Ráðherra sagður hafa svikið loforð um lyf Sveinn Arnarsson skrifar 15. febrúar 2017 07:00 Ragnheiður Davíðsdóttir, formaður Krafts, er ekki ánægð með Óttarr Proppé. vísir/gva/ernir Ragnheiður Davíðsdóttir, formaður Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra, er ósátt við stjórnvöld fyrir að veita ekki nægt fé til lyfjakaupa fyrir krabbameinssjúklinga. Segir hún Óttar Proppé svíkja loforð sem gefin voru fyrir kosningar. Á forsíðu Fréttablaðsins í gær var greint frá því að Ísland væri eftirbátur annarra Norðurlanda þegar kæmi að upptöku nýrra krabbameinslyfja. Við þetta er Ragnheiður ósátt. „Það er mjög leitt að við getum ekki verið á pari við hin Norðurlöndin og boðið okkar skjólstæðingum upp á bestu mögulegu lyfin sem völ er á, sem er í raun stjórnarskrárvarinn réttur okkar,“ segir Ragnheiður. Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra sagði í gær að málaflokkurinn hefði farið alvarlega fram úr áætlunum en skoðað væri hvort auka ætti innspýtingu í hann. Björt framtíð svaraði Krafti fyrir kosningar á þá leið að krabbameinssjúklingar ættu skilið að fá bestu mögulegu lyf við kvillum sínum. „Björt framtíð myndi ekki láta það gerast á sinni vakt að krabbameinssjúkt fólk fengi ekki bestu lyf sem völ væri á vegna kvótakerfis lyfjamála eða fjárhagsstöðu, eins og nú er,“ segir í svari Bjartrar framtíðar fyrir alþingiskosningar „Þetta loforð Bjartrar framtíðar er mjög skýrt og það á að standa við gefin loforð. Við hjá Krafti erum ósátt við að krabbameinssjúklingar séu settir svona aftarlega í röðina. Stjórnvöld hafa gortað af því á tyllidögum að vera velferðarsamfélag. Það er ekki svo í raun ef við berum okkur saman við hin Norðurlöndin,“ bætir Ragnheiður við. Dæmi eru um að krabbameinssjúklingar hafi farið utan og dvalið þar langdvölum meðan á meðferð stendur til að eiga þess kost að fá nýrri lyf við sjúkdómi sínum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Tengdar fréttir Innleiðum mun færri lyf en nágrannaþjóðir Þrefalt fleiri ný krabbameinslyf hafa verið tekin í notkun í Noregi, Danmörku og Svíþjóð en á Íslandi frá árinu 2013. Ekkert svigrúm er sagt í fjárlögum til að taka upp ný lyf. 14. febrúar 2017 06:00 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Ragnheiður Davíðsdóttir, formaður Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra, er ósátt við stjórnvöld fyrir að veita ekki nægt fé til lyfjakaupa fyrir krabbameinssjúklinga. Segir hún Óttar Proppé svíkja loforð sem gefin voru fyrir kosningar. Á forsíðu Fréttablaðsins í gær var greint frá því að Ísland væri eftirbátur annarra Norðurlanda þegar kæmi að upptöku nýrra krabbameinslyfja. Við þetta er Ragnheiður ósátt. „Það er mjög leitt að við getum ekki verið á pari við hin Norðurlöndin og boðið okkar skjólstæðingum upp á bestu mögulegu lyfin sem völ er á, sem er í raun stjórnarskrárvarinn réttur okkar,“ segir Ragnheiður. Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra sagði í gær að málaflokkurinn hefði farið alvarlega fram úr áætlunum en skoðað væri hvort auka ætti innspýtingu í hann. Björt framtíð svaraði Krafti fyrir kosningar á þá leið að krabbameinssjúklingar ættu skilið að fá bestu mögulegu lyf við kvillum sínum. „Björt framtíð myndi ekki láta það gerast á sinni vakt að krabbameinssjúkt fólk fengi ekki bestu lyf sem völ væri á vegna kvótakerfis lyfjamála eða fjárhagsstöðu, eins og nú er,“ segir í svari Bjartrar framtíðar fyrir alþingiskosningar „Þetta loforð Bjartrar framtíðar er mjög skýrt og það á að standa við gefin loforð. Við hjá Krafti erum ósátt við að krabbameinssjúklingar séu settir svona aftarlega í röðina. Stjórnvöld hafa gortað af því á tyllidögum að vera velferðarsamfélag. Það er ekki svo í raun ef við berum okkur saman við hin Norðurlöndin,“ bætir Ragnheiður við. Dæmi eru um að krabbameinssjúklingar hafi farið utan og dvalið þar langdvölum meðan á meðferð stendur til að eiga þess kost að fá nýrri lyf við sjúkdómi sínum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Tengdar fréttir Innleiðum mun færri lyf en nágrannaþjóðir Þrefalt fleiri ný krabbameinslyf hafa verið tekin í notkun í Noregi, Danmörku og Svíþjóð en á Íslandi frá árinu 2013. Ekkert svigrúm er sagt í fjárlögum til að taka upp ný lyf. 14. febrúar 2017 06:00 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Innleiðum mun færri lyf en nágrannaþjóðir Þrefalt fleiri ný krabbameinslyf hafa verið tekin í notkun í Noregi, Danmörku og Svíþjóð en á Íslandi frá árinu 2013. Ekkert svigrúm er sagt í fjárlögum til að taka upp ný lyf. 14. febrúar 2017 06:00