Sturla Snær Snorrason stóð sig frábærlega í undankeppni karla í stórsvigi á heimsmeistaramótinu í alpagreinum.
Sturla Snær náði öðru sætinu en 25 bestu komust áfram í aðalkeppnina sem fer fram á morgun.
Sturla Snær varð tíundi eftir fyrri ferðina þar sem hann var 1,14 sek. á eftir efsta manni. Hann var því í góðum málum fyrir seinni ferðina en gerði þar enn betur.
Hann náði nefnilega besta tímanum af öllum í seinni ferðinni og tryggði þér með því annað sætið.
Sturla Snær fór fyrri ferðina á 59,23 sekúndum en þá síðari á 1:00.19 mín.
Sturla varð 0,36 sekúndum á eftir Hollendingnum Steffan Winkelhorst.
Sturla Snær var einn af fjórum Íslendingum í undankeppninni en hann var sá eini sem náði að klára báðar ferðir.
Magnús Finnsson varð 41. eftir fyrri ferð en kláraði ekki seinni ferðina ekki frekar en Kristinn Logi Auðunsson sem var 69. eftir fyrri ferðina. Jón Gunnar Guðmundsson náði ekki að klára fyrri ferðina.
Sturla í stuði í undankeppninni í stórsvigi | Náði 2. sætinu
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn


„Við bara brotnum“
Körfubolti

„Þetta er fyrir utan teig“
Íslenski boltinn

„Eru greinilega lið sem eru betri en við“
Körfubolti

Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust
Íslenski boltinn

„Mínir menn geta borið höfuðið hátt“
Íslenski boltinn

„Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“
Körfubolti


Daði leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn