Viðskipti innlent

Hlutabréf í HB Granda rjúka upp

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Höfuðstöðvar HB Granda.
Höfuðstöðvar HB Granda. Vísir/GVA
Hlutabréf í HB Granda hafa rokið upp í verði í kauphöllinni í dag. Gengi hlutabréfa félagsins hefur hækkað um 7,76 prósent í 359 milljón króna viðskiptum það sem af er degi.

Líklegt má telja að hækkunin tengist auknum loðnukvóta fyrirtækisins en tilkynnt var í dag um að ákveðið hafi verið að auka heildarafla íslenskra skipa á loðnu í alls 196.075 þúsund tonn á þessari vertíð. Er áætlað heildarverðmæti loðnuaflans um 17 milljarðar króna.

Fyrr í vetur hafði íslenskum skipum verið úthlutað rúmum 12 þúsund tonnum þannig að aukningin nú er rúmlega sextánföld. Í tilkynningu frá HB Granda til kauphallar segir að áætluð heildarúthlutun á loðnu til HB Granda fyrir þessa vertið sé um 33 þúsund tonn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×