Einfaldara líf með heimskan en þó nautsterkan farsíma Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 15. febrúar 2017 20:00 Nokia 3310 farsíminn hefur ekki verið fáanlegur í smásölu í ein tólf ár, engu að síður eru enn tæplega sex hundruð slíkir símar í notkun á Íslandi. Líkur eru á að Skriðdrekinn, eins og síminn er oft kallaður, verði brátt fáanlegur á ný. Finnska fyrirtækið HMD Global er sagt ætla að kynna nokkra nýja farsíma til leiks seinna í þessum mánuði, þar á meðal hinn goðsagnakennad Nokia 3310. Farsíminn naut gríðarlegra vinsælda á sínum tíma, enda hafði hann að geyma rafhlöðu sem entist dögum saman og var með eindæmum sterkbyggður. Þá hafði hann geyma nýjungar á borð við reiknivél og skeiðklukku, og auðvitað tölvuleikinn vinsæla Snake 2. Nokia 3310 var gríðarlega vinsæll farsími. Hann kom á markað árið 2000 og á fimm árum seldi Nokia 126 milljónir eintaka. 3310 var fyrsti síminn frá Nokia sem var á viðráðanlegu verði. Hann var oft kallaður Skriðdrekinn, enda virtist hann þola allt.Guðmundur Jóhannsson, sérfræðingur hjá Símanum.MYND/DANÍEL„Hann gerði það að verkum að fleiri byrjuðu að nota farsíma. Hann stækkaði kúnnahóp fjarskiptafyrirtækja um allan heim. Símar höfðu verið dýrir og stórir með útdraganleg eða áföst loftnet. Þarna byrja símarnir að koma með innbyggð loftnet. Þeir urðu betri í vasa og þægilegri hinn almenna notanda,“ segir Guðmundur Jóhannsson, sérfræðingur hjá Símanum. Síminn er enn í notkun í dag. Alls 589 3310-símar eru núna tengdir inn á farsímakerfið. En hvað er það sem heillar við þennan netlausa og kannski heimska síma? „Það er að eiga síma sem er ekki snjallsími. Það sé kannski svolítið töff í dag að eiga retró tæki, sem er ódrepandi. Svo hugsa ég að það sé líka til þeir sem vilja leyfa börnunum sínum að fá sína fyrstu síma. Mögulega þeir sem eru að fara í göngur og annað þar sem hleðsla og annað er vesen. Þá eru með síma sem endist og endist,“ segir Guðmundur. Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Nokia 3310 farsíminn hefur ekki verið fáanlegur í smásölu í ein tólf ár, engu að síður eru enn tæplega sex hundruð slíkir símar í notkun á Íslandi. Líkur eru á að Skriðdrekinn, eins og síminn er oft kallaður, verði brátt fáanlegur á ný. Finnska fyrirtækið HMD Global er sagt ætla að kynna nokkra nýja farsíma til leiks seinna í þessum mánuði, þar á meðal hinn goðsagnakennad Nokia 3310. Farsíminn naut gríðarlegra vinsælda á sínum tíma, enda hafði hann að geyma rafhlöðu sem entist dögum saman og var með eindæmum sterkbyggður. Þá hafði hann geyma nýjungar á borð við reiknivél og skeiðklukku, og auðvitað tölvuleikinn vinsæla Snake 2. Nokia 3310 var gríðarlega vinsæll farsími. Hann kom á markað árið 2000 og á fimm árum seldi Nokia 126 milljónir eintaka. 3310 var fyrsti síminn frá Nokia sem var á viðráðanlegu verði. Hann var oft kallaður Skriðdrekinn, enda virtist hann þola allt.Guðmundur Jóhannsson, sérfræðingur hjá Símanum.MYND/DANÍEL„Hann gerði það að verkum að fleiri byrjuðu að nota farsíma. Hann stækkaði kúnnahóp fjarskiptafyrirtækja um allan heim. Símar höfðu verið dýrir og stórir með útdraganleg eða áföst loftnet. Þarna byrja símarnir að koma með innbyggð loftnet. Þeir urðu betri í vasa og þægilegri hinn almenna notanda,“ segir Guðmundur Jóhannsson, sérfræðingur hjá Símanum. Síminn er enn í notkun í dag. Alls 589 3310-símar eru núna tengdir inn á farsímakerfið. En hvað er það sem heillar við þennan netlausa og kannski heimska síma? „Það er að eiga síma sem er ekki snjallsími. Það sé kannski svolítið töff í dag að eiga retró tæki, sem er ódrepandi. Svo hugsa ég að það sé líka til þeir sem vilja leyfa börnunum sínum að fá sína fyrstu síma. Mögulega þeir sem eru að fara í göngur og annað þar sem hleðsla og annað er vesen. Þá eru með síma sem endist og endist,“ segir Guðmundur.
Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira