð eru af lífeyrissjóðum, kaupi upp heilu fjölbýlishúsin. Umræddar íbúðir fari því í útleigu eða eru seldar síðar með töluverðu álagi. Bæjarstjórinn í Kópavogi segir þetta ekki eðlilega þróun en hann var gestur Víglínunnar í dag. „Hvernig á þetta fólk að geta keppt við þessu sterku félög? Og af hverju eru lífeyrissjóðirnir í samkeppni við fólkið sitt um þetta? Sprengja upp íbúðaverðið... Ég skil þetta ekki.“Heldurðu að þessi fasteignafélög séu einmitt að sprengja upp íbúðaverð?„Mér finnst það engin spurning. Það er skortmarkaður og þessir aðilar eru að spila þennan skortmarkað,“ segir Ármann. Hann segir best fyrir bæjarfélög að bregðast við þess ástandi með því að auka lóðaframboð.En vill Ármann ekki takmarka umsvif þessara félaga?„Það er þá bara löggjafinn sem verður að koma inn í það.“Sjá má umræðurnar í Víglínunni í heild sinni í spilaranum að neðan.
Víglínan Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Sjá meira