Segir að ekkert verði úr nýjum kjarasamningi við SFS vegna ummæla ráðherra Birgir Olgeirsson skrifar 14. febrúar 2017 10:18 Vilhjálmur Birgisson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. „Ég er mótfallin sértækum aðgerðum,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í þættinum Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun. Hún sagðist þar hvorki ætla að grípa inn í kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna með lagasetningu eða breytingum á skattalöggjöf. „Finnst þér að ég eigi að koma með sértækar aðgerðir, og eins og sumir eru að leggja til, að niðurgreiða laun fyrir útgerðarmenn? Ég er því mótfallin,“ sagði Þorgerður. Hún sagði að þeir sem hafa einkarétt á auðlind þjóðarinnar verði að axla þá ábyrgð og ná samningum. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir á Facebook að þessi ummæli Þorgerðar Katrínar þýði það að ekkert verður af nýjum kjarasamningi sjómanna við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi því hann hafi verið háður þeim ófrávíkjanlegu skilyrðum að sjómenn myndu njóta dagpeninga eins og annað launafólk í þessu landi.„Nú hefur sjávarútvegsráðherra talað enn og aftur skýrt um að íslenskir sjómenn fái ekki að sitja við sama borð og annað launafólk í þessu landi og með þessum ummælum deyr það tilboð drottni sínum sem lagt var fram í gær til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi! Málið er að sjómenn eru alls ekki að biðja um neina ölmusu heldur einungis það að fá að sitja við sama borð og allt launafólk í þessu landi sem þarf starfs síns vegna að starfa víðsfjarri sínu heimili! Búið spil.is!,“ skrifar Vilhjálmur. Samninganefnd Sjómannasambands Íslands gerði SFS tilboð í gær sem samninganefndin sagði að væri lokatilboð þeirra í kjaradeilunni. Vilhjálmur upplýsir á Facebook að í þessu tilboði hafi verið ófrávíkjanleg krafa að sjómenn myndu njóta dagpeninga eins og annað launafólk í þessu landi. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að þegar sjómannaafslátturinn var afnuminn árið 2009 hafi raun dagpeningar sjómanna verið að fullu skattlagðir. Heiðrún Lind sagðist ekki skilja hvers vegna aðrar stéttir í landinu geta dregið frá kostnað varðandi dagpeninga og þurfi ekki að greiða skatt af þeim, og nefndi sem dæmi opinbera starfsmenn og flugáhafnir. Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Skýrist í dag hvort SFS fallist á tilboð sjómanna Samninganefnd Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi mun koma saman fyrir hádegi í dag til að ræða tilboð sem sjómenn lögðu fram í gær. 14. febrúar 2017 07:24 Gera SFS tilboð og segja að ekki verði lengra komist "Við erum að reyna að leysa deiluna, annað hvort gengur það eða ekki.“ 13. febrúar 2017 16:37 Sjómenn hafa slegið af kröfum sínum: „Menn eru ekki tilbúnir að ganga lengra“ 13. febrúar 2017 20:05 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
„Ég er mótfallin sértækum aðgerðum,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í þættinum Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun. Hún sagðist þar hvorki ætla að grípa inn í kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna með lagasetningu eða breytingum á skattalöggjöf. „Finnst þér að ég eigi að koma með sértækar aðgerðir, og eins og sumir eru að leggja til, að niðurgreiða laun fyrir útgerðarmenn? Ég er því mótfallin,“ sagði Þorgerður. Hún sagði að þeir sem hafa einkarétt á auðlind þjóðarinnar verði að axla þá ábyrgð og ná samningum. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir á Facebook að þessi ummæli Þorgerðar Katrínar þýði það að ekkert verður af nýjum kjarasamningi sjómanna við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi því hann hafi verið háður þeim ófrávíkjanlegu skilyrðum að sjómenn myndu njóta dagpeninga eins og annað launafólk í þessu landi.„Nú hefur sjávarútvegsráðherra talað enn og aftur skýrt um að íslenskir sjómenn fái ekki að sitja við sama borð og annað launafólk í þessu landi og með þessum ummælum deyr það tilboð drottni sínum sem lagt var fram í gær til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi! Málið er að sjómenn eru alls ekki að biðja um neina ölmusu heldur einungis það að fá að sitja við sama borð og allt launafólk í þessu landi sem þarf starfs síns vegna að starfa víðsfjarri sínu heimili! Búið spil.is!,“ skrifar Vilhjálmur. Samninganefnd Sjómannasambands Íslands gerði SFS tilboð í gær sem samninganefndin sagði að væri lokatilboð þeirra í kjaradeilunni. Vilhjálmur upplýsir á Facebook að í þessu tilboði hafi verið ófrávíkjanleg krafa að sjómenn myndu njóta dagpeninga eins og annað launafólk í þessu landi. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að þegar sjómannaafslátturinn var afnuminn árið 2009 hafi raun dagpeningar sjómanna verið að fullu skattlagðir. Heiðrún Lind sagðist ekki skilja hvers vegna aðrar stéttir í landinu geta dregið frá kostnað varðandi dagpeninga og þurfi ekki að greiða skatt af þeim, og nefndi sem dæmi opinbera starfsmenn og flugáhafnir.
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Skýrist í dag hvort SFS fallist á tilboð sjómanna Samninganefnd Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi mun koma saman fyrir hádegi í dag til að ræða tilboð sem sjómenn lögðu fram í gær. 14. febrúar 2017 07:24 Gera SFS tilboð og segja að ekki verði lengra komist "Við erum að reyna að leysa deiluna, annað hvort gengur það eða ekki.“ 13. febrúar 2017 16:37 Sjómenn hafa slegið af kröfum sínum: „Menn eru ekki tilbúnir að ganga lengra“ 13. febrúar 2017 20:05 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Skýrist í dag hvort SFS fallist á tilboð sjómanna Samninganefnd Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi mun koma saman fyrir hádegi í dag til að ræða tilboð sem sjómenn lögðu fram í gær. 14. febrúar 2017 07:24
Gera SFS tilboð og segja að ekki verði lengra komist "Við erum að reyna að leysa deiluna, annað hvort gengur það eða ekki.“ 13. febrúar 2017 16:37
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent