Spænskur karlmaður hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Maðurinn er grunaður um að hafa að morgni síðastliðins mánudags brotið kynferðislega gegn þremur konum á hóteli á Suðurlandi
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi.
Maðurinn var handtekinn á mánudaginn og úrskurðaður í gæsluvarðhald til dagsins í dag. Greint hefur verið frá því að maðurinn hafi verið á árshátíð hjá fyrirtæki sem hann og konurnar starfa hjá. Gistu þau á hótelinu þar sem árshátíðin var haldin.
Samkvæmt frétt RÚV voru tvær af konunum ekki í sama herbergi og mun maðurinn hafa farið á milli herbergja og brotið gegn þeim.
Spánverji í gæsluvarðhald grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum
Tengdar fréttir
Grunaður um kynferðisbrot gegn tveimur konum
Lögreglan á Suðurlandi handtók í gær mann sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald fram á föstudag.