Bandalagsþjóðir NATO munu leggja meira til bandalagsins Heimir Már Pétursson skrifar 16. febrúar 2017 21:04 Nýr varnarmálaráðherra Bandaríkjanna ítrekaði á fundi með varnar- og utanríkisráðherrum Atlantshafsbandalagsins í Brussel í dag að bandalagsríkin þyrftu að greiða meira til NATO. Utanríkisráðherra segir framlag Íslands aðallega felast í borgaralegri þjónustu enda sé Ísland eina herlausa landið í NATO. Bandaríski herinn fór frá Keflavíkurflugvelli í lok september árið 2006. Síðan þá hefur ekki verið fastur herafli á Keflavíkurflugvelli. En flugsveitir einstakra bandalagsríkja hafa komið hingað til lands til eftirlits- og æfingaflugs.Jim Mattis varnarmálaráðherra Bandaríkjanna kom til síns fyrsta fundar með fulltrúum hinna NATO ríkjanna í höfuðstöðvum bandalagsins í gær og í dag. En töluverðs titrings hefur gætt meðal bandalagsríkjanna frá því Donald Trump lýsti því yfir í kosningabaráttunni að NATO væri úrelt og gaf í skyn að Bandaríkin myndu ef til vill ekki standa við varnarskuldbindingar sínar yrði ráðist á eitt NATO ríkjanna. Mattis staðfesti hins vegar á fundinum að Bandaríkin telji NATO enn vera mikilvægt. „Bandalagið er enn kjölfesta fyrir Bandaríkin og fyrir allar þjóðirnar við Atlantshafið því við erum tengd sterkum böndum. Eins og Trump forseti hefur sagt styður hann NATO af heilum hug,“ sagði Mattis í Brussel í dag. Bandaríkin hafa allt frá stofnun NATO staðið undir langstærstum hluta af kostnaðinum við bandalagið en Trump þrýstir á breytingar á því. „Það er sanngjörn krafa að allir sem njóta góðs af bestu vörnum í heimi beri hlutfallslegan kostnað sinn af að verja frelsið. Við megum aldrei gleyma því að þegar allt kemur til alls er það frelsið sem við verjum hér hjá NATO,“ sagði varnarmálaráðherrann nýi. Guðlaugur Þór Þórðarson sat fundinn fyrir Íslands hönd og segir ekki nýtt að þrýst sé á að bandalagsþjóðirnar greiði meira til NATO en almennt er miðað við að framlögin séu tvö prósent af landsframleiðslu. Utanríkisráðherra segir framlag Íslendinga aðallega felast í borgaralegri þjónustu innan NATO.Þurfum við þá að auka hana með einhverjum hætti eða beinlínis auka einhver fjárframlög til Atlantshafsbandalagsins til að vera á pari við aðrar þjóðir? „Við höfum gert það nú þegar. Gerðum það í síðustu fjárlögum og þurfum eðli málsins samkvæmt að forgangsraða út af mikilvægi þessa málaflokks og þessara breyttu aðstæðna sem komið hafa upp,“ segir Guðlaugur Þór. Það feli hins vegar ekki í sér neinar grundvallarbreytingar. Stóru málin innan NATO séu staðan víða í austur Evrópu og tölvuárásir og þá sé Norður Atlantshafssvæðið mikilvægt.Er Ísland þá að verða mikilvægara en það var á síðasta áratug? „Ísland hefur í rauninni alltaf verið mikilvægt út frá staðsetningu sinni. En það sem menn tala í rauninni um er að öryggissvæði Atlantshafsbandalagsins sé í 360 gráður. Það er allur hringurinn þegar kemur að Evrópu og Norður Ameríku. Þannig að það er í rauninni ekki verið að taka eitt svæði út. En eitt af þeim svæðum sem menn eru að líta til er svæðið í kring um okkur,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson. Donald Trump Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Nýr varnarmálaráðherra Bandaríkjanna ítrekaði á fundi með varnar- og utanríkisráðherrum Atlantshafsbandalagsins í Brussel í dag að bandalagsríkin þyrftu að greiða meira til NATO. Utanríkisráðherra segir framlag Íslands aðallega felast í borgaralegri þjónustu enda sé Ísland eina herlausa landið í NATO. Bandaríski herinn fór frá Keflavíkurflugvelli í lok september árið 2006. Síðan þá hefur ekki verið fastur herafli á Keflavíkurflugvelli. En flugsveitir einstakra bandalagsríkja hafa komið hingað til lands til eftirlits- og æfingaflugs.Jim Mattis varnarmálaráðherra Bandaríkjanna kom til síns fyrsta fundar með fulltrúum hinna NATO ríkjanna í höfuðstöðvum bandalagsins í gær og í dag. En töluverðs titrings hefur gætt meðal bandalagsríkjanna frá því Donald Trump lýsti því yfir í kosningabaráttunni að NATO væri úrelt og gaf í skyn að Bandaríkin myndu ef til vill ekki standa við varnarskuldbindingar sínar yrði ráðist á eitt NATO ríkjanna. Mattis staðfesti hins vegar á fundinum að Bandaríkin telji NATO enn vera mikilvægt. „Bandalagið er enn kjölfesta fyrir Bandaríkin og fyrir allar þjóðirnar við Atlantshafið því við erum tengd sterkum böndum. Eins og Trump forseti hefur sagt styður hann NATO af heilum hug,“ sagði Mattis í Brussel í dag. Bandaríkin hafa allt frá stofnun NATO staðið undir langstærstum hluta af kostnaðinum við bandalagið en Trump þrýstir á breytingar á því. „Það er sanngjörn krafa að allir sem njóta góðs af bestu vörnum í heimi beri hlutfallslegan kostnað sinn af að verja frelsið. Við megum aldrei gleyma því að þegar allt kemur til alls er það frelsið sem við verjum hér hjá NATO,“ sagði varnarmálaráðherrann nýi. Guðlaugur Þór Þórðarson sat fundinn fyrir Íslands hönd og segir ekki nýtt að þrýst sé á að bandalagsþjóðirnar greiði meira til NATO en almennt er miðað við að framlögin séu tvö prósent af landsframleiðslu. Utanríkisráðherra segir framlag Íslendinga aðallega felast í borgaralegri þjónustu innan NATO.Þurfum við þá að auka hana með einhverjum hætti eða beinlínis auka einhver fjárframlög til Atlantshafsbandalagsins til að vera á pari við aðrar þjóðir? „Við höfum gert það nú þegar. Gerðum það í síðustu fjárlögum og þurfum eðli málsins samkvæmt að forgangsraða út af mikilvægi þessa málaflokks og þessara breyttu aðstæðna sem komið hafa upp,“ segir Guðlaugur Þór. Það feli hins vegar ekki í sér neinar grundvallarbreytingar. Stóru málin innan NATO séu staðan víða í austur Evrópu og tölvuárásir og þá sé Norður Atlantshafssvæðið mikilvægt.Er Ísland þá að verða mikilvægara en það var á síðasta áratug? „Ísland hefur í rauninni alltaf verið mikilvægt út frá staðsetningu sinni. En það sem menn tala í rauninni um er að öryggissvæði Atlantshafsbandalagsins sé í 360 gráður. Það er allur hringurinn þegar kemur að Evrópu og Norður Ameríku. Þannig að það er í rauninni ekki verið að taka eitt svæði út. En eitt af þeim svæðum sem menn eru að líta til er svæðið í kring um okkur,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson.
Donald Trump Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira