Þétting byggðar ekki svarið við húsnæðisvanda ungs fólks Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. febrúar 2017 11:22 Þorsteinn Víglundsson, myndin er samsett. Vísir/Stefán/Anton Þorsteinn Víglundsson, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir að áherslur Reykjavíkurborgar á þéttingu byggðar í borginni á kostnað jaðarsvæða séu ekki til þess fallnar að auðvelda ungu fólki að kaupa sér sína fyrstu íbúð. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu þurfi að axla sameiginlega ábyrgð á því að tryggja að nægt lóðaframboð sé hverju sinni. Líkt og Vísir hefur fjallað um gera áætlanir Reykjavíkurborgar ráð fyrir því að borgarbyggðin þéttist töluvert á næstu árum, til að mynda með nýjum hverfum á Ártúnshöfða og Elliðarárvogum. Í Bítinu á Bylgunni í morgun ræddi Þorsteinn stöðu mála og húsnæðismarkaði. Sagði hann að þétting byggðar væri vissulega mikilvægt en hún hefði sína ókosti, ekki síst fyrir ungt fólk að stíga sín fyrstu skref á húsnæðismarkaði. „Á sama tíma verðum við líka að átta okkur á því að þetta eru dýrustu kostirnir og þetta sjáum við alveg í verði á þessum eignum sem verið er að selja á þessum þéttingarsvæðum. Þær eru mjög dýrar og yfirleitt ekki ætlaðar þeim markhópum sem að mestu áhyggjurnar hafa verið um, ungt fólk á leiðinni inn á húsnæðismarkaðinn í fyrsta sinn,“ sagði Víglundur.Helstu hverfi Reykjavíkur sem áætlað er að rísi á næstu árum.Vísir/GarðarTöluvert hefur verið fjallað um vanda ungs fólks við að komast inn á téðan markað. Mikil eftirspurn eftir húsnæði og ónógt framboð hefur haft í för með sér mikla hækkun á fasteignamarkaði sem kemur ekki síst illa við ungt fólk sem er að reyna að koma sér inn á markaðinn með kaupum á fyrstu eign. Var Þorsteinn spurður að því hvort að þétting byggðar á höfuðborgarsvæðinu ætti sinn þátt í hækkun húsnæðisverðs. „Ég ætla ekki að varpa ábyrgðinni eingöngu yfir á það en það á vissulega þátt í því að Reykjavíkurborg hefur á móti dregið verulega úr framboði á eignum á jaðarsvæðunum, til dæmis í Úlfarsárdal en það hverfi sem hafði verið skipulagt var skorið mjög niður. Það finnst mér gagnrýnivert,“ sagði Þorsteinn. Lagði hann áhersli á að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu tækju sameiginlega ábyrgð á því að tryggja nægt framboð á lóðum til að mæta þeirri íbúðaþörf sem fyrirsjáanleg væri þrjú til fimm ár fram í tímann hverju sinni. „Við verðum auðvitað að horfa til hvaða möguleikar eru á svæðinu, sveitarfélögin kortleggi það sameiginlega hvaða áform þau hafi uppi og auðvitað að eitt sveitarfélag geti ekki varpað þeirri ábyrgð yfir á nágrannasveitarfélög sín að mæta þessari þörf. Við vitum að hér vantar 1500-2000 íbúðir á ári í venjuleg ári. Í dag erum við að horfa á það að það sé talsvert meiri þörf.“ Tengdar fréttir Formaður Félags fasteignasala: Nánast ekkert til af íbúðum sem kosta minna en 30 milljónir Kjartan Hallgeirsson, formaður Félags fasteignasala, segir að það sem hafi komið á óvart á fasteignamarkaðnum á árinu sem er að líða sé að fasteignaverð hækkaði meira en menn gerðu ráð fyrir. 3. janúar 2017 13:55 Vara við ofhitnun á húsnæðismarkaði Ekkert lát verður á miklum verðhækkunum á húsnæðismarkaði á næstu árum samkvæmt nýrri spá greiningardeildar Arion banka en hún gerir ráð fyrir 14 prósenta hækkun íbúðaverðs á þessu ári, 9,7 prósent 2018 og 7,5 prósent árið 2019. 1. febrúar 2017 09:00 Borgarmynd Reykjavíkur breytist umtalsvert gangi áætlanir eftir Reykjavíkurborg tekur stakkaskiptum miðað við áætlanir næstu ára. 16. febrúar 2017 09:00 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir að áherslur Reykjavíkurborgar á þéttingu byggðar í borginni á kostnað jaðarsvæða séu ekki til þess fallnar að auðvelda ungu fólki að kaupa sér sína fyrstu íbúð. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu þurfi að axla sameiginlega ábyrgð á því að tryggja að nægt lóðaframboð sé hverju sinni. Líkt og Vísir hefur fjallað um gera áætlanir Reykjavíkurborgar ráð fyrir því að borgarbyggðin þéttist töluvert á næstu árum, til að mynda með nýjum hverfum á Ártúnshöfða og Elliðarárvogum. Í Bítinu á Bylgunni í morgun ræddi Þorsteinn stöðu mála og húsnæðismarkaði. Sagði hann að þétting byggðar væri vissulega mikilvægt en hún hefði sína ókosti, ekki síst fyrir ungt fólk að stíga sín fyrstu skref á húsnæðismarkaði. „Á sama tíma verðum við líka að átta okkur á því að þetta eru dýrustu kostirnir og þetta sjáum við alveg í verði á þessum eignum sem verið er að selja á þessum þéttingarsvæðum. Þær eru mjög dýrar og yfirleitt ekki ætlaðar þeim markhópum sem að mestu áhyggjurnar hafa verið um, ungt fólk á leiðinni inn á húsnæðismarkaðinn í fyrsta sinn,“ sagði Víglundur.Helstu hverfi Reykjavíkur sem áætlað er að rísi á næstu árum.Vísir/GarðarTöluvert hefur verið fjallað um vanda ungs fólks við að komast inn á téðan markað. Mikil eftirspurn eftir húsnæði og ónógt framboð hefur haft í för með sér mikla hækkun á fasteignamarkaði sem kemur ekki síst illa við ungt fólk sem er að reyna að koma sér inn á markaðinn með kaupum á fyrstu eign. Var Þorsteinn spurður að því hvort að þétting byggðar á höfuðborgarsvæðinu ætti sinn þátt í hækkun húsnæðisverðs. „Ég ætla ekki að varpa ábyrgðinni eingöngu yfir á það en það á vissulega þátt í því að Reykjavíkurborg hefur á móti dregið verulega úr framboði á eignum á jaðarsvæðunum, til dæmis í Úlfarsárdal en það hverfi sem hafði verið skipulagt var skorið mjög niður. Það finnst mér gagnrýnivert,“ sagði Þorsteinn. Lagði hann áhersli á að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu tækju sameiginlega ábyrgð á því að tryggja nægt framboð á lóðum til að mæta þeirri íbúðaþörf sem fyrirsjáanleg væri þrjú til fimm ár fram í tímann hverju sinni. „Við verðum auðvitað að horfa til hvaða möguleikar eru á svæðinu, sveitarfélögin kortleggi það sameiginlega hvaða áform þau hafi uppi og auðvitað að eitt sveitarfélag geti ekki varpað þeirri ábyrgð yfir á nágrannasveitarfélög sín að mæta þessari þörf. Við vitum að hér vantar 1500-2000 íbúðir á ári í venjuleg ári. Í dag erum við að horfa á það að það sé talsvert meiri þörf.“
Tengdar fréttir Formaður Félags fasteignasala: Nánast ekkert til af íbúðum sem kosta minna en 30 milljónir Kjartan Hallgeirsson, formaður Félags fasteignasala, segir að það sem hafi komið á óvart á fasteignamarkaðnum á árinu sem er að líða sé að fasteignaverð hækkaði meira en menn gerðu ráð fyrir. 3. janúar 2017 13:55 Vara við ofhitnun á húsnæðismarkaði Ekkert lát verður á miklum verðhækkunum á húsnæðismarkaði á næstu árum samkvæmt nýrri spá greiningardeildar Arion banka en hún gerir ráð fyrir 14 prósenta hækkun íbúðaverðs á þessu ári, 9,7 prósent 2018 og 7,5 prósent árið 2019. 1. febrúar 2017 09:00 Borgarmynd Reykjavíkur breytist umtalsvert gangi áætlanir eftir Reykjavíkurborg tekur stakkaskiptum miðað við áætlanir næstu ára. 16. febrúar 2017 09:00 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Formaður Félags fasteignasala: Nánast ekkert til af íbúðum sem kosta minna en 30 milljónir Kjartan Hallgeirsson, formaður Félags fasteignasala, segir að það sem hafi komið á óvart á fasteignamarkaðnum á árinu sem er að líða sé að fasteignaverð hækkaði meira en menn gerðu ráð fyrir. 3. janúar 2017 13:55
Vara við ofhitnun á húsnæðismarkaði Ekkert lát verður á miklum verðhækkunum á húsnæðismarkaði á næstu árum samkvæmt nýrri spá greiningardeildar Arion banka en hún gerir ráð fyrir 14 prósenta hækkun íbúðaverðs á þessu ári, 9,7 prósent 2018 og 7,5 prósent árið 2019. 1. febrúar 2017 09:00
Borgarmynd Reykjavíkur breytist umtalsvert gangi áætlanir eftir Reykjavíkurborg tekur stakkaskiptum miðað við áætlanir næstu ára. 16. febrúar 2017 09:00