Stjórnvöld þurfi að finna lausn helst strax í dag sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 16. febrúar 2017 11:17 Heiðrún Lind Marteinsdóttir segir að stjórnvöld verði að bregðast við. vísir/stefán Mikilvægt er að fá strax úr því skorið hvort sjómenn eigi í raun rétt á að fá greidda dagpeninga skattfrjálst, líkt þeir þeir hafa krafist. Meira þarf til en almenna greiningu stjórnvalda á þessum málum og þau þurfa að bregðast skjótt við. Þetta segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, í samtali við Bítið. Samninganefndir sjómanna og útvegsmanna funduðu bæði með ríkissáttasemjara og sjávarútvegsráðherra í gær vegna kjaradeilu þeirra. Heiðrún Lind segir að búið sé að semja um öll mál, nema hvað varðar skattaafslátt á fæðispeningum.Jákvætt að skoða skattkerfið – en ekki nóg „Við áttum fínan fund í sjávarútvegsráðuneytinu. Þar lagði ráðherra fram tillögu um almenna skoðun og greiningu á fæðis- og dagpeningum á almennum vinnumarkaði og þeirri skoðun yrði lokið í apríl. Það er jákvætt að skoða á hverjum tíma hvernig skattkerfið fer með einstaklingana en það hins vegar hjálpar ekki þessari deilu að fara í svona almenna skoðun,“ segir Heiðrún Lind. Það dugi þó ekki til. „Það þarf að koma meira til. Við erum sérfræðingar í kjaramálum sjómanna sem sitjum við samningaborðið. Inni í ráðuneytum eru sérfræðingar í skattalegum málefnum og ég trúi ekki öðru en að við getum komist að því nokkuð fljótt og örugglega hvort sjómenn hafi á réttu að standa eða ekki um þetta og að farið sé með dagpeninga þeirra eins og annarra starfsstétta í landinu.“ Heiðrún Lind segist skilja gremju sjómanna, enda telji þeir á þeim brotið. „Það er skilningur á því að það veðri að setjast yfir þessi mál, en það er tímafaktorinn. Nú erum við búin að vera á tíundu viku í verkfalli og þessu verður að fara að ljúka. Og ef þetta þarf til þá verðum við einfaldlega að slá í klárinn og fá úr þessu skorið helst í gær, en vonandi í dag,“ segir hún.Sigurður G. Guðjónsson segist telja kröfur sjómanna raunhæfar. Hins vegar þurfi sömu reglur að gilda yfir alla.vísir/gvaSegir kröfur sjómanna raunhæfar Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður segist telja kröfur sjómanna hvað varðar skattaafsláttinn vera raunhæfar í samanburði við aðrar stéttir sem njóti ámóta fríðinda. „Það eru stéttir í landinu eins og flugliðar og opinberir starfsmenn sem fá greidda dagpeninga til þess að mæta útgjöldum á ferðalögum eða starfs síns vegna. Og þau útgjöld sem þeir hafa á móti dagpeningum geta verið lægri, og þá er auðvitað um að ræða einhvern tekjuskattskyldan mismun,“ segir Sigurður. „Sjómenn eru hins vegar þannig settir að þeir eiga eiginlega annað heimili úti á sjó og þeir geta ekki smurt með sér eða tekið með sér nesti eða neitt slíkt til þess að spara þessi útgjöld. Þannig að það er í sjálfu sér eðlileg krafa að þeir að minnsta kosti fái svipaða meðferð og aðrar stéttir sem eru í ferðalögum.“ Sigurður segir að lagabreytinga sé þörf – ein og sama reglan þurfi að gilda yfir alla. „Það er auðvitað rétt hjá sjávarútvegsráðherra að það er ekki hægt að setja reglur um það að sjómenn og einhverjar stéttir sem þurfa að ferðast starfs síns vegna að þau þurfi að hafa einhverjar fríar tekjur sem ekki þarf að borga skatt af. Það þarf bara að gilda ein og sama reglan hjá þeim sem þurfa að ferðast,“ segir hann. Tengdar fréttir Vilhjálmur: Viljum að sjómenn fái að sitja við sama borð og aðrir Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsforingi á Akranesi og einn samningamanna sjómanna, sendir neyðarkall til Alþingismanna. 16. febrúar 2017 07:47 Lagði til að gerð yrði heildstæð greining á skattaumhverfi dagpeninga og fæðispeninga Samkvæmt heimildum Vísis miðar greiningin að því að tryggja áfram einfalda og sanngjarna framkvæmd og jafnræði á milli launþega varðandi skattaumhverfi dagpeninga og fæðispeninga. 16. febrúar 2017 00:08 Sjómenn segja að um réttlætismál sé að ræða Senda frá sér yfirlýsingu. 16. febrúar 2017 08:52 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjá meira
Mikilvægt er að fá strax úr því skorið hvort sjómenn eigi í raun rétt á að fá greidda dagpeninga skattfrjálst, líkt þeir þeir hafa krafist. Meira þarf til en almenna greiningu stjórnvalda á þessum málum og þau þurfa að bregðast skjótt við. Þetta segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, í samtali við Bítið. Samninganefndir sjómanna og útvegsmanna funduðu bæði með ríkissáttasemjara og sjávarútvegsráðherra í gær vegna kjaradeilu þeirra. Heiðrún Lind segir að búið sé að semja um öll mál, nema hvað varðar skattaafslátt á fæðispeningum.Jákvætt að skoða skattkerfið – en ekki nóg „Við áttum fínan fund í sjávarútvegsráðuneytinu. Þar lagði ráðherra fram tillögu um almenna skoðun og greiningu á fæðis- og dagpeningum á almennum vinnumarkaði og þeirri skoðun yrði lokið í apríl. Það er jákvætt að skoða á hverjum tíma hvernig skattkerfið fer með einstaklingana en það hins vegar hjálpar ekki þessari deilu að fara í svona almenna skoðun,“ segir Heiðrún Lind. Það dugi þó ekki til. „Það þarf að koma meira til. Við erum sérfræðingar í kjaramálum sjómanna sem sitjum við samningaborðið. Inni í ráðuneytum eru sérfræðingar í skattalegum málefnum og ég trúi ekki öðru en að við getum komist að því nokkuð fljótt og örugglega hvort sjómenn hafi á réttu að standa eða ekki um þetta og að farið sé með dagpeninga þeirra eins og annarra starfsstétta í landinu.“ Heiðrún Lind segist skilja gremju sjómanna, enda telji þeir á þeim brotið. „Það er skilningur á því að það veðri að setjast yfir þessi mál, en það er tímafaktorinn. Nú erum við búin að vera á tíundu viku í verkfalli og þessu verður að fara að ljúka. Og ef þetta þarf til þá verðum við einfaldlega að slá í klárinn og fá úr þessu skorið helst í gær, en vonandi í dag,“ segir hún.Sigurður G. Guðjónsson segist telja kröfur sjómanna raunhæfar. Hins vegar þurfi sömu reglur að gilda yfir alla.vísir/gvaSegir kröfur sjómanna raunhæfar Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður segist telja kröfur sjómanna hvað varðar skattaafsláttinn vera raunhæfar í samanburði við aðrar stéttir sem njóti ámóta fríðinda. „Það eru stéttir í landinu eins og flugliðar og opinberir starfsmenn sem fá greidda dagpeninga til þess að mæta útgjöldum á ferðalögum eða starfs síns vegna. Og þau útgjöld sem þeir hafa á móti dagpeningum geta verið lægri, og þá er auðvitað um að ræða einhvern tekjuskattskyldan mismun,“ segir Sigurður. „Sjómenn eru hins vegar þannig settir að þeir eiga eiginlega annað heimili úti á sjó og þeir geta ekki smurt með sér eða tekið með sér nesti eða neitt slíkt til þess að spara þessi útgjöld. Þannig að það er í sjálfu sér eðlileg krafa að þeir að minnsta kosti fái svipaða meðferð og aðrar stéttir sem eru í ferðalögum.“ Sigurður segir að lagabreytinga sé þörf – ein og sama reglan þurfi að gilda yfir alla. „Það er auðvitað rétt hjá sjávarútvegsráðherra að það er ekki hægt að setja reglur um það að sjómenn og einhverjar stéttir sem þurfa að ferðast starfs síns vegna að þau þurfi að hafa einhverjar fríar tekjur sem ekki þarf að borga skatt af. Það þarf bara að gilda ein og sama reglan hjá þeim sem þurfa að ferðast,“ segir hann.
Tengdar fréttir Vilhjálmur: Viljum að sjómenn fái að sitja við sama borð og aðrir Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsforingi á Akranesi og einn samningamanna sjómanna, sendir neyðarkall til Alþingismanna. 16. febrúar 2017 07:47 Lagði til að gerð yrði heildstæð greining á skattaumhverfi dagpeninga og fæðispeninga Samkvæmt heimildum Vísis miðar greiningin að því að tryggja áfram einfalda og sanngjarna framkvæmd og jafnræði á milli launþega varðandi skattaumhverfi dagpeninga og fæðispeninga. 16. febrúar 2017 00:08 Sjómenn segja að um réttlætismál sé að ræða Senda frá sér yfirlýsingu. 16. febrúar 2017 08:52 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjá meira
Vilhjálmur: Viljum að sjómenn fái að sitja við sama borð og aðrir Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsforingi á Akranesi og einn samningamanna sjómanna, sendir neyðarkall til Alþingismanna. 16. febrúar 2017 07:47
Lagði til að gerð yrði heildstæð greining á skattaumhverfi dagpeninga og fæðispeninga Samkvæmt heimildum Vísis miðar greiningin að því að tryggja áfram einfalda og sanngjarna framkvæmd og jafnræði á milli launþega varðandi skattaumhverfi dagpeninga og fæðispeninga. 16. febrúar 2017 00:08