Bæði ógnanir og tækifæri í komu Costco inn á markaðinn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. febrúar 2017 18:15 Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir að það sé alveg klárt að koma bandaríska verslunarrisans Costco á smásölumarkaðinn hér muni hrista upp í hlutunum. Það sé jákvætt enda eigi samkeppni að virka þannig. Frá því var greint í Fréttablaðinu í dag að íslenskar heildsölur, til dæmis SS og Ölgerðin, séu þegar byrjaðar að vinna að samningum við birgja sína erlendis með það að markmiði að lækka verð þar sem búist er við því að opnun Costco muni hafa mikil áhrif á markaðinn. „Það er alveg klárt að innkoma Costco inn á þennan litla markað hristir upp í hlutunum og það er jákvætt. Þannig á samkeppnin að virka, það má enginn fá að koma sér of þægilega fyrir á neinum markaði, það á enginn neinn markað eða hlutdeild á neinum markaði. Svo lengi sem öll umgjörð þeirrar samkeppni er sanngjörn þá er hún bara mikið fagnaðarefni. Ég held að menn sjái bæði í þessu ógnanir og tækifæri. Innlendir framleiðendur til dæmis, ég býst við að Costco muni versla við þá marga hverja og það geta falist í því tækifæri jafnvel til útflutnings, því Costco er stór keðja með verslanir í ýmsum löndum,“ sagði Ólafur í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag. Hann benti jafnframt á að heildsölurnar hér væru stöðugt að reyna að semja við birgja sína erlendis um hagstæðustu verðin. Birgjarnir vísuðu hins vegar oft til þess að hér er lítill markaður og Ísland ríkt land með mikinn kaupmátt. „Menn setja þá upp tiltölulega hátt verð. Innkoma Costco á markaðinn, það er að segja sú ætlan þeirra að koma hér inn til þess að lækka verðið, það styrkir þá samningstöðu heildsalanna hér gagnvart sínum birgjum ytra. Það er bæði gott fyrir bransann og neytendur,“ sagði Ólafur. Aðspurður hvaða áhrif koma Costco gæti haft á innlenda framleiðendur sagði hann: „Ég veit að Costco hefur leitað til margra þeirra um að kaupa til dæmis af þeim matvörur og ef Costco ætlar að bjóða upp á góðan þverskurð af vöruúrvali, bæði af innlendum og erlendum vörum, þá munu þeir auðvitað þurfa að skipta við innlendu birgjana. Það eru tækifæri í þessum stærðum og þessari miklu veltu sem Costco ætlar sér að ná. Á móti kemur að þeir eru að sigta upp á færri vörunúmer en við sjáum almennt og yfirleitt í verslunum.“ Ólafur sagði alltof snemmt að segja til um það hvort Costco muni ýta einhverjum út af markaðnum en viðtalið við hann úr Reykjavík síðdegis má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Tengdar fréttir Hlutabréf Haga lækkuðu um 3% Hlutabréfaverð verslunarfyrirtækisins Haga og Fjarskipta hf. lækkaði um þrjú prósent í Kauphöll Íslands í dag. 15. febrúar 2017 16:57 Heildsalar lækka verð vegna komu Costco Ölgerðin og Sláturfélag Suðurlands (SS) vinna að samningum við erlenda birgja um lægra innkaupsverð vegna innreiðar Costco hingað til lands. 15. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir að það sé alveg klárt að koma bandaríska verslunarrisans Costco á smásölumarkaðinn hér muni hrista upp í hlutunum. Það sé jákvætt enda eigi samkeppni að virka þannig. Frá því var greint í Fréttablaðinu í dag að íslenskar heildsölur, til dæmis SS og Ölgerðin, séu þegar byrjaðar að vinna að samningum við birgja sína erlendis með það að markmiði að lækka verð þar sem búist er við því að opnun Costco muni hafa mikil áhrif á markaðinn. „Það er alveg klárt að innkoma Costco inn á þennan litla markað hristir upp í hlutunum og það er jákvætt. Þannig á samkeppnin að virka, það má enginn fá að koma sér of þægilega fyrir á neinum markaði, það á enginn neinn markað eða hlutdeild á neinum markaði. Svo lengi sem öll umgjörð þeirrar samkeppni er sanngjörn þá er hún bara mikið fagnaðarefni. Ég held að menn sjái bæði í þessu ógnanir og tækifæri. Innlendir framleiðendur til dæmis, ég býst við að Costco muni versla við þá marga hverja og það geta falist í því tækifæri jafnvel til útflutnings, því Costco er stór keðja með verslanir í ýmsum löndum,“ sagði Ólafur í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag. Hann benti jafnframt á að heildsölurnar hér væru stöðugt að reyna að semja við birgja sína erlendis um hagstæðustu verðin. Birgjarnir vísuðu hins vegar oft til þess að hér er lítill markaður og Ísland ríkt land með mikinn kaupmátt. „Menn setja þá upp tiltölulega hátt verð. Innkoma Costco á markaðinn, það er að segja sú ætlan þeirra að koma hér inn til þess að lækka verðið, það styrkir þá samningstöðu heildsalanna hér gagnvart sínum birgjum ytra. Það er bæði gott fyrir bransann og neytendur,“ sagði Ólafur. Aðspurður hvaða áhrif koma Costco gæti haft á innlenda framleiðendur sagði hann: „Ég veit að Costco hefur leitað til margra þeirra um að kaupa til dæmis af þeim matvörur og ef Costco ætlar að bjóða upp á góðan þverskurð af vöruúrvali, bæði af innlendum og erlendum vörum, þá munu þeir auðvitað þurfa að skipta við innlendu birgjana. Það eru tækifæri í þessum stærðum og þessari miklu veltu sem Costco ætlar sér að ná. Á móti kemur að þeir eru að sigta upp á færri vörunúmer en við sjáum almennt og yfirleitt í verslunum.“ Ólafur sagði alltof snemmt að segja til um það hvort Costco muni ýta einhverjum út af markaðnum en viðtalið við hann úr Reykjavík síðdegis má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Tengdar fréttir Hlutabréf Haga lækkuðu um 3% Hlutabréfaverð verslunarfyrirtækisins Haga og Fjarskipta hf. lækkaði um þrjú prósent í Kauphöll Íslands í dag. 15. febrúar 2017 16:57 Heildsalar lækka verð vegna komu Costco Ölgerðin og Sláturfélag Suðurlands (SS) vinna að samningum við erlenda birgja um lægra innkaupsverð vegna innreiðar Costco hingað til lands. 15. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Hlutabréf Haga lækkuðu um 3% Hlutabréfaverð verslunarfyrirtækisins Haga og Fjarskipta hf. lækkaði um þrjú prósent í Kauphöll Íslands í dag. 15. febrúar 2017 16:57
Heildsalar lækka verð vegna komu Costco Ölgerðin og Sláturfélag Suðurlands (SS) vinna að samningum við erlenda birgja um lægra innkaupsverð vegna innreiðar Costco hingað til lands. 15. febrúar 2017 07:00