Hlutabréf Haga lækkuðu um 3% Haraldur Guðmundsson skrifar 15. febrúar 2017 16:57 Aðföng annast innkaup, birgðahald og dreifingu fyrir allar matvöruverslanir Haga. Vísir/Valli Hlutabréfaverð verslunarfyrirtækisins Haga og Fjarskipta hf. lækkaði um þrjú prósent í Kauphöll Íslands í dag. Bréf Haga lækkuðu í 506 milljóna króna viðskiptum en velta með hluti í Fjarskiptum nam 509 milljónum. Ekkert félag á Aðallista Kauphallar Íslands lækkaði meira en félögin tvö að stoðtækjaframleiðandanum Össuri undanskildum en þar var einungis um að ræða veltu upp á rétt tæpar fjórar milljónir. Samkvæmt viðmælendum Vísis á hlutabréfamarkaði hafði frétt Markaðarins um áhrif komu Costco á heildsöluverð innflutningsfyrirtækja að öllum líkindum talsverð áhrif á gengi bréfa Haga. Þeir eiga og reka innflutningsfyrirtækið Aðföng. Sérfræðingar Hagfræðideildar Landsbankans höfðu áður gefið út að Hagar geti misst um tvo milljarða króna af ársveltu sinni til Costco þegar fyrirtækið opnar hér í maí. Bréf VÍS lækkuðu einnig eða um 2,6 prósent. Þar á eftir kom Nýherji með lækkun upp á 1,9 prósent. Icelandair Group var aftur á móti hástökkvari dagsins en gengi bréfa flugfélagsins hækkaði um 1,3 prósent. Alls hækkuðu sjö félög á Aðallistanum í virði en níu sáu rauðar tölur. Bréf Sjóvár og TM stóðu í stað. Tengdar fréttir Bréf Icelandair hækkuðu um 4,4% Hlutabréf Icelandair Group hækkuðu um 4,3 prósent í virði í dag í 778 milljóna króna veltu. Hafði gengi bréfanna þá ekki hækkað síðan 31. janúar eða daginn áður en flugfélagið sendi frá sér svarta afkomuviðvörun sem hefur vakið mikla athygli. 9. febrúar 2017 16:59 Costco rukkar 4.800 krónur fyrir ársaðild Ársaðild að Costco á Íslandi fyrir einstaklinga mun kosta 4.800 krónur á ári. Fyrirtækjaaðild verður 3.800 krónur en líkt og komið hefur fram verður aðgangur að vöruhúsi Costco aðeins heimilaður meðlimum. 9. febrúar 2017 13:24 Fjölorkustöð Costco rís Fjölorkustöð bandaríska smásölurisans Costco rís nú við hlið bílastæðis Ikea í Kauptúni í Garðabæ. Þar hafa verktakar unnið hörðum höndum síðustu vikur við að grafa bensín- og olíutanka niður í jörðu og er nú bensínstöðin sjálf farin að taka á sig mynd. 18. janúar 2017 14:30 Heildsalar lækka verð vegna komu Costco Ölgerðin og Sláturfélag Suðurlands (SS) vinna að samningum við erlenda birgja um lægra innkaupsverð vegna innreiðar Costco hingað til lands. 15. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Hlutabréfaverð verslunarfyrirtækisins Haga og Fjarskipta hf. lækkaði um þrjú prósent í Kauphöll Íslands í dag. Bréf Haga lækkuðu í 506 milljóna króna viðskiptum en velta með hluti í Fjarskiptum nam 509 milljónum. Ekkert félag á Aðallista Kauphallar Íslands lækkaði meira en félögin tvö að stoðtækjaframleiðandanum Össuri undanskildum en þar var einungis um að ræða veltu upp á rétt tæpar fjórar milljónir. Samkvæmt viðmælendum Vísis á hlutabréfamarkaði hafði frétt Markaðarins um áhrif komu Costco á heildsöluverð innflutningsfyrirtækja að öllum líkindum talsverð áhrif á gengi bréfa Haga. Þeir eiga og reka innflutningsfyrirtækið Aðföng. Sérfræðingar Hagfræðideildar Landsbankans höfðu áður gefið út að Hagar geti misst um tvo milljarða króna af ársveltu sinni til Costco þegar fyrirtækið opnar hér í maí. Bréf VÍS lækkuðu einnig eða um 2,6 prósent. Þar á eftir kom Nýherji með lækkun upp á 1,9 prósent. Icelandair Group var aftur á móti hástökkvari dagsins en gengi bréfa flugfélagsins hækkaði um 1,3 prósent. Alls hækkuðu sjö félög á Aðallistanum í virði en níu sáu rauðar tölur. Bréf Sjóvár og TM stóðu í stað.
Tengdar fréttir Bréf Icelandair hækkuðu um 4,4% Hlutabréf Icelandair Group hækkuðu um 4,3 prósent í virði í dag í 778 milljóna króna veltu. Hafði gengi bréfanna þá ekki hækkað síðan 31. janúar eða daginn áður en flugfélagið sendi frá sér svarta afkomuviðvörun sem hefur vakið mikla athygli. 9. febrúar 2017 16:59 Costco rukkar 4.800 krónur fyrir ársaðild Ársaðild að Costco á Íslandi fyrir einstaklinga mun kosta 4.800 krónur á ári. Fyrirtækjaaðild verður 3.800 krónur en líkt og komið hefur fram verður aðgangur að vöruhúsi Costco aðeins heimilaður meðlimum. 9. febrúar 2017 13:24 Fjölorkustöð Costco rís Fjölorkustöð bandaríska smásölurisans Costco rís nú við hlið bílastæðis Ikea í Kauptúni í Garðabæ. Þar hafa verktakar unnið hörðum höndum síðustu vikur við að grafa bensín- og olíutanka niður í jörðu og er nú bensínstöðin sjálf farin að taka á sig mynd. 18. janúar 2017 14:30 Heildsalar lækka verð vegna komu Costco Ölgerðin og Sláturfélag Suðurlands (SS) vinna að samningum við erlenda birgja um lægra innkaupsverð vegna innreiðar Costco hingað til lands. 15. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Bréf Icelandair hækkuðu um 4,4% Hlutabréf Icelandair Group hækkuðu um 4,3 prósent í virði í dag í 778 milljóna króna veltu. Hafði gengi bréfanna þá ekki hækkað síðan 31. janúar eða daginn áður en flugfélagið sendi frá sér svarta afkomuviðvörun sem hefur vakið mikla athygli. 9. febrúar 2017 16:59
Costco rukkar 4.800 krónur fyrir ársaðild Ársaðild að Costco á Íslandi fyrir einstaklinga mun kosta 4.800 krónur á ári. Fyrirtækjaaðild verður 3.800 krónur en líkt og komið hefur fram verður aðgangur að vöruhúsi Costco aðeins heimilaður meðlimum. 9. febrúar 2017 13:24
Fjölorkustöð Costco rís Fjölorkustöð bandaríska smásölurisans Costco rís nú við hlið bílastæðis Ikea í Kauptúni í Garðabæ. Þar hafa verktakar unnið hörðum höndum síðustu vikur við að grafa bensín- og olíutanka niður í jörðu og er nú bensínstöðin sjálf farin að taka á sig mynd. 18. janúar 2017 14:30
Heildsalar lækka verð vegna komu Costco Ölgerðin og Sláturfélag Suðurlands (SS) vinna að samningum við erlenda birgja um lægra innkaupsverð vegna innreiðar Costco hingað til lands. 15. febrúar 2017 07:00