Þorgerður Katrín boðar útspil ráðherra í dag nái deiluaðilar ekki saman Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. febrúar 2017 12:37 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra. Vísir/anton brink Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsáðherra segir sína línu hafa verið alveg skýra hvað varði aðkomu ráðherra að deilum sjómanna við útgerðina. Hún vilji almennar reglur en ekki sérreglur. Hún svarar því ekki beint hvort til greina komi að fæðispeningar sjómanna verði skattfrjálsir eins og til umræðu er og þykir umdeilt. Telja sumir að þannig sé útgerðin að koma eigin kostnaði yfir á ríkið og þar með almenning.Á sama tíma vill þingmaður Sjálfstæðisflokksins að málið verði leyst strax jafnvel þótt farið sé á svig við lög og reglur. „Við erum að skoða ýmsar leiðir. Ég er að skoða þetta með það í huga að við séum ekki að flækja skattkerfið. Við reynum að nálgast þetta á almennan hátt, skoða sambærilegar stéttir en ekki taka eina út fyrir aðra. Þetta verður einn fyrir alla og allir fyrir einn,“ sagði Þorgerður við fréttastofu að loknum fundum í morgun, annars vegar sameiginlegum fundi efnahags- og viðskiptanefndar og atvinnuveganefndar vegna verkfallsins og hins vegar ríkisstjórnarfundi.Leita allra leiða í dag Mikið hefur verið um fundi í röðum sjómannaforystunnar og samningamanna útvegsmanna í sitt hvoru lagi í morgun, en deilendur munu þó vera í stöðugu sambandi. Af máli þeirra mátti ráða fyrir stundu að engin vissi nákvæmlega hvernig málið stæði, en ríkissáttasemjari hafði ekki boðað til fundar nú laust fyrir hádegi.Líkur á að loðnuflotinn nái í tæka tíð að veiða 190 þúsund tonna kvóta áður en loðnan hrygnir og drepst minnka með hverjum deginum sem líður, en kvótinn myndi skila að minnstakosti 20 milljörðum króna ef hann næðist.Þorgerður Katrín segir að leitað verði allra leiða til að leysa málið í dag. „Ef sjómenn fallast ekki á það sem við erum að segja verðum við að grípa til annarra ráða,“ segir ráðherrann. Það verði að vera í dag.„Við ætlum ekkert að dvelja við þetta. Við erum búin að sitja við þetta og ég hef komið með ýmsar tillögur sem sjómenn hafa ekki fallist á.“Aðeins spurning hvernig lausn næstHún leggur áherslu á að hún hafi verið í samskiptum við deiluaðila meira og minna allar níu vikurnar sem verkfallið hafi staðið. Síðustu klukkustundir hafi samskiptin verið enn meiri og leitað sé lausna. „Línan er skýr. Við viljum nálgast þetta á almennan átt. Engar sérreglur. Eftir stendur að það þarf að leysa deiluna, hagsmunir eru miklir og það er mikið í húfi. Við þurfum að fara að ná í auðlindina í sjónum, skapa verðmæti. Við höfum ekki mikinn tíma áður en kemur að ögurstundu.“Aðeins sé spurning hvernig aðilar nái saman á endanum. Nú séu samskipti á milli deiluaðila og ráðherra og svo verði að koma í ljós hver niðurstaðan verði. Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Vilhjálmur: Viljum að sjómenn fái að sitja við sama borð og aðrir Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsforingi á Akranesi og einn samningamanna sjómanna, sendir neyðarkall til Alþingismanna. 16. febrúar 2017 07:47 Fyrrverandi ríkisskattstjóri: Ljótur leikur SFS að benda á ríkið Deila sjómanna og útgerðarmanna er óleyst en deiluaðilar benda nú á ríkið. Sjómenn vilja fá skattaafslátt af dagpeningum sem kostar ríkið hundruð milljóna. Fyrrverandi ríkisskattstjóri segir þetta ljótan leik. Samningar milli deiluaði 17. febrúar 2017 07:00 „Eigum bara að segja já“ Þingmaður Sjálfstæðisflokks vill að stjórnvöld bregðist við kröfu stjómanna. 17. febrúar 2017 08:11 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsáðherra segir sína línu hafa verið alveg skýra hvað varði aðkomu ráðherra að deilum sjómanna við útgerðina. Hún vilji almennar reglur en ekki sérreglur. Hún svarar því ekki beint hvort til greina komi að fæðispeningar sjómanna verði skattfrjálsir eins og til umræðu er og þykir umdeilt. Telja sumir að þannig sé útgerðin að koma eigin kostnaði yfir á ríkið og þar með almenning.Á sama tíma vill þingmaður Sjálfstæðisflokksins að málið verði leyst strax jafnvel þótt farið sé á svig við lög og reglur. „Við erum að skoða ýmsar leiðir. Ég er að skoða þetta með það í huga að við séum ekki að flækja skattkerfið. Við reynum að nálgast þetta á almennan hátt, skoða sambærilegar stéttir en ekki taka eina út fyrir aðra. Þetta verður einn fyrir alla og allir fyrir einn,“ sagði Þorgerður við fréttastofu að loknum fundum í morgun, annars vegar sameiginlegum fundi efnahags- og viðskiptanefndar og atvinnuveganefndar vegna verkfallsins og hins vegar ríkisstjórnarfundi.Leita allra leiða í dag Mikið hefur verið um fundi í röðum sjómannaforystunnar og samningamanna útvegsmanna í sitt hvoru lagi í morgun, en deilendur munu þó vera í stöðugu sambandi. Af máli þeirra mátti ráða fyrir stundu að engin vissi nákvæmlega hvernig málið stæði, en ríkissáttasemjari hafði ekki boðað til fundar nú laust fyrir hádegi.Líkur á að loðnuflotinn nái í tæka tíð að veiða 190 þúsund tonna kvóta áður en loðnan hrygnir og drepst minnka með hverjum deginum sem líður, en kvótinn myndi skila að minnstakosti 20 milljörðum króna ef hann næðist.Þorgerður Katrín segir að leitað verði allra leiða til að leysa málið í dag. „Ef sjómenn fallast ekki á það sem við erum að segja verðum við að grípa til annarra ráða,“ segir ráðherrann. Það verði að vera í dag.„Við ætlum ekkert að dvelja við þetta. Við erum búin að sitja við þetta og ég hef komið með ýmsar tillögur sem sjómenn hafa ekki fallist á.“Aðeins spurning hvernig lausn næstHún leggur áherslu á að hún hafi verið í samskiptum við deiluaðila meira og minna allar níu vikurnar sem verkfallið hafi staðið. Síðustu klukkustundir hafi samskiptin verið enn meiri og leitað sé lausna. „Línan er skýr. Við viljum nálgast þetta á almennan átt. Engar sérreglur. Eftir stendur að það þarf að leysa deiluna, hagsmunir eru miklir og það er mikið í húfi. Við þurfum að fara að ná í auðlindina í sjónum, skapa verðmæti. Við höfum ekki mikinn tíma áður en kemur að ögurstundu.“Aðeins sé spurning hvernig aðilar nái saman á endanum. Nú séu samskipti á milli deiluaðila og ráðherra og svo verði að koma í ljós hver niðurstaðan verði.
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Vilhjálmur: Viljum að sjómenn fái að sitja við sama borð og aðrir Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsforingi á Akranesi og einn samningamanna sjómanna, sendir neyðarkall til Alþingismanna. 16. febrúar 2017 07:47 Fyrrverandi ríkisskattstjóri: Ljótur leikur SFS að benda á ríkið Deila sjómanna og útgerðarmanna er óleyst en deiluaðilar benda nú á ríkið. Sjómenn vilja fá skattaafslátt af dagpeningum sem kostar ríkið hundruð milljóna. Fyrrverandi ríkisskattstjóri segir þetta ljótan leik. Samningar milli deiluaði 17. febrúar 2017 07:00 „Eigum bara að segja já“ Þingmaður Sjálfstæðisflokks vill að stjórnvöld bregðist við kröfu stjómanna. 17. febrúar 2017 08:11 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Sjá meira
Vilhjálmur: Viljum að sjómenn fái að sitja við sama borð og aðrir Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsforingi á Akranesi og einn samningamanna sjómanna, sendir neyðarkall til Alþingismanna. 16. febrúar 2017 07:47
Fyrrverandi ríkisskattstjóri: Ljótur leikur SFS að benda á ríkið Deila sjómanna og útgerðarmanna er óleyst en deiluaðilar benda nú á ríkið. Sjómenn vilja fá skattaafslátt af dagpeningum sem kostar ríkið hundruð milljóna. Fyrrverandi ríkisskattstjóri segir þetta ljótan leik. Samningar milli deiluaði 17. febrúar 2017 07:00
„Eigum bara að segja já“ Þingmaður Sjálfstæðisflokks vill að stjórnvöld bregðist við kröfu stjómanna. 17. febrúar 2017 08:11