Einfaldara líf með heimskan en þó nautsterkan farsíma Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 15. febrúar 2017 20:00 Nokia 3310 farsíminn hefur ekki verið fáanlegur í smásölu í ein tólf ár, engu að síður eru enn tæplega sex hundruð slíkir símar í notkun á Íslandi. Líkur eru á að Skriðdrekinn, eins og síminn er oft kallaður, verði brátt fáanlegur á ný. Finnska fyrirtækið HMD Global er sagt ætla að kynna nokkra nýja farsíma til leiks seinna í þessum mánuði, þar á meðal hinn goðsagnakennad Nokia 3310. Farsíminn naut gríðarlegra vinsælda á sínum tíma, enda hafði hann að geyma rafhlöðu sem entist dögum saman og var með eindæmum sterkbyggður. Þá hafði hann geyma nýjungar á borð við reiknivél og skeiðklukku, og auðvitað tölvuleikinn vinsæla Snake 2. Nokia 3310 var gríðarlega vinsæll farsími. Hann kom á markað árið 2000 og á fimm árum seldi Nokia 126 milljónir eintaka. 3310 var fyrsti síminn frá Nokia sem var á viðráðanlegu verði. Hann var oft kallaður Skriðdrekinn, enda virtist hann þola allt.Guðmundur Jóhannsson, sérfræðingur hjá Símanum.MYND/DANÍEL„Hann gerði það að verkum að fleiri byrjuðu að nota farsíma. Hann stækkaði kúnnahóp fjarskiptafyrirtækja um allan heim. Símar höfðu verið dýrir og stórir með útdraganleg eða áföst loftnet. Þarna byrja símarnir að koma með innbyggð loftnet. Þeir urðu betri í vasa og þægilegri hinn almenna notanda,“ segir Guðmundur Jóhannsson, sérfræðingur hjá Símanum. Síminn er enn í notkun í dag. Alls 589 3310-símar eru núna tengdir inn á farsímakerfið. En hvað er það sem heillar við þennan netlausa og kannski heimska síma? „Það er að eiga síma sem er ekki snjallsími. Það sé kannski svolítið töff í dag að eiga retró tæki, sem er ódrepandi. Svo hugsa ég að það sé líka til þeir sem vilja leyfa börnunum sínum að fá sína fyrstu síma. Mögulega þeir sem eru að fara í göngur og annað þar sem hleðsla og annað er vesen. Þá eru með síma sem endist og endist,“ segir Guðmundur. Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Fleiri fréttir Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Sjá meira
Nokia 3310 farsíminn hefur ekki verið fáanlegur í smásölu í ein tólf ár, engu að síður eru enn tæplega sex hundruð slíkir símar í notkun á Íslandi. Líkur eru á að Skriðdrekinn, eins og síminn er oft kallaður, verði brátt fáanlegur á ný. Finnska fyrirtækið HMD Global er sagt ætla að kynna nokkra nýja farsíma til leiks seinna í þessum mánuði, þar á meðal hinn goðsagnakennad Nokia 3310. Farsíminn naut gríðarlegra vinsælda á sínum tíma, enda hafði hann að geyma rafhlöðu sem entist dögum saman og var með eindæmum sterkbyggður. Þá hafði hann geyma nýjungar á borð við reiknivél og skeiðklukku, og auðvitað tölvuleikinn vinsæla Snake 2. Nokia 3310 var gríðarlega vinsæll farsími. Hann kom á markað árið 2000 og á fimm árum seldi Nokia 126 milljónir eintaka. 3310 var fyrsti síminn frá Nokia sem var á viðráðanlegu verði. Hann var oft kallaður Skriðdrekinn, enda virtist hann þola allt.Guðmundur Jóhannsson, sérfræðingur hjá Símanum.MYND/DANÍEL„Hann gerði það að verkum að fleiri byrjuðu að nota farsíma. Hann stækkaði kúnnahóp fjarskiptafyrirtækja um allan heim. Símar höfðu verið dýrir og stórir með útdraganleg eða áföst loftnet. Þarna byrja símarnir að koma með innbyggð loftnet. Þeir urðu betri í vasa og þægilegri hinn almenna notanda,“ segir Guðmundur Jóhannsson, sérfræðingur hjá Símanum. Síminn er enn í notkun í dag. Alls 589 3310-símar eru núna tengdir inn á farsímakerfið. En hvað er það sem heillar við þennan netlausa og kannski heimska síma? „Það er að eiga síma sem er ekki snjallsími. Það sé kannski svolítið töff í dag að eiga retró tæki, sem er ódrepandi. Svo hugsa ég að það sé líka til þeir sem vilja leyfa börnunum sínum að fá sína fyrstu síma. Mögulega þeir sem eru að fara í göngur og annað þar sem hleðsla og annað er vesen. Þá eru með síma sem endist og endist,“ segir Guðmundur.
Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Fleiri fréttir Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Sjá meira