Mayweather sagði sjálfur á dögunum að þetta væri að fæðast en tók síðan skýrt fram að hann væri ekki búinn að skrifa undir neitt. Eins og staðan væri þá er hann enn hættur í hnefaleikum.
Hann sendi Conor þó skilaboð á Twitter í morgun og er í raun að skipa Íranum fyrir. Segir honum að klára sín mál gagnvart UFC og síðan geti þeir verið í sambandi.
pic.twitter.com/NPBMeem6HT
— Floyd Mayweather (@FloydMayweather) February 15, 2017
Conor er samningsbundinn UFC og berst ekki gegn Mayweather nema í samvinnu við UFC. UFC þarf að fá sitt út úr slíkum bardaga.
Hann notar líka tækifærið til þess að kalla Las Vegas borgina sína og er með því að skjóta létt á Mayweather sem var áður kóngurinn í Vegas.
I am in Las Vegas. Floyd has retired on my arrival. pic.twitter.com/z9EcxBJaDr
— Conor McGregor (@TheNotoriousMMA) February 15, 2017
enjoying my city pic.twitter.com/DSqKwOWVL3
— Conor McGregor (@TheNotoriousMMA) February 15, 2017