Erlent

Neitar að stöðva uppbyggingu olíuleiðsla í Norður-Dakóta

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Rúmlega 700 manns hafa verið handteknir vegna mótmæla í tengslum við olíuleiðslurnar.
Rúmlega 700 manns hafa verið handteknir vegna mótmæla í tengslum við olíuleiðslurnar. Vísir/EPA
Bandarískur dómari hefur neitað beiðni tveggja frumbyggja um að stöðva uppbyggingu á olíuleiðslum á landi þeirra, í Norður-Dakóta fylki. BBC greinir frá.

Umrædd framkvæmd hefur verið mjög umdeild frá upphafi þar sem leiðslurnar eiga að fara í gegnum land sem er í eigu ættbálka á svæðinu.

Frumbyggjarnir hafa sagt að leiðslurnar muni eyðileggja vatnslindir þeirra og koma í veg fyrir að þeir geti iðkað trúarathafnir sínar á svæðinu.

Fjölmenn mótmæli hafa verið á svæðinu undanfarna mánuði en rúmlega 700 manns hafa verið handteknir síðan að mótmælin hófust.

Ríkisstjórn Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hafði áður gefið út í september að framkvæmdunum yrði ekki fram haldið en ríkisstjórn Donald Trump sneri við þeirri ákvörðun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×