Endaspretturinn gæti breytt öllu fyrir liðin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2017 06:30 Hlynur Bæringsson og félagar í Stjörnunni eiga tölfræðilega erfiðasta prógrammið eftir í sex síðustu umferðum Domino's-deildar karla. vísir/eyþór Spennan hefur líklega sjaldan verið meiri á þessum tíma í Domino’s-deild karla. Snæfellsliðið fellur reyndar úr deildinni við næsta tap en mikil barátta er fram undan um hin ellefu sætin. Fréttablaðið fór yfir lokaumferðirnar og skipti deildinni upp í þrjú baráttusvæði. Þrjú lið eiga möguleika á deildarmeistaratitlinum en Íslandsmeistarar KR eru samt í mjög góðri stöðu. KR er með tveggja stiga forystu og næstu fimm leikir bikarmeistaranna eru á móti liðum í sjötta sæti eða neðar. KR gæti því auðveldlega verið búið að tryggja sér deildarmeistaratitilinn þegar kemur að leik á móti Stjörnunni í lokaumferðinni. Ef ekki þá sjá menn fyrir sér möguleika á úrslitaleik í DHL-höllinni 9. mars. Stjarnan er bara tveimur stigum á eftir KR en á mun erfiðari leiki eftir. Liðið á sem dæmi eftir að mæta liðunum í 3., 4. og 5. sæti áður en kemur að leiknum við KR í lokin. Tindastóll á eftir heimaleiki á móti erfiðari liðunum (2. til 5. sæti) en útileiki á móti þeim léttari (10. til 12. sæti) sem ætti að koma sér vel og það er því ekki hægt að afskrifa þá. Liðin í 4. (Þór Þorl.) og 5. sæti (Grindavík) eru jöfn að stigum og nýbúin að mætast í mögnuðum undanúrslitaleik í Maltbikarnum. Þar er allt hnífjafnt og liðin tveimur stigum neðar, Þór Ak. og Njarðvík, gætu vissulega blandað sér í baráttuna um fjórða sætið auk þess að liðin í 8. og 9. sæti eiga smá von líka. Þór úr Þorlákshöfn á eftir erfiða útileiki á móti liðunum í 2. (Stjarnan) og 3. sæti (Tindastól) en Grindvíkingar fá aftur á móti annan þeirra leikja á heimavelli (Stjarnan). Grindvíkingar mæta nágrönnum sínum úr Reykjanesbæ í næstu leikjum. Þór Akureyri byrjar á erfiðum leik á heimavelli á móti toppliði KR en mæta svo liðum í kringum sig í töflunni. Þar eru sóknarfæri. Njarðvíkingar eru eitt heitasta lið deildarinnar með fjóra sigra í röð en þeir mæta fleiri liðum á topp fimm (3) heldur en liðin ofar (2). Liðin sem eru fjórum stigum frá fjórða sætinu, Keflavík og ÍR, þurfa ekki bara að horfa upp töfluna heldur einnig niður á lið Hauka og Skallagríms sem eru bara einum sigri á eftir þeim. Borgnesingar sitja eins og er í fallsæti eftir fjögur töp í röð og eiga auk þess mjög erfiða leiki eftir. Það er því auðveldast að spá Skallagrími falli en ekki má gleyma því að Skallagrímsliðið hefur unnið fjóra leiki á móti liðum í efri hlutanum (Stjarnan, Þór Þorl., Grindavík og Þór Ak.) og fóru í framlengingu gegn KR. Haukarnir hafa valdið miklum vonbrigðum en þeir hafa tapað mörgum jöfnum leikjum í vetur og fari það að breytast á lokasprettinum en úrslitakeppnin ekki svo fjarlægur draumur. Þeir losna hins vegar ekki nærri því strax við falldrauginn, ekki frekar en liðin í kringum þá í töflunni. Hér á síðunni er hægt að skoða mótherja liðanna og styrkleika þeirra út frá árangrinum til þessa í deildinni í vetur.grafík/fréttablaðið Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Sjá meira
Spennan hefur líklega sjaldan verið meiri á þessum tíma í Domino’s-deild karla. Snæfellsliðið fellur reyndar úr deildinni við næsta tap en mikil barátta er fram undan um hin ellefu sætin. Fréttablaðið fór yfir lokaumferðirnar og skipti deildinni upp í þrjú baráttusvæði. Þrjú lið eiga möguleika á deildarmeistaratitlinum en Íslandsmeistarar KR eru samt í mjög góðri stöðu. KR er með tveggja stiga forystu og næstu fimm leikir bikarmeistaranna eru á móti liðum í sjötta sæti eða neðar. KR gæti því auðveldlega verið búið að tryggja sér deildarmeistaratitilinn þegar kemur að leik á móti Stjörnunni í lokaumferðinni. Ef ekki þá sjá menn fyrir sér möguleika á úrslitaleik í DHL-höllinni 9. mars. Stjarnan er bara tveimur stigum á eftir KR en á mun erfiðari leiki eftir. Liðið á sem dæmi eftir að mæta liðunum í 3., 4. og 5. sæti áður en kemur að leiknum við KR í lokin. Tindastóll á eftir heimaleiki á móti erfiðari liðunum (2. til 5. sæti) en útileiki á móti þeim léttari (10. til 12. sæti) sem ætti að koma sér vel og það er því ekki hægt að afskrifa þá. Liðin í 4. (Þór Þorl.) og 5. sæti (Grindavík) eru jöfn að stigum og nýbúin að mætast í mögnuðum undanúrslitaleik í Maltbikarnum. Þar er allt hnífjafnt og liðin tveimur stigum neðar, Þór Ak. og Njarðvík, gætu vissulega blandað sér í baráttuna um fjórða sætið auk þess að liðin í 8. og 9. sæti eiga smá von líka. Þór úr Þorlákshöfn á eftir erfiða útileiki á móti liðunum í 2. (Stjarnan) og 3. sæti (Tindastól) en Grindvíkingar fá aftur á móti annan þeirra leikja á heimavelli (Stjarnan). Grindvíkingar mæta nágrönnum sínum úr Reykjanesbæ í næstu leikjum. Þór Akureyri byrjar á erfiðum leik á heimavelli á móti toppliði KR en mæta svo liðum í kringum sig í töflunni. Þar eru sóknarfæri. Njarðvíkingar eru eitt heitasta lið deildarinnar með fjóra sigra í röð en þeir mæta fleiri liðum á topp fimm (3) heldur en liðin ofar (2). Liðin sem eru fjórum stigum frá fjórða sætinu, Keflavík og ÍR, þurfa ekki bara að horfa upp töfluna heldur einnig niður á lið Hauka og Skallagríms sem eru bara einum sigri á eftir þeim. Borgnesingar sitja eins og er í fallsæti eftir fjögur töp í röð og eiga auk þess mjög erfiða leiki eftir. Það er því auðveldast að spá Skallagrími falli en ekki má gleyma því að Skallagrímsliðið hefur unnið fjóra leiki á móti liðum í efri hlutanum (Stjarnan, Þór Þorl., Grindavík og Þór Ak.) og fóru í framlengingu gegn KR. Haukarnir hafa valdið miklum vonbrigðum en þeir hafa tapað mörgum jöfnum leikjum í vetur og fari það að breytast á lokasprettinum en úrslitakeppnin ekki svo fjarlægur draumur. Þeir losna hins vegar ekki nærri því strax við falldrauginn, ekki frekar en liðin í kringum þá í töflunni. Hér á síðunni er hægt að skoða mótherja liðanna og styrkleika þeirra út frá árangrinum til þessa í deildinni í vetur.grafík/fréttablaðið
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti