Þjóðgarðurinn á Þingvöllum sendir frá sér yfirlýsingu vegna fréttar RÚV Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. febrúar 2017 14:09 Karlmaður lést í Silfru á sunnudaginn eftir að hann hafði verið að snorkla þar með hópi fólks. vísir/gva Þjóðgarðurinn á Þingvöllum hefur sent frá sér yfirlýsingar vegna fréttar RÚV í gær um að þjóðgarðurinn hafi hundsað ráðleggingar frá Sportkafarafélaginu vegna Silfru og aðbúnaðar við gjánna. Silfra er afar vinsæll staður fyrir kafara en frá árinu 2010 hafa orðið fjögur banaslys í gjánni og nokkur önnur alvarleg slys. Síðast varð banaslys í gjánni um liðna helgi. Í frétt RÚV í gær var vitnað í Facebook-færslu Þórs Ásgeirssonar, sem var um tíma formaður Sportkafarafélagsins, en í færslunni segir Þór: „Slys eru alltaf slæm, en við sem stundum köfun hér við land allt árið um kring erum margoft búin að benda þjóðgarðsnefnd á einföld atriði sem hjálpa til við björgun og ættu að auka öryggi. En umbætur virðast ganga hægt.“Unnið markvisst að því að bæta aðgengi og öryggi kafara Í tilkynningu frá þjóðgarðinum nú eru raktar ýmsar úrbætur sem gerðar hafa verið í og við Silfru allt frá árinu 2005. Í tilkynningunni segir jafnframt að unnið hafi „verið markvisst að því á undanförnum árum að bæta allt aðgengi með hagsmuni kafara í huga en einnig vegna öryggis þeirra. Þessar framkvæmdir ná langt aftur fyrir þann tíma sem gjaldtaka hefur staðið yfir.“ Á meðal þess sem hefur verið gert er að stígur alla leið út í lónið þar sem kafarar koma upp úr eftir sundferðina. Hann var gerður árið 2010 til þess „að tryggja öruggt aðgengi en um leið til að vernda umhverfi Silfru sem hafði látið verulega á sjá. Stígurinn var breikkaður og styrktur síðar til að hann geti verið akfær fyrir neyðarviðbragðsaðila inn á svæðið.“ Þá var í fyrravor niðurstigið í Silfru „endurnýjað og stækkað. Stiginn og pallurinn var hannaður til að halda vel utan um þá gesti sem fara ofan í gjánna og hefja köfun. Neðanvatns er stór pallur sem hjálpar gestum að flotjafna galla sína í öruggu umhverfi og hafa þeir örugga fótfestu og handrið til að styðja sig. Til skoðunar er að setja annan pall neðanvatns niður á 2 metra dýpi til að bæta aðstöðu til flotjöfnunar. Einnig getur pallurinn nýst við að taka gesti úr vatninu á auðveldari hátt ef köfurum hlekkist á en eldri stigi var mjög brattur.“Frá köfun í Silfru.Vísir/VilhelmYfirlýsingu Þjóðgarðsins má sjá í heild sinni hér að neðan: Vegna fréttar RÚV í gær um að þjóðgarðurinn hafi hundsað ráðleggingar frá Sportkafarafélaginu vill þjóðgarðurinn á Þingvöllum koma eftirfarandi á framfæri. Unnið hefur verið markvisst að því á undanförnum árum að bæta allt aðgengi með hagsmuni kafara í huga en einnig vegna öryggis þeirra. Þessar framkvæmdir ná langt aftur fyrir þann tíma sem gjaldtaka hefur staðið yfir. Fyrsta niðurstigið og pallur var settur niður við Silfru árið 2005. Það var löngu nauðsynleg framkvæmd og gerð eftir mikla hvatningu frá sportköfurum enda hafði þá köfun aukist mikið í gjánni. Nokkru síðar var mjög breiður uppbyggður stígur lagður að pallinum sem einnig er akfær og var það ekki síst gert til að tryggja gott aðgengi neyðarviðbragðsaðila. Árið 2010 var gerður stígur alla leið út í lónið þar sem kafarar koma upp úr eftir sundferðina. Hann var gerður til að tryggja öruggt aðgengi en um leið til að vernda umhverfi Silfru sem hafði látið verulega á sjá. Stígurinn var breikkaður og styrktur síðar til að hann geti verið akfær fyrir neyðarviðbragðsaðila inn á svæðið. Sérhannaður pallur og stigi var settur í lónið þar sem kafarar fara upp úr eftir sund. Hann jók öryggi mikið þar sem hann blasir vel við neðanvatns þegar komið er inn í lónið syndandi og gestir vita hvert þeir eiga að stefna til að komast upp úr. Þessi pallur var einnig hugsaður til þess að auðvelda uppgöngu úr þar sem áður þurftu kafarar að skríða upp úr lóninu á hraunklöpp sem fór illa með búnað og var ekki viðunandi. Vorið 2016 var niðurstigið í Silfru endurnýjað og stækkað. Stiginn og pallurinn var hannaður til að halda vel utan um þá gesti sem fara ofan í gjánna og hefja köfun. Neðanvatns er stór pallur sem hjálpar gestum að flotjafna galla sína í öruggu umhverfi og hafa þeir örugga fótfestu og handrið til að styðja sig. Til skoðunar er að setja annan pall neðanvatns niður á 2 metra dýpi til að bæta aðstöðu til flotjöfnunar. Einnig getur pallurinn nýst við að taka gesti úr vatninu á auðveldari hátt ef köfurum hlekkist á en eldri stigi var mjög brattur.Um svipað leyti var ákveðið að útbúa bílastæði við hlið vegarins og nýta til þess eldra bílastæði sem hafði verið skilgreint sem þyrlupallur í tilefni kristnihátíðarinnar árið 2000. Þyrlupallurinn var stækkaður nokkuð og lagt í hann malarefni. Sérstök fráleggs borð voru útbúin fyrir kafarana og búnað þeirra. Þetta svæði var stækkað aftur haustið 2016 og það malbikað. Fráleggsborðum hefur verið fjölgað í takt við fjölda gesta.Skilti hafa verið sett upp á þremur stöðum við Silfru til að ítreka kröfur til kafara og þeirra sem fara í Silfru. Stórt upplýsingaskilti var sett upp við niðurstigið með loftmynd af Silfru til að hópar geti skoðað leiðina sem þeir eiga að fara. Sömu upplýsingar um Silfru er að finna á lausum skiltum á hverju fráleggsborði fyrir kafarana og því er auðvelt fyrir leiðsögumenn að útskýra leiðina og hvaða hættum má búast við. Þjóðgarðurinn, Siglingastofnun (núv. Samgöngustofu), Sportkafarafélagið og ferðaþjónustuaðilar sem selja ferðir í Silfru, unnu saman að fyrirmælum samkvæmt 4. gr. reglugerðar um köfun nr. 535/2001 og tóku þau gildi 1. mars 2013. Með því urðu til mjög skýrar reglur sem eiga að tryggja öryggi í gjánni. Þar eru mörg mismunandi ákvæði sem fara þarf eftir. Til dæmis hvaða neyðarbúnað ferðaþjónustuaðilar eiga að hafa með sér, umferðarreglur í gjánni sem enn fremur eiga að tryggja öryggi og stýra flæði eftir gjánni. Einnig eru þar skýrar kröfur til ferðaþjónustufyrirtækja að meta kunnáttu og hæfi gesta sinna til að kafa í þurrbúningi. Köfun í þurrbúningum þarnast sérnámskeiðs en það eru fyrirtækin sjálf sem meta það hvort gestir hafi þá þekkingu. Vottun og fagleg framfylgd fyrirmæla er á höndum Samgöngustofu en eftirlitið nær þó víðar. Til dæmis má nefna að eftirlit með hleðslustöðvum fyrir loftkúta kafara er á höndum Vinnueftirlitsins en mjög mikilvægt er að slíkar stöðvar fá viðhald og skoðun enda getur illa farið ef loft er ekki hreint á kútum. Einnig geta hleðslustöðvar sprungið ef viðhaldi er ábótavant. Árið 2011 var unnið að hugmyndum um tímaskráningar en ljóst var að mun meiri heimildir þurfti til að framkvæma þær og einnig mættu þær andstöðu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum. Á þeim tíma var fjöldinn enn innan þeirra marka að það var ekki mikill biðtími. Nú hefur verið unnið að tillögum um skráningar, ítarlegar tímatöflur og framtíðar rekstrarhugmyndir í Silfru miðaðar við ítölu. Þær tillögur þurfa hinsvegar skýra lagastoð og breytingar á lögum þjóðgarðsins.Undanfarin ár hafa orðið 4 banaslys og þó nokkur önnur slys. Einnig hafa orðið mörg atvik sem hafa ekki verið tilkynnt. Meðal annars að gestir hætti við ferðir þegar í vatnið er komið, annað hvort vegna þess að það hefur ekki líkamlega burði eða fá hræðslukast. Í sumum tilfellum orsakast það af skyndilegri vatnshræðslu þar sem gestir uppgötva að þeir eru ekki syndir. Í einu tilfelli var heill hópur snorkara sem fékk ofsahræðslukast í vatninu þeir uppgötvuðuð að þeir kynnu ekki að synda og þurfti að aðstoða þá alla uppúr. Hver atburður í gjánni hefur orðið tilefni til rýni og skoðunar. Meðal annars ákvað Þingvallanefnd í kjölfarið á hörmulegu slysi í desember 2013 að mesta dýpi fyrir köfun væri 18 metrar og ekki væri heimilt að kafa í hella og ranghala. Eðli málsins samkvæmt er erfitt að framfylgja því en telja má öruggt að flestir haldi sig ofan við 18 metra og fari ekki inn í hella og ranghala sem finnast í gjánni. Hugmyndir hafa verið um að setja upp merkingar við nokkra hættulega staði neðanvatns en þeir eru þó margir neðan við 18 metra. Þegar slys hafa orðið í gjánni hafa þeir sem næstir eru tilkynnt um þau. Starfsmenn þjóðgarðsins hafa komið eins fljótt á vettvang og unnt er. Verklag hefur orðið til og viðbrögð í síðustu slysum verið fumlaus af hendi leiðsögumanna ferðaþjónustuaðila og starfsmanna þjóðgarðsins og allir starfað saman sem ein heild og eins vel og hægt er við erfiðar krefjandi aðstæður. Allur helsti búnaður til endurlífgunar er á staðnum, súrefni og hjartastuðtæki. Tveir yfirmenn í þjóðgarðinum fá tilkynningar beint frá 112/Neyðarlínu og samskipti eru um Tetra kerfi sem tryggja bein samskipti við neyðarviðbragðsaðila. Starfsmenn þjóðgarðsins hafa notið aðstoðar í að vinna úr slíkum atburðum en það hefur verið mjög erfitt og lýjandi að koma að slíkum slysum ítrekað. Salernisaðstöðu var komið upp við Silfru og er öll fráveita leidd í safnþró sem tæmdi er vikulega og ekið til Reykjavíkur til förgunar. Þar hefur verið komið upp aðstöðu fyrir starfsmann þjóðgarðsins sem fylgist með og heldur utan um talningar, heldur svæðinu snyrtilegu og er í samskiptum við ferðaþjónustuaðila. Starfsmaður þjóðgarðsins við Silfru tryggir einnig jafnt og virkt samband við ferðaþjónustufyrirtækin .Áætlaðar tekjur vegna Silfru árið 2016 voru um 50 milljónir. Rekstrarkostnaður og fjárfesting hafa verið í samræmi við uppbyggingu. Þjóðgarðinum hefur tekist að byggja upp innviði á borð við nýjan stiga, nýjan útsýnispall, malbika og stækka bílastæðið, ráða landverði sem sinna virku eftirliti alla daga ársins, og byggja upp þjónustuhús. Einnig ná tekjurnar að tryggja að hægt er að greiða allan rekstrarkostnað sem fylgir einsog laun, snjómokstur og aðra þjónustu. Tengdar fréttir Umhverfisráðherra vill stýra umferð í Silfru Umhverfisráðherra segir brýnt að skoða hvernig ferðaþjónustufyrirtæki nýta sér Þingvelli. Þjóðgarðsvörður vill að Samgöngustofa hafi öryggisverði við Silfru sem hafi eftirlit með starfseminni sem þar fer fram. 14. febrúar 2017 06:00 Vill herða reglur um köfun í Silfru og hækka gjald Þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum vill herða reglur um köfun í Silfru og hækka gjald sem rennur til þjóðgarðsins til að fjármagna stöðu fyrir eftirlitsmann með köfun í gjánni. Fjórir einstaklingar hafa látist eftir köfun í Silfru frá 2010. 13. febrúar 2017 19:00 Lést eftir snorkl í Silfru Erlendur ferðamaður, sem sóttur var með þyrlu landhelgisgæslunnar, þar sem hann missti meðvitund við köfun í Silfru, er látinn. 12. febrúar 2017 19:12 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum hefur sent frá sér yfirlýsingar vegna fréttar RÚV í gær um að þjóðgarðurinn hafi hundsað ráðleggingar frá Sportkafarafélaginu vegna Silfru og aðbúnaðar við gjánna. Silfra er afar vinsæll staður fyrir kafara en frá árinu 2010 hafa orðið fjögur banaslys í gjánni og nokkur önnur alvarleg slys. Síðast varð banaslys í gjánni um liðna helgi. Í frétt RÚV í gær var vitnað í Facebook-færslu Þórs Ásgeirssonar, sem var um tíma formaður Sportkafarafélagsins, en í færslunni segir Þór: „Slys eru alltaf slæm, en við sem stundum köfun hér við land allt árið um kring erum margoft búin að benda þjóðgarðsnefnd á einföld atriði sem hjálpa til við björgun og ættu að auka öryggi. En umbætur virðast ganga hægt.“Unnið markvisst að því að bæta aðgengi og öryggi kafara Í tilkynningu frá þjóðgarðinum nú eru raktar ýmsar úrbætur sem gerðar hafa verið í og við Silfru allt frá árinu 2005. Í tilkynningunni segir jafnframt að unnið hafi „verið markvisst að því á undanförnum árum að bæta allt aðgengi með hagsmuni kafara í huga en einnig vegna öryggis þeirra. Þessar framkvæmdir ná langt aftur fyrir þann tíma sem gjaldtaka hefur staðið yfir.“ Á meðal þess sem hefur verið gert er að stígur alla leið út í lónið þar sem kafarar koma upp úr eftir sundferðina. Hann var gerður árið 2010 til þess „að tryggja öruggt aðgengi en um leið til að vernda umhverfi Silfru sem hafði látið verulega á sjá. Stígurinn var breikkaður og styrktur síðar til að hann geti verið akfær fyrir neyðarviðbragðsaðila inn á svæðið.“ Þá var í fyrravor niðurstigið í Silfru „endurnýjað og stækkað. Stiginn og pallurinn var hannaður til að halda vel utan um þá gesti sem fara ofan í gjánna og hefja köfun. Neðanvatns er stór pallur sem hjálpar gestum að flotjafna galla sína í öruggu umhverfi og hafa þeir örugga fótfestu og handrið til að styðja sig. Til skoðunar er að setja annan pall neðanvatns niður á 2 metra dýpi til að bæta aðstöðu til flotjöfnunar. Einnig getur pallurinn nýst við að taka gesti úr vatninu á auðveldari hátt ef köfurum hlekkist á en eldri stigi var mjög brattur.“Frá köfun í Silfru.Vísir/VilhelmYfirlýsingu Þjóðgarðsins má sjá í heild sinni hér að neðan: Vegna fréttar RÚV í gær um að þjóðgarðurinn hafi hundsað ráðleggingar frá Sportkafarafélaginu vill þjóðgarðurinn á Þingvöllum koma eftirfarandi á framfæri. Unnið hefur verið markvisst að því á undanförnum árum að bæta allt aðgengi með hagsmuni kafara í huga en einnig vegna öryggis þeirra. Þessar framkvæmdir ná langt aftur fyrir þann tíma sem gjaldtaka hefur staðið yfir. Fyrsta niðurstigið og pallur var settur niður við Silfru árið 2005. Það var löngu nauðsynleg framkvæmd og gerð eftir mikla hvatningu frá sportköfurum enda hafði þá köfun aukist mikið í gjánni. Nokkru síðar var mjög breiður uppbyggður stígur lagður að pallinum sem einnig er akfær og var það ekki síst gert til að tryggja gott aðgengi neyðarviðbragðsaðila. Árið 2010 var gerður stígur alla leið út í lónið þar sem kafarar koma upp úr eftir sundferðina. Hann var gerður til að tryggja öruggt aðgengi en um leið til að vernda umhverfi Silfru sem hafði látið verulega á sjá. Stígurinn var breikkaður og styrktur síðar til að hann geti verið akfær fyrir neyðarviðbragðsaðila inn á svæðið. Sérhannaður pallur og stigi var settur í lónið þar sem kafarar fara upp úr eftir sund. Hann jók öryggi mikið þar sem hann blasir vel við neðanvatns þegar komið er inn í lónið syndandi og gestir vita hvert þeir eiga að stefna til að komast upp úr. Þessi pallur var einnig hugsaður til þess að auðvelda uppgöngu úr þar sem áður þurftu kafarar að skríða upp úr lóninu á hraunklöpp sem fór illa með búnað og var ekki viðunandi. Vorið 2016 var niðurstigið í Silfru endurnýjað og stækkað. Stiginn og pallurinn var hannaður til að halda vel utan um þá gesti sem fara ofan í gjánna og hefja köfun. Neðanvatns er stór pallur sem hjálpar gestum að flotjafna galla sína í öruggu umhverfi og hafa þeir örugga fótfestu og handrið til að styðja sig. Til skoðunar er að setja annan pall neðanvatns niður á 2 metra dýpi til að bæta aðstöðu til flotjöfnunar. Einnig getur pallurinn nýst við að taka gesti úr vatninu á auðveldari hátt ef köfurum hlekkist á en eldri stigi var mjög brattur.Um svipað leyti var ákveðið að útbúa bílastæði við hlið vegarins og nýta til þess eldra bílastæði sem hafði verið skilgreint sem þyrlupallur í tilefni kristnihátíðarinnar árið 2000. Þyrlupallurinn var stækkaður nokkuð og lagt í hann malarefni. Sérstök fráleggs borð voru útbúin fyrir kafarana og búnað þeirra. Þetta svæði var stækkað aftur haustið 2016 og það malbikað. Fráleggsborðum hefur verið fjölgað í takt við fjölda gesta.Skilti hafa verið sett upp á þremur stöðum við Silfru til að ítreka kröfur til kafara og þeirra sem fara í Silfru. Stórt upplýsingaskilti var sett upp við niðurstigið með loftmynd af Silfru til að hópar geti skoðað leiðina sem þeir eiga að fara. Sömu upplýsingar um Silfru er að finna á lausum skiltum á hverju fráleggsborði fyrir kafarana og því er auðvelt fyrir leiðsögumenn að útskýra leiðina og hvaða hættum má búast við. Þjóðgarðurinn, Siglingastofnun (núv. Samgöngustofu), Sportkafarafélagið og ferðaþjónustuaðilar sem selja ferðir í Silfru, unnu saman að fyrirmælum samkvæmt 4. gr. reglugerðar um köfun nr. 535/2001 og tóku þau gildi 1. mars 2013. Með því urðu til mjög skýrar reglur sem eiga að tryggja öryggi í gjánni. Þar eru mörg mismunandi ákvæði sem fara þarf eftir. Til dæmis hvaða neyðarbúnað ferðaþjónustuaðilar eiga að hafa með sér, umferðarreglur í gjánni sem enn fremur eiga að tryggja öryggi og stýra flæði eftir gjánni. Einnig eru þar skýrar kröfur til ferðaþjónustufyrirtækja að meta kunnáttu og hæfi gesta sinna til að kafa í þurrbúningi. Köfun í þurrbúningum þarnast sérnámskeiðs en það eru fyrirtækin sjálf sem meta það hvort gestir hafi þá þekkingu. Vottun og fagleg framfylgd fyrirmæla er á höndum Samgöngustofu en eftirlitið nær þó víðar. Til dæmis má nefna að eftirlit með hleðslustöðvum fyrir loftkúta kafara er á höndum Vinnueftirlitsins en mjög mikilvægt er að slíkar stöðvar fá viðhald og skoðun enda getur illa farið ef loft er ekki hreint á kútum. Einnig geta hleðslustöðvar sprungið ef viðhaldi er ábótavant. Árið 2011 var unnið að hugmyndum um tímaskráningar en ljóst var að mun meiri heimildir þurfti til að framkvæma þær og einnig mættu þær andstöðu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum. Á þeim tíma var fjöldinn enn innan þeirra marka að það var ekki mikill biðtími. Nú hefur verið unnið að tillögum um skráningar, ítarlegar tímatöflur og framtíðar rekstrarhugmyndir í Silfru miðaðar við ítölu. Þær tillögur þurfa hinsvegar skýra lagastoð og breytingar á lögum þjóðgarðsins.Undanfarin ár hafa orðið 4 banaslys og þó nokkur önnur slys. Einnig hafa orðið mörg atvik sem hafa ekki verið tilkynnt. Meðal annars að gestir hætti við ferðir þegar í vatnið er komið, annað hvort vegna þess að það hefur ekki líkamlega burði eða fá hræðslukast. Í sumum tilfellum orsakast það af skyndilegri vatnshræðslu þar sem gestir uppgötva að þeir eru ekki syndir. Í einu tilfelli var heill hópur snorkara sem fékk ofsahræðslukast í vatninu þeir uppgötvuðuð að þeir kynnu ekki að synda og þurfti að aðstoða þá alla uppúr. Hver atburður í gjánni hefur orðið tilefni til rýni og skoðunar. Meðal annars ákvað Þingvallanefnd í kjölfarið á hörmulegu slysi í desember 2013 að mesta dýpi fyrir köfun væri 18 metrar og ekki væri heimilt að kafa í hella og ranghala. Eðli málsins samkvæmt er erfitt að framfylgja því en telja má öruggt að flestir haldi sig ofan við 18 metra og fari ekki inn í hella og ranghala sem finnast í gjánni. Hugmyndir hafa verið um að setja upp merkingar við nokkra hættulega staði neðanvatns en þeir eru þó margir neðan við 18 metra. Þegar slys hafa orðið í gjánni hafa þeir sem næstir eru tilkynnt um þau. Starfsmenn þjóðgarðsins hafa komið eins fljótt á vettvang og unnt er. Verklag hefur orðið til og viðbrögð í síðustu slysum verið fumlaus af hendi leiðsögumanna ferðaþjónustuaðila og starfsmanna þjóðgarðsins og allir starfað saman sem ein heild og eins vel og hægt er við erfiðar krefjandi aðstæður. Allur helsti búnaður til endurlífgunar er á staðnum, súrefni og hjartastuðtæki. Tveir yfirmenn í þjóðgarðinum fá tilkynningar beint frá 112/Neyðarlínu og samskipti eru um Tetra kerfi sem tryggja bein samskipti við neyðarviðbragðsaðila. Starfsmenn þjóðgarðsins hafa notið aðstoðar í að vinna úr slíkum atburðum en það hefur verið mjög erfitt og lýjandi að koma að slíkum slysum ítrekað. Salernisaðstöðu var komið upp við Silfru og er öll fráveita leidd í safnþró sem tæmdi er vikulega og ekið til Reykjavíkur til förgunar. Þar hefur verið komið upp aðstöðu fyrir starfsmann þjóðgarðsins sem fylgist með og heldur utan um talningar, heldur svæðinu snyrtilegu og er í samskiptum við ferðaþjónustuaðila. Starfsmaður þjóðgarðsins við Silfru tryggir einnig jafnt og virkt samband við ferðaþjónustufyrirtækin .Áætlaðar tekjur vegna Silfru árið 2016 voru um 50 milljónir. Rekstrarkostnaður og fjárfesting hafa verið í samræmi við uppbyggingu. Þjóðgarðinum hefur tekist að byggja upp innviði á borð við nýjan stiga, nýjan útsýnispall, malbika og stækka bílastæðið, ráða landverði sem sinna virku eftirliti alla daga ársins, og byggja upp þjónustuhús. Einnig ná tekjurnar að tryggja að hægt er að greiða allan rekstrarkostnað sem fylgir einsog laun, snjómokstur og aðra þjónustu.
Tengdar fréttir Umhverfisráðherra vill stýra umferð í Silfru Umhverfisráðherra segir brýnt að skoða hvernig ferðaþjónustufyrirtæki nýta sér Þingvelli. Þjóðgarðsvörður vill að Samgöngustofa hafi öryggisverði við Silfru sem hafi eftirlit með starfseminni sem þar fer fram. 14. febrúar 2017 06:00 Vill herða reglur um köfun í Silfru og hækka gjald Þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum vill herða reglur um köfun í Silfru og hækka gjald sem rennur til þjóðgarðsins til að fjármagna stöðu fyrir eftirlitsmann með köfun í gjánni. Fjórir einstaklingar hafa látist eftir köfun í Silfru frá 2010. 13. febrúar 2017 19:00 Lést eftir snorkl í Silfru Erlendur ferðamaður, sem sóttur var með þyrlu landhelgisgæslunnar, þar sem hann missti meðvitund við köfun í Silfru, er látinn. 12. febrúar 2017 19:12 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira
Umhverfisráðherra vill stýra umferð í Silfru Umhverfisráðherra segir brýnt að skoða hvernig ferðaþjónustufyrirtæki nýta sér Þingvelli. Þjóðgarðsvörður vill að Samgöngustofa hafi öryggisverði við Silfru sem hafi eftirlit með starfseminni sem þar fer fram. 14. febrúar 2017 06:00
Vill herða reglur um köfun í Silfru og hækka gjald Þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum vill herða reglur um köfun í Silfru og hækka gjald sem rennur til þjóðgarðsins til að fjármagna stöðu fyrir eftirlitsmann með köfun í gjánni. Fjórir einstaklingar hafa látist eftir köfun í Silfru frá 2010. 13. febrúar 2017 19:00
Lést eftir snorkl í Silfru Erlendur ferðamaður, sem sóttur var með þyrlu landhelgisgæslunnar, þar sem hann missti meðvitund við köfun í Silfru, er látinn. 12. febrúar 2017 19:12