Zuckerberg birtir 6000 orða stefnuyfirlýsingu um framtíð Facebook Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. febrúar 2017 22:16 Mark Zuckerberg. vísir/getty Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri samfélagsmiðilsins Facebook, birti í dag 6000 orða stefnuyfirlýsinu um framtíð fyrirtækisins og markmið þess á komandi árum. Það verður ekki annað sagt en að þau séu háleit en í yfirlýsingunni segir meðal annars: „Í dag erum við nálægt næsta skrefi. Stærstu tækifæri okkar eru alþjóðleg, eins og að breiða út velmegun og frelsi, tala fyrir friði og skilningi, stemma stigu við fátækt og auka hraða vísindanna. Stærstu áskoranir okkar eru líka alþjóðlegs eðlis eins og að binda enda á hryðjuverkastarfsemi, berjast gegn loftslagsbreytingum og koma í veg fyrir farsóttir. Framfarir krefjast þess nú að mannkynið komi ekki aðeins saman í borgum eða sem þjóðir heldur sem alþjóðlegt samfélag.“ Zuckerberg segir að þetta sé sérstaklega mikilvægt nú og að Facebook standi fyrir það að færa manneskjur nær hvor annarri og að búa til þetta alþjóðlega samfélag. Síðustu tíu árin hefur fyrirtækið einbeitt sér að því að tengja saman vini og fjölskyldur en nú er komið að því að þróa félagslega innviði sem nýst geta því alþjóðlega samfélagi sem Facebook vill vera, segir Zuckerberg. Markmiðið er að í þessu samfélagi, þar sem allir eru velkomnir, finni fólk stuðning, öryggi, upplýsingar og geti haft áhrif.Stefnuyfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér en í umfjöllun um hana á vef Mashable segir að yfirlýsingin komi kjölfar mikillar gagnrýni sem sett hefur fram á Facebook þar sem miðillinn hefur verið sakaður um að hafa ekki gert nóg til þess að koma í veg fyrir dreifingu falskra frétta. Þá er því velt upp hvort að á næstu vikum og mánuðum verði ný tól kynnt til sögunnar á Facebook sem hafi ekki það eina markmið að tengja saman fólk á einhvern hátt. Einnig gæti stefnuyfirlýsing falið í sér yfirlýsingu um að fyrirtækið sjálft ætli nú að fara láta til sín taka beint, eitthvað sem það hefur ekki mikið af hingað til. Facebook Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri samfélagsmiðilsins Facebook, birti í dag 6000 orða stefnuyfirlýsinu um framtíð fyrirtækisins og markmið þess á komandi árum. Það verður ekki annað sagt en að þau séu háleit en í yfirlýsingunni segir meðal annars: „Í dag erum við nálægt næsta skrefi. Stærstu tækifæri okkar eru alþjóðleg, eins og að breiða út velmegun og frelsi, tala fyrir friði og skilningi, stemma stigu við fátækt og auka hraða vísindanna. Stærstu áskoranir okkar eru líka alþjóðlegs eðlis eins og að binda enda á hryðjuverkastarfsemi, berjast gegn loftslagsbreytingum og koma í veg fyrir farsóttir. Framfarir krefjast þess nú að mannkynið komi ekki aðeins saman í borgum eða sem þjóðir heldur sem alþjóðlegt samfélag.“ Zuckerberg segir að þetta sé sérstaklega mikilvægt nú og að Facebook standi fyrir það að færa manneskjur nær hvor annarri og að búa til þetta alþjóðlega samfélag. Síðustu tíu árin hefur fyrirtækið einbeitt sér að því að tengja saman vini og fjölskyldur en nú er komið að því að þróa félagslega innviði sem nýst geta því alþjóðlega samfélagi sem Facebook vill vera, segir Zuckerberg. Markmiðið er að í þessu samfélagi, þar sem allir eru velkomnir, finni fólk stuðning, öryggi, upplýsingar og geti haft áhrif.Stefnuyfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér en í umfjöllun um hana á vef Mashable segir að yfirlýsingin komi kjölfar mikillar gagnrýni sem sett hefur fram á Facebook þar sem miðillinn hefur verið sakaður um að hafa ekki gert nóg til þess að koma í veg fyrir dreifingu falskra frétta. Þá er því velt upp hvort að á næstu vikum og mánuðum verði ný tól kynnt til sögunnar á Facebook sem hafi ekki það eina markmið að tengja saman fólk á einhvern hátt. Einnig gæti stefnuyfirlýsing falið í sér yfirlýsingu um að fyrirtækið sjálft ætli nú að fara láta til sín taka beint, eitthvað sem það hefur ekki mikið af hingað til.
Facebook Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira